Innlent

Sækja slasaðan sjó­mann djúpt austur af landinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Búist er við þvío að þyrlan verði komin að togaranum upp úr klukkan átta í kvöld.
Búist er við þvío að þyrlan verði komin að togaranum upp úr klukkan átta í kvöld. Vísir/Vilhelm

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslu Íslands er að sækja slasaðan mann um borð í erlendan togara sem staddur er djúpt austur af landinu. Flugvél gæslunnar verður einnig flogið á svæðið.

Togarinn var í um hundrað og fimmtíu sjómílna fjarlægð frá ströndum Íslands um klukkan fimm. Flugvél Landhelgisgæslunnar verður einnig flogið á svæðið, vegna þessarar fjarlægðar.

Talið er að áhöfn þyrlunnar verði komin að togaranum eftir um tvo og hálfan tíma, þegar þetta er skrifað (um sex). Þá stendur til að flytja þann slasaða með þyrlunni til Egilsstaða þar sem hann verður færður um borð í flugvél Landhelgisgæslunnar og honum flogið til aðhlynningar í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×