Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2025 11:04 Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri segir málið til rannsóknar. Vísir/Ívar/Vilhelm Líkamsárás á bílastæði Kringlunnar um hádegisbil í gær er til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða barn á grunnskólaaldri sem kýldi annað á svipuðum aldri og hótaði með hnífi. Kona sem varð vitni að árásinni segir drenginn hafa verið blóðugan eftir árásina. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við Vísi að líkamsárásin sé til rannsóknar hjá lögreglu. DV greindi fyrst frá. Unnar segir um hóp ungmenna að ræða sem veist hafi að öðru ungmenni á bílastæðinu fyrir utan verslunarmiðstöðina. Árásarmaðurinn er að sögn Unnars ekki orðinn fimmtán ára. Rannsókn málsins sé á frumstigi. Hrinti eldri konu til að ná til drengsins Lilja Sigurgeirsdóttir einkaþjálfari var á leið í ræktina í Kringlunni í gær þegar hún varð vitni að árásinni. Hún var að ná í töskuna sína í aftursætið þegar hún heyrði í drengnum öskra á bílaplaninu. „Þá sé ég hann þarna liggjandi á bílaplaninu,“ segir Lilja sem segir að tvær konur á besta aldri hafi jafnframt orðið vitni að árásinni. Árásarmaðurinn hafi hrint annarri þeirra til þess að komast að drengnum. „Hann var náttúrulega í gífurlegu sjokki þarna, sagðist ekki þekkja þá neitt og hafa fundið að þeir væru að elta sig.“ Fastagestir í Kringlunni Þeir hafi á undan ógnað drengnum með hníf en Lilja segir drenginn hafa verið blóðugan þar sem hann lá á bílaplaninu. Lilja segir að öryggisverðir sem hún hafi rætt við hafi sagt að hópurinn sem um ræðir séu fastagestir í Kringlunni. „Hann sagði mér að þeir vissu alveg hverjir þetta væru, það er eins og strákurinn hafi bara verið óheppinn að hafa verið þarna á sama tíma og þeir,“ segir Lilja sem bætir því við að atvikið sitji mjög í henni. „Hversu ömurlegt er að hugsa til þess að ungmennin okkar séu ekki óhult fyrir hóp af ofbeldisfullum unglingum sem gera sér það að leik að vera ógeðslegir viðgangandi vegfarendur bara af því bara?“ Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Lögreglumál Reykjavík Kringlan Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við Vísi að líkamsárásin sé til rannsóknar hjá lögreglu. DV greindi fyrst frá. Unnar segir um hóp ungmenna að ræða sem veist hafi að öðru ungmenni á bílastæðinu fyrir utan verslunarmiðstöðina. Árásarmaðurinn er að sögn Unnars ekki orðinn fimmtán ára. Rannsókn málsins sé á frumstigi. Hrinti eldri konu til að ná til drengsins Lilja Sigurgeirsdóttir einkaþjálfari var á leið í ræktina í Kringlunni í gær þegar hún varð vitni að árásinni. Hún var að ná í töskuna sína í aftursætið þegar hún heyrði í drengnum öskra á bílaplaninu. „Þá sé ég hann þarna liggjandi á bílaplaninu,“ segir Lilja sem segir að tvær konur á besta aldri hafi jafnframt orðið vitni að árásinni. Árásarmaðurinn hafi hrint annarri þeirra til þess að komast að drengnum. „Hann var náttúrulega í gífurlegu sjokki þarna, sagðist ekki þekkja þá neitt og hafa fundið að þeir væru að elta sig.“ Fastagestir í Kringlunni Þeir hafi á undan ógnað drengnum með hníf en Lilja segir drenginn hafa verið blóðugan þar sem hann lá á bílaplaninu. Lilja segir að öryggisverðir sem hún hafi rætt við hafi sagt að hópurinn sem um ræðir séu fastagestir í Kringlunni. „Hann sagði mér að þeir vissu alveg hverjir þetta væru, það er eins og strákurinn hafi bara verið óheppinn að hafa verið þarna á sama tíma og þeir,“ segir Lilja sem bætir því við að atvikið sitji mjög í henni. „Hversu ömurlegt er að hugsa til þess að ungmennin okkar séu ekki óhult fyrir hóp af ofbeldisfullum unglingum sem gera sér það að leik að vera ógeðslegir viðgangandi vegfarendur bara af því bara?“ Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Lögreglumál Reykjavík Kringlan Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira