Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 4. nóvember 2025 14:50 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Vísir/Ívar Fannar Borgarstjóri segir það gleðiefni að útkomuspá ársins 2025 sé komin á núllið án þess að skerða þjónustu borgarbúa. Hún segir engan kosningabrag vera á fjármálaáætlun borgarinnar sem kynnt var í dag. „Þetta er bratt, við erum að fara í miklar launahækkanir og við viljum ekki gera það með því að draga úr þjónustu. Þvert á móti viljum við styrkja og styðja betur við starfsemi borgarinnar, betri stuðning við borgarbúa,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri. Í hádeginu kynnti Heiða Björg fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2026 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2030. Í fjárhagsáætluninni fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða veðri jákvæð um 18,7 milljarða króna. Árin þar á eftir er gert ráð fyrir batnandi afkomu. „Ég hef verið að vinna í þessari fjárhagsáætlun í marga mánuði, það sem gleður mig er að sjá árangurinn af því og þá sérstaklega útkomuspá þessa árs sem er komin á núllið,“ segir Heiða Björg. Hún segir að enginn kosningabragur sé yfir fjárhagsáætluninni, það sé ekki stíll þeirra sem sitja í meirihluta. „Það er ekki svo flókið að reka sveitarfélag með árangri með því að draga úr þjónustu en við erum ekki að gera það,“ segir hún. „Við sýnum ábyrgð en við erum ekki að sýna einhverjar sveiflur eða niðurskurð sem sýnir meiri afgang. Við erum að sýna ábyrgð í rekstri.“ Fjármálareglurnar skiluðu árangri Heiða Björg segir það einnig gleðiefni að árangur fjármálareglna sem borgarstjórn setti í kjölfar heimsfaraldursins sé kominn í hús fyrr en búist var við. „Það er ótrúlega gleðilegt að sjá núna að það er að takast og það er að takast fyrr heldur en við áætluðum síðan þegar við endurskoðuðum þær árið 2023. Það sýnir sterkan rekstur, það sýnir að við getum staðið undir fjárfestingum, það sýnir að við getum staðið undir því sem að við getum sett okkur og það eru engin hik á okkur.“ Engar blikur séu á lofti um að utanaðkomandi vendingar, líkt og fall Play, hafi áhrif á rekstur borgarinnar. „Reykjavík er auðvitað risastórt fyrirtæki og allir utanaðkomandi þættir hafa áhrif á okkur líkt og vaxtastig og verðbólga. Allt þetta hefur áhrif og við erum auðvitað alltaf að fylgjast með því. Ennþá eru engar blikur á lofti eða engin merki um að þetta hafi áhrif, en ef það kemur til þess þá að sjálfsögðu bregðumst við við því.“ Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
„Þetta er bratt, við erum að fara í miklar launahækkanir og við viljum ekki gera það með því að draga úr þjónustu. Þvert á móti viljum við styrkja og styðja betur við starfsemi borgarinnar, betri stuðning við borgarbúa,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri. Í hádeginu kynnti Heiða Björg fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2026 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2030. Í fjárhagsáætluninni fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða veðri jákvæð um 18,7 milljarða króna. Árin þar á eftir er gert ráð fyrir batnandi afkomu. „Ég hef verið að vinna í þessari fjárhagsáætlun í marga mánuði, það sem gleður mig er að sjá árangurinn af því og þá sérstaklega útkomuspá þessa árs sem er komin á núllið,“ segir Heiða Björg. Hún segir að enginn kosningabragur sé yfir fjárhagsáætluninni, það sé ekki stíll þeirra sem sitja í meirihluta. „Það er ekki svo flókið að reka sveitarfélag með árangri með því að draga úr þjónustu en við erum ekki að gera það,“ segir hún. „Við sýnum ábyrgð en við erum ekki að sýna einhverjar sveiflur eða niðurskurð sem sýnir meiri afgang. Við erum að sýna ábyrgð í rekstri.“ Fjármálareglurnar skiluðu árangri Heiða Björg segir það einnig gleðiefni að árangur fjármálareglna sem borgarstjórn setti í kjölfar heimsfaraldursins sé kominn í hús fyrr en búist var við. „Það er ótrúlega gleðilegt að sjá núna að það er að takast og það er að takast fyrr heldur en við áætluðum síðan þegar við endurskoðuðum þær árið 2023. Það sýnir sterkan rekstur, það sýnir að við getum staðið undir fjárfestingum, það sýnir að við getum staðið undir því sem að við getum sett okkur og það eru engin hik á okkur.“ Engar blikur séu á lofti um að utanaðkomandi vendingar, líkt og fall Play, hafi áhrif á rekstur borgarinnar. „Reykjavík er auðvitað risastórt fyrirtæki og allir utanaðkomandi þættir hafa áhrif á okkur líkt og vaxtastig og verðbólga. Allt þetta hefur áhrif og við erum auðvitað alltaf að fylgjast með því. Ennþá eru engar blikur á lofti eða engin merki um að þetta hafi áhrif, en ef það kemur til þess þá að sjálfsögðu bregðumst við við því.“
Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira