Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Lovísa Arnardóttir skrifar 5. desember 2024 19:22 Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrra. Vísir/Vilhelm Landsréttur sneri í dag við ákvörðun héraðsdóms og dæmdi tvo karlmenn, Ásbjörn Þórarinn Sigurðsson og Bessa Karlsson, til þriggja ára fangelsis fyrir að nauðga 18 ára stúlku. Mennirnir eru báðir um tíu árum eldri en stúlkan. Nauðgunin átti sér stað á heimili Ásbjörns. Í dómi kemur fram að annar mannanna hafi haldið höndum stúlkunnar föstum, rifið endurtekið í hár hennar, tekið hana hálstaki og slegið hana nokkrum sinnum í andlitið. Þá hafi mennirnir báðir skipst á að setja fingur og getnaðarlimi sína inn í munn hennar og þvingað hana til að hafa við þá munnmök. Á meðan þessu stóð þukluðu þeir á brjóstum hennar innanklæða og brjóstum hennar utanklæða og þvinguðu hana til að taka kókaín með þeim afleiðingum að stúlkan hlaut þreifieymsli í hársverði og yfir vöðvum á hálsi beggja vegna og marbletti á vinstri upphandlegg. Sögðu stúlkuna hafa verið í uppnámi Stúlkan leitaði á Neyðarmóttöku Landspítalans um leið og hún fór af heimili mannsins og voru mennirnir handteknir sama daga. Eftir það var rætt við tvö vitni á vettvangi sem höfðu farið af heimili mannsins í um hálftíma. Þær sögðu við lögreglumann eftir að mennirnir voru handteknir að þegar þær komu aftur hafi stúlkunni augsýnilega liðið illa, hafi grátið og þær hafi hjálpað henni að fara heim með því að panta fyrir hana leigubíl. Framburður stöðugur og skýr Í dómi segir að framburður stúlkunnar hafi frá upphafi verið skýr, stöðugur og án mótsagna um þau atriði sem máli skiptu. Auk þess fengi framburður hennar stoð í gögnum málsins sem voru til dæmis lýsingar vitna á vettvangi og niðurstöður rannsókna og lífsýna á fatnaði annars mannsins. Framburður mannanna væri aftur á móti um margt ótrúverðugur og fengi takmarkaða stoð í trúverðugum framburði annarra vitna, sem og gögnum málsins. Var það talið nægileg sönnun þess að þeir hefðu nauðgað stúlkunni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot mannanna hefðu verið alvarleg og að þau beindust að ungri stúlku sem var ein og ölvuð á heimili annars þeirra. Þá var einnig litið til tafa sem urðu á meðferð málsins en nauðgunin átti sér stað í mars árið 2020, fyrir fjórum og hálfu ári. Mönnunum er báðum gert að sæta fangelsi í þrjú ár. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Í dómi kemur fram að annar mannanna hafi haldið höndum stúlkunnar föstum, rifið endurtekið í hár hennar, tekið hana hálstaki og slegið hana nokkrum sinnum í andlitið. Þá hafi mennirnir báðir skipst á að setja fingur og getnaðarlimi sína inn í munn hennar og þvingað hana til að hafa við þá munnmök. Á meðan þessu stóð þukluðu þeir á brjóstum hennar innanklæða og brjóstum hennar utanklæða og þvinguðu hana til að taka kókaín með þeim afleiðingum að stúlkan hlaut þreifieymsli í hársverði og yfir vöðvum á hálsi beggja vegna og marbletti á vinstri upphandlegg. Sögðu stúlkuna hafa verið í uppnámi Stúlkan leitaði á Neyðarmóttöku Landspítalans um leið og hún fór af heimili mannsins og voru mennirnir handteknir sama daga. Eftir það var rætt við tvö vitni á vettvangi sem höfðu farið af heimili mannsins í um hálftíma. Þær sögðu við lögreglumann eftir að mennirnir voru handteknir að þegar þær komu aftur hafi stúlkunni augsýnilega liðið illa, hafi grátið og þær hafi hjálpað henni að fara heim með því að panta fyrir hana leigubíl. Framburður stöðugur og skýr Í dómi segir að framburður stúlkunnar hafi frá upphafi verið skýr, stöðugur og án mótsagna um þau atriði sem máli skiptu. Auk þess fengi framburður hennar stoð í gögnum málsins sem voru til dæmis lýsingar vitna á vettvangi og niðurstöður rannsókna og lífsýna á fatnaði annars mannsins. Framburður mannanna væri aftur á móti um margt ótrúverðugur og fengi takmarkaða stoð í trúverðugum framburði annarra vitna, sem og gögnum málsins. Var það talið nægileg sönnun þess að þeir hefðu nauðgað stúlkunni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot mannanna hefðu verið alvarleg og að þau beindust að ungri stúlku sem var ein og ölvuð á heimili annars þeirra. Þá var einnig litið til tafa sem urðu á meðferð málsins en nauðgunin átti sér stað í mars árið 2020, fyrir fjórum og hálfu ári. Mönnunum er báðum gert að sæta fangelsi í þrjú ár.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira