Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2025 16:52 Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar í málinu. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóma þeirra Ásbjörns Þórarins Sigurðssonar og Bessa Karlssonar fyrir hópnauðgun. Þeir kröfðust þess að dómur Landsréttar yrði ógiltur þar sem konan sem þeir nauðguðu hefði gefið skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Landsréttur dæmdi þá Ásbjörn Þórarinn og Bessa í þriggja ára fangelsi í desember á síðasta ári, fyrir að hafa nauðgað ungri konu, 18 ára að aldri, í mars 2020, þegar þeir voru 28 og 27 ára. Í dómi Landsréttar kom fram að annar mannanna hafi haldið höndum konunnar föstum, rifið endurtekið í hár hennar, tekið hana hálstaki og slegið hana nokkrum sinnum í andlitið. Þá hafi mennirnir báðir skipst á að setja fingur og getnaðarlimi sína inn í munn hennar og þvingað hana til að hafa við þá munnmök. Ekki augljóst að dómi Landsréttar yrði ekki breytt Héraðsdómur Reykjaness hafði sýknað mennina og við ákvörðun sína um að veita áfrýjunarleyfi vísaði Hæstiréttur til ákvæðis sakamálalaga um að verða skuli við ósk ákærðs manns, sem sýknaður er í héraðsdómi en sakfelldur í Landsrétti, um áfrýjunarleyfi nema rétturinn telji ljóst að áfrýjun verði ekki til þess að breyta dómi Landsréttar. „Þar sem slíku verður ekki slegið föstu í tilviki leyfisbeiðenda verða beiðnir þeirra samþykktar.“ Ekki mannréttindabrot Í dómi Hæstaréttar segir að rétturinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að skýrsla konunnar fyrir Landsrétti um fjarfundarbúnað í hljóði og mynd þar sem hún var stödd erlendis hefði farið fram í samræmi við heimild tiltekinnar greinar laga um meðferð sakamála. Ekki hafi verið fallist á að með þessu hefði verið brotið gegn rétti Ásbjörns Þórarins og Bessa til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Ómerkingu á þessum grundvelli hafi því verið hafnað. Annmarki á dómi Landsréttar en ekki alvarlegur Jafnframt hafi verið uppi krafa um ómerkingu dóms Landsréttar á þeim grunni að ekki hefði verið tekin afstaða til allra varna þeirra. Hæstiréttur tók fram að sá annmarki væri á dómi Landsréttar að ekki væri vikið að vörnum mannanna sem lutu að niðurstöðum greiningar á DNA-sniði í stroksýnum sem tekin voru af getnaðarlimum þeirra þar sem ekkert DNA-snið sem svaraði til brotaþola hafi fundist. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um að ræða slíkt atriði við sönnunarmatið að það leiddi þegar til þeirrar niðurstöðu að sök væri ósönnuð. Var ekki talið um slíkan annmarka á rökstuðningi dómsins að ræða að varðað gæti ómerkingu hans. Þá var ekki talið að aðrir annmarkar væru á hinum áfrýjaða dómi sem leitt gætu til ómerkingar hans. Hæstiréttur tók fram að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu Á og B væri reist á heildstæðu mati á öllum sönnunargögnum og þá einkum sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi sem ekki yrði endurmetið af Hæstarétti. Var hinn áfrýjaði dómur því staðfestur um sakfellingu Ásbjörns Þórarins og Bessa og um refsingu þeirra. Tæpar þrettán milljónir í málskostnað Þá var mönnunum gert að greiða 3.243.898 krónur í málsvarnarlaun verjenda sinna og annan áfrýjunarkostnað fyrir Hæstarétti. Áður hafði þeim verið gert að greiða alls 9.570.929 krónur í málskostnað. Miskabótakröfu konunnar var hins vegar vísað aftur heim í hérað til lögmætrar meðferðar með dómi Landsréttar. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Landsréttur dæmdi þá Ásbjörn Þórarinn og Bessa í þriggja ára fangelsi í desember á síðasta ári, fyrir að hafa nauðgað ungri konu, 18 ára að aldri, í mars 2020, þegar þeir voru 28 og 27 ára. Í dómi Landsréttar kom fram að annar mannanna hafi haldið höndum konunnar föstum, rifið endurtekið í hár hennar, tekið hana hálstaki og slegið hana nokkrum sinnum í andlitið. Þá hafi mennirnir báðir skipst á að setja fingur og getnaðarlimi sína inn í munn hennar og þvingað hana til að hafa við þá munnmök. Ekki augljóst að dómi Landsréttar yrði ekki breytt Héraðsdómur Reykjaness hafði sýknað mennina og við ákvörðun sína um að veita áfrýjunarleyfi vísaði Hæstiréttur til ákvæðis sakamálalaga um að verða skuli við ósk ákærðs manns, sem sýknaður er í héraðsdómi en sakfelldur í Landsrétti, um áfrýjunarleyfi nema rétturinn telji ljóst að áfrýjun verði ekki til þess að breyta dómi Landsréttar. „Þar sem slíku verður ekki slegið föstu í tilviki leyfisbeiðenda verða beiðnir þeirra samþykktar.“ Ekki mannréttindabrot Í dómi Hæstaréttar segir að rétturinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að skýrsla konunnar fyrir Landsrétti um fjarfundarbúnað í hljóði og mynd þar sem hún var stödd erlendis hefði farið fram í samræmi við heimild tiltekinnar greinar laga um meðferð sakamála. Ekki hafi verið fallist á að með þessu hefði verið brotið gegn rétti Ásbjörns Þórarins og Bessa til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Ómerkingu á þessum grundvelli hafi því verið hafnað. Annmarki á dómi Landsréttar en ekki alvarlegur Jafnframt hafi verið uppi krafa um ómerkingu dóms Landsréttar á þeim grunni að ekki hefði verið tekin afstaða til allra varna þeirra. Hæstiréttur tók fram að sá annmarki væri á dómi Landsréttar að ekki væri vikið að vörnum mannanna sem lutu að niðurstöðum greiningar á DNA-sniði í stroksýnum sem tekin voru af getnaðarlimum þeirra þar sem ekkert DNA-snið sem svaraði til brotaþola hafi fundist. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um að ræða slíkt atriði við sönnunarmatið að það leiddi þegar til þeirrar niðurstöðu að sök væri ósönnuð. Var ekki talið um slíkan annmarka á rökstuðningi dómsins að ræða að varðað gæti ómerkingu hans. Þá var ekki talið að aðrir annmarkar væru á hinum áfrýjaða dómi sem leitt gætu til ómerkingar hans. Hæstiréttur tók fram að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu Á og B væri reist á heildstæðu mati á öllum sönnunargögnum og þá einkum sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi sem ekki yrði endurmetið af Hæstarétti. Var hinn áfrýjaði dómur því staðfestur um sakfellingu Ásbjörns Þórarins og Bessa og um refsingu þeirra. Tæpar þrettán milljónir í málskostnað Þá var mönnunum gert að greiða 3.243.898 krónur í málsvarnarlaun verjenda sinna og annan áfrýjunarkostnað fyrir Hæstarétti. Áður hafði þeim verið gert að greiða alls 9.570.929 krónur í málskostnað. Miskabótakröfu konunnar var hins vegar vísað aftur heim í hérað til lögmætrar meðferðar með dómi Landsréttar.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira