Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 09:03 Bólusetningarvandræði þriggja landsliðsmanna þýðir að bræðurnir Alexis Mac Allister og Kevin Mac Allister fá að vera saman í argentínska landsliðinu í fyrsta sinn. Getty/Andrew Powell Kevin Mac Allister, eldri bróðir miðjumanns Liverpool, Alexis Mac Allister, hefur verið valinn í argentínska landsliðið í fótbolta í fyrsta sinn en hann fékk útkall eftir að þrír leikmenn forfölluðust úr hópnum. Ástæðan fyrir því að þrír leikmenn Atlético Madrid, þeir Nahuel Molina, Julián Álvarez og Giuliano Simeone, geta ekki verið með í þessum glugga er afar sérstök. Þeir fá ekki að fara með í ferðina til Afríku því þeir hafa ekki verið bólusettir fyrir gulusótt, sem er skilyrði fyrir því að koma til Angóla, að sögn argentínska knattspyrnusambandsins. 💣🚨 BREAKING - OFFICIAL: Julián Álvarez, Giuliano Simeone and Nahuel Molina have been left out of the Argentina national team for their upcoming friendly.They did not complete in time the health procedures related to the yellow fever vaccine required for entry into Angola. pic.twitter.com/gxOpVSw7eV— Atletico Universe (@atletiuniverse) November 10, 2025 Auk Mac Allister mun varnarmaður Manchester United, Lisandro Martínez, einnig koma til móts við landsliðið þrátt fyrir að hafa ekki spilað með úrvalsdeildarliðinu síðan í febrúar vegna alvarlegra hnémeiðsla. Þeir voru kallaðir inn í argentínska hópinn ásamt Emiliano Buendía úr Aston Villa. Argentínska knattspyrnusambandið staðfesti að Martínez, sem er að nálgast fullan bata eftir að hafa slitið krossband í tapi United á heimavelli gegn Crystal Palace þann 2. febrúar, verði skoðaður af læknateymi þeirra og verði með restinni af hópnum en muni þó ekki spila gegn Angóla. Stóra fréttin er því að Kevin Mac Allister mun vera í landsliðsverkefni með bróður sínum í fyrsta sinn. Alexis Mac Allister hefur verið landsliðsmaður í mörg ár en nú fær stóri bróðir einnig að vera með. Kevin, 28 ára, þakkaði liðsfélögum sínum hjá Union St.-Gilloise fyrir að hjálpa sér að láta draum sinn rætast. „Ég vil bara þakka öllum,“ sagði hann í myndbandi sem félagið hans birti á meðan hann ávarpaði liðsfélaga sína í búningsklefanum á sunnudag. „Því tveimur tímum fyrir leikinn í dag [1-1 jafntefli í deildinni gegn Mechelen] fékk ég símtal. Á morgun flýg ég til Alicante til að vera með landsliðinu. Þetta verður í fyrsta skiptið mitt og ég veit að ég er ekki þar bara fyrir sjálfan mig heldur líka þökk sé fólkinu í þessum búningsklefa,“ sagði Kevin Mac Allister. „Þannig að ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum.“ Kevin, sem gekk til liðs við belgíska liðið Union St.-Gilloise sumarið 2023 frá Argentinos Juniors, sagði að fjölskylda hans væri himinlifandi. „Fjölskyldan mín er mjög ánægð. Þegar ég hringdi í konuna mína var hún þegar farin að gráta svo þetta er virkilega góð tilfinning. Á morgun mun ég láta draum rætast,“ sagði Mac Allister. Bróðir Kevins, Alexis, vann heimsmeistarakeppnina 2022 og Copa América 2024 með Argentínu. Hann hefur skorað sex mörk í 41 leik fyrir landsliðið. Liverpool’s Alexis Mac Allister will now be joined by his older brother Kevin Mac Allister who just received his first call-up to the Argentinian National team 👏 pic.twitter.com/NWYjHh3c8l— ESPN FC (@ESPNFC) November 10, 2025 HM 2026 í fótbolta Angóla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Sjá meira
Ástæðan fyrir því að þrír leikmenn Atlético Madrid, þeir Nahuel Molina, Julián Álvarez og Giuliano Simeone, geta ekki verið með í þessum glugga er afar sérstök. Þeir fá ekki að fara með í ferðina til Afríku því þeir hafa ekki verið bólusettir fyrir gulusótt, sem er skilyrði fyrir því að koma til Angóla, að sögn argentínska knattspyrnusambandsins. 💣🚨 BREAKING - OFFICIAL: Julián Álvarez, Giuliano Simeone and Nahuel Molina have been left out of the Argentina national team for their upcoming friendly.They did not complete in time the health procedures related to the yellow fever vaccine required for entry into Angola. pic.twitter.com/gxOpVSw7eV— Atletico Universe (@atletiuniverse) November 10, 2025 Auk Mac Allister mun varnarmaður Manchester United, Lisandro Martínez, einnig koma til móts við landsliðið þrátt fyrir að hafa ekki spilað með úrvalsdeildarliðinu síðan í febrúar vegna alvarlegra hnémeiðsla. Þeir voru kallaðir inn í argentínska hópinn ásamt Emiliano Buendía úr Aston Villa. Argentínska knattspyrnusambandið staðfesti að Martínez, sem er að nálgast fullan bata eftir að hafa slitið krossband í tapi United á heimavelli gegn Crystal Palace þann 2. febrúar, verði skoðaður af læknateymi þeirra og verði með restinni af hópnum en muni þó ekki spila gegn Angóla. Stóra fréttin er því að Kevin Mac Allister mun vera í landsliðsverkefni með bróður sínum í fyrsta sinn. Alexis Mac Allister hefur verið landsliðsmaður í mörg ár en nú fær stóri bróðir einnig að vera með. Kevin, 28 ára, þakkaði liðsfélögum sínum hjá Union St.-Gilloise fyrir að hjálpa sér að láta draum sinn rætast. „Ég vil bara þakka öllum,“ sagði hann í myndbandi sem félagið hans birti á meðan hann ávarpaði liðsfélaga sína í búningsklefanum á sunnudag. „Því tveimur tímum fyrir leikinn í dag [1-1 jafntefli í deildinni gegn Mechelen] fékk ég símtal. Á morgun flýg ég til Alicante til að vera með landsliðinu. Þetta verður í fyrsta skiptið mitt og ég veit að ég er ekki þar bara fyrir sjálfan mig heldur líka þökk sé fólkinu í þessum búningsklefa,“ sagði Kevin Mac Allister. „Þannig að ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum.“ Kevin, sem gekk til liðs við belgíska liðið Union St.-Gilloise sumarið 2023 frá Argentinos Juniors, sagði að fjölskylda hans væri himinlifandi. „Fjölskyldan mín er mjög ánægð. Þegar ég hringdi í konuna mína var hún þegar farin að gráta svo þetta er virkilega góð tilfinning. Á morgun mun ég láta draum rætast,“ sagði Mac Allister. Bróðir Kevins, Alexis, vann heimsmeistarakeppnina 2022 og Copa América 2024 með Argentínu. Hann hefur skorað sex mörk í 41 leik fyrir landsliðið. Liverpool’s Alexis Mac Allister will now be joined by his older brother Kevin Mac Allister who just received his first call-up to the Argentinian National team 👏 pic.twitter.com/NWYjHh3c8l— ESPN FC (@ESPNFC) November 10, 2025
HM 2026 í fótbolta Angóla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Sjá meira