Fótbolti

Leitin heldur á­fram og Lúð­vík leysir af

Sindri Sverrisson skrifar
Lúðvík Gunnarsson verður á hliðarlínunni þegar Ísland mætir Lúxemborg ytra síðar í þessum mánuði.
Lúðvík Gunnarsson verður á hliðarlínunni þegar Ísland mætir Lúxemborg ytra síðar í þessum mánuði. KSÍ

Lúðvík Gunnarsson mun stýra U21-landsliði karla í fótbolta gegn Lúxemborg, í undankeppni EM eftir tíu daga.

Leit Knattspyrnusambands Íslands að nýjum þjálfara U21-landsliðsins stendur yfir, eftir að Ólafur Ingi Skúlason hætti með liðið í síðasta mánuði til að taka við Breiðabliki.

Skammt er í næsta leik og því hefur Lúðvík, sem verið hefur aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins, verið fenginn til að stýra liðinu í þeim leik. Honum til aðstoðar verður Ólafur Kristjánsson, nýráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs kvenna.

Leikmannahópurinn sem Lúðvík stólar á í Lúxemborg verður tilkynntur á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×