Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Árni Sæberg skrifar 31. október 2025 12:17 Forsætisráðherrar Norðurlandanna með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í við upphaf þings Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í september. Kristrún Frostadóttir er önnur frá hægri. Vísir/EPA Norðurlandaráð hefur ákveðið að Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fái nú föst sæti í forsætisnefnd ráðsins, sem er æðsta stjórnvald þess á milli hinna árvissu þinga. Í tilkynningu þess efnis á vef Norðurlandaráðs segir að á meðan norrænu ríkisstjórnirnar skoða hugsanlega endurnýjun á Helsingforssamningnum sýni þessi ákvörðun að Norðurlandaráð sé tilbúið til að gera breytingar til að samstarfið eigi betur við í dag og allir geti tekið þátt. „Norðurlandaráð hefur ákveðið að stíga sögulegt skref í átt til samstarfs sem er meira inngildandi og í takt við tímann.“ Á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var hérlendis í október síðastliðnum var samþykkt þingsályktunartillaga um breytingu á Helsingforssamningnum. Breytingin varðar fulla aðild Færeyja, Grænlands og Álandseyja að Norðurlandaráðinu. Helsingforssamningurinn er lagalegur grunnur norræns samstarfs innan Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. Hann var fyrst undirritaður árið 1962 og svo endurskoðaður 1996 þegar Svíar og Finnar gengu í Evrópusambandið. Taka þátt á lýðræðisgrundvelli Í tilkynningunni segir að ákvörðunin þýði að framvegis taki löndin þrjú þátt á jafnræðisgrundvelli við Danmörku, Noreg, Svíþjóð, Finnland og Ísland og komi að þeim lykilákvörðunum sem norrænt samstarf mótast af. „Þetta snýst ekki bara um að breyta orðalaginu í starfsreglunum. Þetta snýst um að taka sameiginlega ábyrgð á því að útvíkka samstarfið svo það endurspegli Norðurlönd eins og þau eru í dag. Norðurlönd sem einkennast af jafnræði, virðingu og sameiginlegri ábyrgð,“ er haft eftir Henrik Møller, fulltrúa Danmerkur í forsætisnefnd Norðurlandaráðs, sem lagði tillöguna fram. Møller hafi farið fyrir vinnuhópnum sem vann tillöguna og undirstrikað að frá upphafi hafi ríkt breið pólitísk sátt um að Grænland, Færeyjar og Álandseyjar skyldu fá fasta fulltrúa. Tillagan hafi fengið jákvæða umfjöllun þingmanna í ræðustóli og verið samþykkt einróma. Fulltrúar landanna ánægðir Þá segir að fulltrúar landanna þriggja séu ánægðir og stoltir af ákvörðuninni. „Þetta snýst ekki bara um jafnræði fyrir okkur. Þetta snýst um að við viljum axla fulla ábyrgð á því að efla norrænt samstarf. Nú getum við beitt kröftum okkar til að vinna að norrænni framtíðarsýn,“ er hafi eftir Høgna Hoydal, Færeyjum. „Með þessu fáum við skýrari rödd og jafnframt þá ábyrgð að taka þátt í að móta Norðurlönd til framtíðar,“ er haft eftir Annette Holmberg-Jansson, Álandseyjum. „Það gleður okkur að Norðurlandaráð hafi tekið fulla ábyrgð á því að hleypa Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum inn í samstarfið í Norðurlandaráði. Nú vonumst við Grænlendingar til þess að ríkisstjórnirnar fylgi á eftir með vinnu sinni við uppfærslu Helsingforssamningsins. Sem fyrst,“ er haft eftir Justus Hansen, Grænlandi. Breytingin taki gildi 1. janúar 2026 og marki táknræna og raunverulega styrkingu norræns lýðræðis. „Við viljum sýna að Norðurlönd geta breyst innan frá. Við tölum oft um endurnýjun en nú sýnum við að við getum líka framkvæmt hana,“ er haft eftir áðurnefndum Henrik Møller. Norðurlandaráð Grænland Færeyjar Álandseyjar Utanríkismál Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Norðurlandaráðs segir að á meðan norrænu ríkisstjórnirnar skoða hugsanlega endurnýjun á Helsingforssamningnum sýni þessi ákvörðun að Norðurlandaráð sé tilbúið til að gera breytingar til að samstarfið eigi betur við í dag og allir geti tekið þátt. „Norðurlandaráð hefur ákveðið að stíga sögulegt skref í átt til samstarfs sem er meira inngildandi og í takt við tímann.“ Á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var hérlendis í október síðastliðnum var samþykkt þingsályktunartillaga um breytingu á Helsingforssamningnum. Breytingin varðar fulla aðild Færeyja, Grænlands og Álandseyja að Norðurlandaráðinu. Helsingforssamningurinn er lagalegur grunnur norræns samstarfs innan Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. Hann var fyrst undirritaður árið 1962 og svo endurskoðaður 1996 þegar Svíar og Finnar gengu í Evrópusambandið. Taka þátt á lýðræðisgrundvelli Í tilkynningunni segir að ákvörðunin þýði að framvegis taki löndin þrjú þátt á jafnræðisgrundvelli við Danmörku, Noreg, Svíþjóð, Finnland og Ísland og komi að þeim lykilákvörðunum sem norrænt samstarf mótast af. „Þetta snýst ekki bara um að breyta orðalaginu í starfsreglunum. Þetta snýst um að taka sameiginlega ábyrgð á því að útvíkka samstarfið svo það endurspegli Norðurlönd eins og þau eru í dag. Norðurlönd sem einkennast af jafnræði, virðingu og sameiginlegri ábyrgð,“ er haft eftir Henrik Møller, fulltrúa Danmerkur í forsætisnefnd Norðurlandaráðs, sem lagði tillöguna fram. Møller hafi farið fyrir vinnuhópnum sem vann tillöguna og undirstrikað að frá upphafi hafi ríkt breið pólitísk sátt um að Grænland, Færeyjar og Álandseyjar skyldu fá fasta fulltrúa. Tillagan hafi fengið jákvæða umfjöllun þingmanna í ræðustóli og verið samþykkt einróma. Fulltrúar landanna ánægðir Þá segir að fulltrúar landanna þriggja séu ánægðir og stoltir af ákvörðuninni. „Þetta snýst ekki bara um jafnræði fyrir okkur. Þetta snýst um að við viljum axla fulla ábyrgð á því að efla norrænt samstarf. Nú getum við beitt kröftum okkar til að vinna að norrænni framtíðarsýn,“ er hafi eftir Høgna Hoydal, Færeyjum. „Með þessu fáum við skýrari rödd og jafnframt þá ábyrgð að taka þátt í að móta Norðurlönd til framtíðar,“ er haft eftir Annette Holmberg-Jansson, Álandseyjum. „Það gleður okkur að Norðurlandaráð hafi tekið fulla ábyrgð á því að hleypa Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum inn í samstarfið í Norðurlandaráði. Nú vonumst við Grænlendingar til þess að ríkisstjórnirnar fylgi á eftir með vinnu sinni við uppfærslu Helsingforssamningsins. Sem fyrst,“ er haft eftir Justus Hansen, Grænlandi. Breytingin taki gildi 1. janúar 2026 og marki táknræna og raunverulega styrkingu norræns lýðræðis. „Við viljum sýna að Norðurlönd geta breyst innan frá. Við tölum oft um endurnýjun en nú sýnum við að við getum líka framkvæmt hana,“ er haft eftir áðurnefndum Henrik Møller.
Norðurlandaráð Grænland Færeyjar Álandseyjar Utanríkismál Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“