Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2025 10:32 Frank Ilett, stuðningsmaður Manchester United sem heldur úti síðunni The United Strand. Manchester United náði ekki að halda sigurgöngunni áfram í gær. Getty/ Michael Regan/@theunitedstrand Þriggja leikja sigurganga Manchester United endaði með 2-2 jafntefli á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í gær og margir hugsuðu strax til eins manns sem var kominn svo nálægt því að komast í langþráða klippingu. „Ég var svo viss um að við værum með þetta. Meira að segja alveg í blálokin þegar skoti Ahmads var bjargað á línu. Mér varð þá bókstaflega óglatt. Ég ætla ekki að ljúga, ég er algjörlega miður mín yfir deginum í dag,“ sagði Frank Ilett, stuðningsmaður Manchester United sem heldur úti síðunni The United Strand. Hann hefur lofað því að fara ekki í klippingu fyrr en Manchester United vinnur fimm leiki í röð og strákurinn er kominn með myndarlegan lubba sem og yfir sex hundruð þúsund fylgjendur á Instagram. „Auðvitað er ég þegar farinn að skoða næsta mögulega tíma fyrir klippingu og satt best að segja er ég nokkuð bjartsýnn. Næst gæti það gerst 8. desember eftir leikinn gegn Wolves, sem yrði dagur númer 429,“ sagði Ilett. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) „Ef þú skoðar næstu ellefu leiki okkar, þá spilum við við Spurs, Everton, Palace, West Ham, Wolves, Bournemouth, Aston Villa, Newcastle, aftur Wolves, Leeds og svo Burnley. Við hljótum að geta náð fimm sigrum í röð á þessu tímabili. Ég persónulega myndi segja að hver einasti af þessum leikjum sé vinnanlegur svo ég held að klippingin muni ekki dragast mikið á langinn,“ sagði Ilett. „Hvað varðar frammistöðuna hjá liðinu þá virtumst við detta út á köflum í leiknum en ég tel að það séu samt jákvæðir punktar sem hægt er að taka með sér. Hluti af uppbyggingu spilsins var það liprasta sem ég man eftir í töluverðan tíma. Það eru klárlega framfarir sjáanlegar en auðvitað taka svona hlutir tíma. Ég er gríðarlega vonsvikinn með úrslitin í dag og að vera kominn aftur á byrjunarreit í áskoruninni,“ sagði Ilett „Fyrir leikinn leit þetta út fyrir að verða auðveldur sigur, en við höldum áfram og ég veit að sigrarnir eru á næsta leiti,“ sagði Ilett eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Frank Ilett (The United Strand) (@theunitedstrand) Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
„Ég var svo viss um að við værum með þetta. Meira að segja alveg í blálokin þegar skoti Ahmads var bjargað á línu. Mér varð þá bókstaflega óglatt. Ég ætla ekki að ljúga, ég er algjörlega miður mín yfir deginum í dag,“ sagði Frank Ilett, stuðningsmaður Manchester United sem heldur úti síðunni The United Strand. Hann hefur lofað því að fara ekki í klippingu fyrr en Manchester United vinnur fimm leiki í röð og strákurinn er kominn með myndarlegan lubba sem og yfir sex hundruð þúsund fylgjendur á Instagram. „Auðvitað er ég þegar farinn að skoða næsta mögulega tíma fyrir klippingu og satt best að segja er ég nokkuð bjartsýnn. Næst gæti það gerst 8. desember eftir leikinn gegn Wolves, sem yrði dagur númer 429,“ sagði Ilett. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) „Ef þú skoðar næstu ellefu leiki okkar, þá spilum við við Spurs, Everton, Palace, West Ham, Wolves, Bournemouth, Aston Villa, Newcastle, aftur Wolves, Leeds og svo Burnley. Við hljótum að geta náð fimm sigrum í röð á þessu tímabili. Ég persónulega myndi segja að hver einasti af þessum leikjum sé vinnanlegur svo ég held að klippingin muni ekki dragast mikið á langinn,“ sagði Ilett. „Hvað varðar frammistöðuna hjá liðinu þá virtumst við detta út á köflum í leiknum en ég tel að það séu samt jákvæðir punktar sem hægt er að taka með sér. Hluti af uppbyggingu spilsins var það liprasta sem ég man eftir í töluverðan tíma. Það eru klárlega framfarir sjáanlegar en auðvitað taka svona hlutir tíma. Ég er gríðarlega vonsvikinn með úrslitin í dag og að vera kominn aftur á byrjunarreit í áskoruninni,“ sagði Ilett „Fyrir leikinn leit þetta út fyrir að verða auðveldur sigur, en við höldum áfram og ég veit að sigrarnir eru á næsta leiti,“ sagði Ilett eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Frank Ilett (The United Strand) (@theunitedstrand)
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira