Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2025 07:01 Það var í Dugguvogi sem leigubílstjórinn réðst á konuna. vísir/Anton Brink Leigubílstjóri sem réðst á farþega sinn að næturlagi í byrjun október hafði skömmu áður sótt konuna á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Þaðan ók hann henni í Dugguvog þar sem árásin átti sér stað. Samkvæmt heimildum Vísis er leigubílstjórinn á sextugsaldri og með hreina sakaskrá. Hann var á vakt hjá Hreyfli umrædda nótt og sótti konu á fertugsaldri á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hún hafði dúsað eftir að hafa verið færð í fangageymslur. Með ólæti í miðbæ Reykjavíkur Samkvæmt heimildum Vísis hafði konan verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Fór svo að lögregla var kölluð til vegna óláta þar sem hún var meðal annars sökuð um að hafa hrækt framan í dyravörð. Var konan því færð í fangageymslur. Þaðan var henni svo sleppt síðar um nóttina og leigubíll frá Hreyfli mætti á svæðið til að sækja hana. Þaðan lá leiðin í Dugguvog þar sem leigubílstjórinn vill meina að konan hafi þráast við að greiða fyrir farið. Virðist þá ekki hafa skipt neinum toga heldur fór leigubílstjórinn á eftir konunni, reif í hana, henti í jörðina og dró hana meðal annars á hárinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er upptaka af atvikinu á meðal sönnunargagna í málinu. Umsvifalaust rekinn hjá Hreyfli Hreyfill sagði bílstjóranum upp nokkrum dögum eftir atvikið en mikil umræða hafði spunnist um það. Meðal annars nafnlausar umræður á Facebook sem einstaka fréttamiðlar vísuðu beint til þar sem fullyrt var að leigubílstjórinn væri af erlendu bergi brotinn. Málið væri augljóslega hælisleitendum að kenna. „Stjórn Hreyfils harmar það alvarlega atvik sem átti sér stað um helgina þar sem farþegi varð fyrir ofbeldi af hálfu leigubifreiðarstjóra sem ók undir merkjum fyrirtækisins,“ sagði í yfirlýsingu frá stjórn Hreyfils. „Um leið og atvikið komst upp var viðkomandi bílstjóri umsvifalaust rekinn af Hreyfli og brottrekstur tilkynntur til Samgöngustofu.“ Ráðist á leigubílstjóra sömu nótt Málið var ekki það eina sem kom upp þessa aðfaranótt 5. október og snerist að leigubílstjóra. Í Seljahverfinu í Reykjavík varð leigubílstjóri fyrir árás farþega sem meðal annars tók hann hálstaki. Lögregla mætti á vettvang, handtók farþegann sem reyndist ekki samvinnufús heldur gaf upp bullkennitölu og sagði lögreglunni að fokka sér. Leigubílstjórinn slapp við alvarleg meiðsli samkvæmt upplýsingum fréttastofu og var aftur mættur til vinnu daginn eftir. Leigubílar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis er leigubílstjórinn á sextugsaldri og með hreina sakaskrá. Hann var á vakt hjá Hreyfli umrædda nótt og sótti konu á fertugsaldri á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hún hafði dúsað eftir að hafa verið færð í fangageymslur. Með ólæti í miðbæ Reykjavíkur Samkvæmt heimildum Vísis hafði konan verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur. Fór svo að lögregla var kölluð til vegna óláta þar sem hún var meðal annars sökuð um að hafa hrækt framan í dyravörð. Var konan því færð í fangageymslur. Þaðan var henni svo sleppt síðar um nóttina og leigubíll frá Hreyfli mætti á svæðið til að sækja hana. Þaðan lá leiðin í Dugguvog þar sem leigubílstjórinn vill meina að konan hafi þráast við að greiða fyrir farið. Virðist þá ekki hafa skipt neinum toga heldur fór leigubílstjórinn á eftir konunni, reif í hana, henti í jörðina og dró hana meðal annars á hárinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er upptaka af atvikinu á meðal sönnunargagna í málinu. Umsvifalaust rekinn hjá Hreyfli Hreyfill sagði bílstjóranum upp nokkrum dögum eftir atvikið en mikil umræða hafði spunnist um það. Meðal annars nafnlausar umræður á Facebook sem einstaka fréttamiðlar vísuðu beint til þar sem fullyrt var að leigubílstjórinn væri af erlendu bergi brotinn. Málið væri augljóslega hælisleitendum að kenna. „Stjórn Hreyfils harmar það alvarlega atvik sem átti sér stað um helgina þar sem farþegi varð fyrir ofbeldi af hálfu leigubifreiðarstjóra sem ók undir merkjum fyrirtækisins,“ sagði í yfirlýsingu frá stjórn Hreyfils. „Um leið og atvikið komst upp var viðkomandi bílstjóri umsvifalaust rekinn af Hreyfli og brottrekstur tilkynntur til Samgöngustofu.“ Ráðist á leigubílstjóra sömu nótt Málið var ekki það eina sem kom upp þessa aðfaranótt 5. október og snerist að leigubílstjóra. Í Seljahverfinu í Reykjavík varð leigubílstjóri fyrir árás farþega sem meðal annars tók hann hálstaki. Lögregla mætti á vettvang, handtók farþegann sem reyndist ekki samvinnufús heldur gaf upp bullkennitölu og sagði lögreglunni að fokka sér. Leigubílstjórinn slapp við alvarleg meiðsli samkvæmt upplýsingum fréttastofu og var aftur mættur til vinnu daginn eftir.
Leigubílar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira