Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 10:02 Mohamed Salah er einn af leikmönnum Liverpool sem hefur ekki náð sér á strik. Getty/Peter Byrne Það hefur gengið afar illa hjá Liverpool að undanförnu og fyrrum leikmaður liðsins er á því að liðið sé enn að syrgja fyrrum liðsfélaga sinn, Diogo Jota, sem lést í bílslysi í sumar Stephen Warnock er fyrrum leikmaður Liverpool sem starfar sem knattspyrnusérfræðingur fyrir breska ríkisútvarpið. Hann telur að hörmulegt fráfall Diogo Jota hafi áhrif á meistaralið Arne Slot og stuðningsmenn þeirra sem um leið ræði miklu um andrúmsloftið á Anfield, heimavelli liðsins. Stuðningsmenn hafa sungið söng hins látna leikmanns númer tuttugu á tuttugustu mínútu hvers leiks og Warnock telur að greinileg breyting verði á frammistöðunni eftir það. Lið sem er að syrgja „Þú ert með lið sem er að syrgja í búningsklefanum. Hvernig aðlagast nýir leikmenn því? Þetta er hræðilegt ástand,“ sagði Warnock við BBC Radio 5 Live. „Þetta hlýtur að hafa áhrif. Þetta eru manneskjur. Eitt sem ég tek eftir í hvert skipti sem ég kem á Anfield eða horfi á Liverpool spila er að söngurinn um Diogo Jota hefst eftir tuttugu mínútur og þá kemur fimm til tíu mínútna kafli þar sem hraðinn í leik liðsins dettur alveg niður,“ sagði Warnock. Hann telur að „stöðuga áminningin“ sé eitthvað sem leikmenn Liverpool þurfa að kljást við á meðan þeir reyna að standa sig. Warnock bætti við: „Leikmennirnir heyra þennan söng og hugurinn reikar á þeirri stundu til eins af vinum þeirra og nánum samstarfsmanni,“ sagði Warnock. Stöðug áminning um hann „Í búningsklefanum er skápurinn hans enn þá þar, svo þú situr með stöðuga áminningu um þann sem þú hefur misst og það getur ekki verið auðvelt. Sumir geta lagt það til hliðar en fyrir suma mun þetta vega mjög þungt á herðum þeirra,“ sagði Warnock. View this post on Instagram A post shared by Match of the Day (@bbcfootball) Liverpool hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum í hræðilegu gengi með mörgum vandamálum og kenningum um hvað sé að fara úrskeiðis. Annar fyrrverandi leikmaður sem hefur lýst því hversu mikil áhrif fráfall Jota mun hafa á stjörnur Liverpool er Jon Obi Mikel, fyrrverandi miðjumaður Chelsea. Í hlaðvarpi sínu, Obi One Podcast, sagði hann: „Gleymum því ekki að gríðarlegur harmleikur átti sér stað hjá félaginu sem enginn bjóst við,“ sagði Obi Mikel. Nefnir sérstaklega einn leikmann „Sem knattspyrnumenn eyðum við meiri tíma með liðsfélögum okkar en með eigin fjölskyldum því við erum saman í búningsklefanum á hverjum einasta degi. Að missa svo mikilvægan einstakling mun alltaf hafa áhrif á þessa leikmenn,“ sagði Obi Mikel. Obi Mikel nefnir sérstaklega einn leikmann sem hefur ekki verið líkur sjálfum sér eftir stórkostlegt tímabil í fyrra. „Fyrir mér, hvað sem er að gerast hjá félaginu, er tilfinningin enn mjög hrá. Þegar þú horfir á Mohamed Salah núna, sem var mjög náinn Jota, sérðu að hann er skugginn af sjálfum sér,“ sagði Obi Mikel. Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Stephen Warnock er fyrrum leikmaður Liverpool sem starfar sem knattspyrnusérfræðingur fyrir breska ríkisútvarpið. Hann telur að hörmulegt fráfall Diogo Jota hafi áhrif á meistaralið Arne Slot og stuðningsmenn þeirra sem um leið ræði miklu um andrúmsloftið á Anfield, heimavelli liðsins. Stuðningsmenn hafa sungið söng hins látna leikmanns númer tuttugu á tuttugustu mínútu hvers leiks og Warnock telur að greinileg breyting verði á frammistöðunni eftir það. Lið sem er að syrgja „Þú ert með lið sem er að syrgja í búningsklefanum. Hvernig aðlagast nýir leikmenn því? Þetta er hræðilegt ástand,“ sagði Warnock við BBC Radio 5 Live. „Þetta hlýtur að hafa áhrif. Þetta eru manneskjur. Eitt sem ég tek eftir í hvert skipti sem ég kem á Anfield eða horfi á Liverpool spila er að söngurinn um Diogo Jota hefst eftir tuttugu mínútur og þá kemur fimm til tíu mínútna kafli þar sem hraðinn í leik liðsins dettur alveg niður,“ sagði Warnock. Hann telur að „stöðuga áminningin“ sé eitthvað sem leikmenn Liverpool þurfa að kljást við á meðan þeir reyna að standa sig. Warnock bætti við: „Leikmennirnir heyra þennan söng og hugurinn reikar á þeirri stundu til eins af vinum þeirra og nánum samstarfsmanni,“ sagði Warnock. Stöðug áminning um hann „Í búningsklefanum er skápurinn hans enn þá þar, svo þú situr með stöðuga áminningu um þann sem þú hefur misst og það getur ekki verið auðvelt. Sumir geta lagt það til hliðar en fyrir suma mun þetta vega mjög þungt á herðum þeirra,“ sagði Warnock. View this post on Instagram A post shared by Match of the Day (@bbcfootball) Liverpool hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum í hræðilegu gengi með mörgum vandamálum og kenningum um hvað sé að fara úrskeiðis. Annar fyrrverandi leikmaður sem hefur lýst því hversu mikil áhrif fráfall Jota mun hafa á stjörnur Liverpool er Jon Obi Mikel, fyrrverandi miðjumaður Chelsea. Í hlaðvarpi sínu, Obi One Podcast, sagði hann: „Gleymum því ekki að gríðarlegur harmleikur átti sér stað hjá félaginu sem enginn bjóst við,“ sagði Obi Mikel. Nefnir sérstaklega einn leikmann „Sem knattspyrnumenn eyðum við meiri tíma með liðsfélögum okkar en með eigin fjölskyldum því við erum saman í búningsklefanum á hverjum einasta degi. Að missa svo mikilvægan einstakling mun alltaf hafa áhrif á þessa leikmenn,“ sagði Obi Mikel. Obi Mikel nefnir sérstaklega einn leikmann sem hefur ekki verið líkur sjálfum sér eftir stórkostlegt tímabil í fyrra. „Fyrir mér, hvað sem er að gerast hjá félaginu, er tilfinningin enn mjög hrá. Þegar þú horfir á Mohamed Salah núna, sem var mjög náinn Jota, sérðu að hann er skugginn af sjálfum sér,“ sagði Obi Mikel.
Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira