Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Valur Páll Eiríksson skrifar 5. nóvember 2025 22:10 Burn og Osimhen voru á skotskónum og þeirra lið vel sett. Mourinho gengur lítið að snúa gengi Benfica við í Meistaradeildinni. Samsett/Getty Áhugaverð úrslit litu dagsins ljós í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Galatasaray er á góðum stað líkt og Newcastle. Illa gengur hjá José Mourinho að snúa blaðinu við. Osimhen þrjú, Ajax núll Nígeríski framherjinn Victor Osimhen skoraði öll þrjú mörkin fyrir Galatasaray, þar af tvö af vítapunktinum, í öruggum sigri á lánlausu liði Ajax. Victor Osimhen skoraði þrjú mörk.Ahmad Mora/Getty Images Galatasaray vinnur þar með þriðja leik sinn í keppninni í röð og er með níu stig. Það gengur hvorki né rekur hjá Ajax sem er án stiga með markatöluna 1-14 á botni deildarkeppninnar. Magurt hjá Mourinho Tilraun José Mourinho til að snúa við gengi Benfica í Meistaradeildinni gengur hægt. Forveri hans í starfi var rekinn eftir 3-2 tap fyrir Qarabag frá Aserbaísjan í fyrstu umferðinni en Mourinho hefur enn ekki fengið stig í keppninni. Einmanalegt er í stjórasæti Mourinho þessa dagana.Gualter Fatia/Getty Images Tékkinn Patrik Schick tryggði Leverkusen 1-0 sigur á Benfica á Leikvangi Ljóssins í Lissabon. Um er að ræða fyrsta sigur Leverkusen-liðsins í vetur og er Bayer með fimm stig. Inter með fullt hús Inter er sem fyrr með fullt hús eftir sigur á Kairat frá Kasakstan. Hann var þó ekki eins þægilegur og margur hefði haldið. Lautaro Martínez kom Inter yfir í fyrri hálfleik en Ofri Arad jafnaði fyrir gestina snemma í síðari hálfleik. Staðan var jöfn í um tólf mínútur en Brassinn Carlos Augusto tryggði Inter 2-1 sigur. Inter er því á toppnum ásamt Bayern Munchen og Arsenal með fullt hús stiga. Furðuleg atburðarrás í Marseille Atalanta vann 1-0 sigur á Marseille þökk sér frábæru marki Serbans Lazar Samardzic á nítugustu mínútu. Markið skoraði hann örfáum sekúndum eftir að Marseille vildi, að því er virðist réttilega, fá vítaspyrnu vegna hendi innan teigs. Eftir endurskoðun myndbandsdómara var ákveðið að gefa Marseille ekki vítaspyrnuna og leyfa fallegu marki Samardzic að standa. Áður hafði Atalanta klúðrað víti og mark verið dæmt af Ítölunum eftir endurskoðun VAR. Newcastle vel settir Burn brenndi Baskana.AFP/Henry Nicholls Mörk Dan Burn og Joelinton tryggðu Newcastle góðan 2-0 heimasigur á Athletic Bilbao frá Baskalandi. Newcastle er með níu stig í deildinni, og er þar í hópi með PSG, Real Madrid, Liverpool og áðurnefndu liði Galatasaray. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Osimhen þrjú, Ajax núll Nígeríski framherjinn Victor Osimhen skoraði öll þrjú mörkin fyrir Galatasaray, þar af tvö af vítapunktinum, í öruggum sigri á lánlausu liði Ajax. Victor Osimhen skoraði þrjú mörk.Ahmad Mora/Getty Images Galatasaray vinnur þar með þriðja leik sinn í keppninni í röð og er með níu stig. Það gengur hvorki né rekur hjá Ajax sem er án stiga með markatöluna 1-14 á botni deildarkeppninnar. Magurt hjá Mourinho Tilraun José Mourinho til að snúa við gengi Benfica í Meistaradeildinni gengur hægt. Forveri hans í starfi var rekinn eftir 3-2 tap fyrir Qarabag frá Aserbaísjan í fyrstu umferðinni en Mourinho hefur enn ekki fengið stig í keppninni. Einmanalegt er í stjórasæti Mourinho þessa dagana.Gualter Fatia/Getty Images Tékkinn Patrik Schick tryggði Leverkusen 1-0 sigur á Benfica á Leikvangi Ljóssins í Lissabon. Um er að ræða fyrsta sigur Leverkusen-liðsins í vetur og er Bayer með fimm stig. Inter með fullt hús Inter er sem fyrr með fullt hús eftir sigur á Kairat frá Kasakstan. Hann var þó ekki eins þægilegur og margur hefði haldið. Lautaro Martínez kom Inter yfir í fyrri hálfleik en Ofri Arad jafnaði fyrir gestina snemma í síðari hálfleik. Staðan var jöfn í um tólf mínútur en Brassinn Carlos Augusto tryggði Inter 2-1 sigur. Inter er því á toppnum ásamt Bayern Munchen og Arsenal með fullt hús stiga. Furðuleg atburðarrás í Marseille Atalanta vann 1-0 sigur á Marseille þökk sér frábæru marki Serbans Lazar Samardzic á nítugustu mínútu. Markið skoraði hann örfáum sekúndum eftir að Marseille vildi, að því er virðist réttilega, fá vítaspyrnu vegna hendi innan teigs. Eftir endurskoðun myndbandsdómara var ákveðið að gefa Marseille ekki vítaspyrnuna og leyfa fallegu marki Samardzic að standa. Áður hafði Atalanta klúðrað víti og mark verið dæmt af Ítölunum eftir endurskoðun VAR. Newcastle vel settir Burn brenndi Baskana.AFP/Henry Nicholls Mörk Dan Burn og Joelinton tryggðu Newcastle góðan 2-0 heimasigur á Athletic Bilbao frá Baskalandi. Newcastle er með níu stig í deildinni, og er þar í hópi með PSG, Real Madrid, Liverpool og áðurnefndu liði Galatasaray.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira