Böl Börsunga í Belgíu

Lamine Yamal skoraði eitt marka Börsunga sem voru slakir í kvöld.
Lamine Yamal skoraði eitt marka Börsunga sem voru slakir í kvöld. Geert van Erven/Soccrates/Getty Images

Barcelona gerði 3-3 jafntefli við Club Brugge í leik liðanna í Belgíu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld.

Börsungar lentu undir eftir aðeins sex mínútna leik þökk sé marki framherjans Nicolo Tresoldi. Sú forysta entist aðeins í um tvær mínútur þar sem Ferran Torres jafnaði fyrir Börsunga.

Carlos Forbs kom Brugge-liðum aftur yfir á 17 mínútu og 2-1 stóð í hléi.

Rúmur stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik þegar ungstirnið Lamine Yamal jafnaði leikinn, 2-2, en þremur mínútum eftir það skoraði Forbs sitt annað mark til að veita þeim belgísku forystuna í þriðja sinn.

En í þriðja sinn jafnaði Barcelona þökk sé sjálfsmarki Grikkjans Christos Tzolis. Staðan 3-3 í ótrúlegum leik.

Wojciech Szczesny virtist ætla að gefa heimamönnum sigurinn þegar hann missti boltann klaufalega í eigin teig og gaf þeim mark. Markið var hins vegar dæmt af 3-3 úrslit leiksins.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira