Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2025 10:30 Leikmenn norðurírska landsliðsins sprelluðu í Reykjavík í gær en alvaran tekur við í dag. Skjáskot/@northernireland Norðurírsku landsliðskonurnar virðast síður en svo hafa látið það á sig fá að lenda í snjókomunni miklu í Reykjavík í gær. Þær hafa brugðið á leik á samfélagsmiðlum á meðan að þær bíða eftir leiknum mikilvæga við Ísland í dag, í umspili Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Ísland er í góðri stöðu í einvígi liðanna eftir 2-0 sigur ytra á föstudaginn. Seinni leikurinn átti að vera á Laugardalsvelli í gær en honum var frestað og hann færður, og ráðast úrslitin á Þróttarvelli klukkan 17 í dag. Fyrst að þær gátu ekki spilað í gær ákváðu norðurírsku stelpurnar að búa til örstuttan fréttaþátt um stöðuna á Íslandi, á laufléttum nótum, til að sýna stuðningsmönnum sínum heima fyrir. Útkomuna má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Northern Ireland (@northernireland) Leyla McFarland, sem lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Íslandi á föstudaginn, er ákveðinn senuþjófur í myndbandinu þar sem hún er í hlutverki fréttakonu á staðnum. Fámáll snjókall kemur líka við sögu. Íslensku landsliðskonurnar voru einnig á ferli í snjókomunni í gær og létu sig ekki muna um að hjálpa bílstjórum í vanda eins og fjallað var um í gær. Alvaran tekur við klukkan 17 í dag þegar seinni leikur þjóðanna hefst en vonir standa til þess að hægt verði að hreinsa Þróttarvöll í dag og gera gervigrasið þar klárt fyrir þennan mikilvæga landsleik. Sigurliðið spilar í A-deild í undankeppni HM 2027 á næsta ári og mun eiga umtalsvert betri möguleika á að komast á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Aston Villa - Nott. Forest | Hefja heimamenn nýja sigurgöngu? „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Sjá meira
Ísland er í góðri stöðu í einvígi liðanna eftir 2-0 sigur ytra á föstudaginn. Seinni leikurinn átti að vera á Laugardalsvelli í gær en honum var frestað og hann færður, og ráðast úrslitin á Þróttarvelli klukkan 17 í dag. Fyrst að þær gátu ekki spilað í gær ákváðu norðurírsku stelpurnar að búa til örstuttan fréttaþátt um stöðuna á Íslandi, á laufléttum nótum, til að sýna stuðningsmönnum sínum heima fyrir. Útkomuna má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Northern Ireland (@northernireland) Leyla McFarland, sem lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Íslandi á föstudaginn, er ákveðinn senuþjófur í myndbandinu þar sem hún er í hlutverki fréttakonu á staðnum. Fámáll snjókall kemur líka við sögu. Íslensku landsliðskonurnar voru einnig á ferli í snjókomunni í gær og létu sig ekki muna um að hjálpa bílstjórum í vanda eins og fjallað var um í gær. Alvaran tekur við klukkan 17 í dag þegar seinni leikur þjóðanna hefst en vonir standa til þess að hægt verði að hreinsa Þróttarvöll í dag og gera gervigrasið þar klárt fyrir þennan mikilvæga landsleik. Sigurliðið spilar í A-deild í undankeppni HM 2027 á næsta ári og mun eiga umtalsvert betri möguleika á að komast á sitt fyrsta heimsmeistaramót.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Aston Villa - Nott. Forest | Hefja heimamenn nýja sigurgöngu? „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Sjá meira