Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2025 22:08 Spánverjar komust örugglega í úrslit. EPA/Daniel Pérez Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Belgía er þá fallið niður í B-deild. Spánverjar lögðu Svíþjóð 1-0 þökk sé marki Alexiu Putellas þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Claudia Pina, samherji Putellas hjá Barcelona, með stoðsendinguna. Putellas fagnar sigurmarki kvöldsins.EPA/Daniel Pérez Þar sem um var að ræða síðari leik liðanna þá var spennan lítil en Spánn vann fyrri leikinn 4-0 og einvígið því 5-0 samanlagt. Talsvert meiri spenna var fyrir einvígi Frakklands og Þýskalands. Þar leiddu gestirnir 1-0 eftir fyrri leik liðanna í Düsseldorf. Melvine Malard, framherji Manchester United, kom Frakklandi yfir snemma leiks og jafnaði þar með metin í einvíginu. Þýskar létu það ekki á sig fá og hafði Nicole Anyomi jafnað metin í leik kvöldsins aðeins nokkrum mínútum síðar. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt fram á 50. mínútu. Þá skoraði Klara Bühl annað mark Þýskalands og fór langleiðina með að tryggja sætið í úrslitum. Anyomi hélt hún hefði bætt við öðru marki síðar í síðari hálfleik en markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Clara Mateo jafnaði svo metin í leiknum undir lok venjulegs leiktíma og mikil spenna í uppbótatíma. Anyomi hélt hún hefði skorað tvö.Catherine Steenkeste/Getty Images Allt kom fyrir ekki, lokatölur í Caen 2-2 og Þýskaland vinnur því einvígið 3-2. Það verða því Spánn og Þýskaland sem mætast í úrslitum Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Tvenna frá þeirri markahæstu dugði ekki til Eftir 4-2 tap í Írlandi þurfti Belgía, sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar, þriggja marka sigur til að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þrátt fyrir að markadrottningin Tessa Wullaert hafi komið Belgíu í 2-0 í fyrri hálfleik - og hefur þar með skorað 97 mörk fyrir belgíska A-landsliðið - þá dugði það ekki til. Hin tvítuga Abbie Larkin skoraði fyrir gestina í uppbótatíma. Lokatölur í Heverlee 2-1 Belgíu í vil en Írland vann einvígið 5-4. Beta á hliðarlínunni í kvöld.EPA/OLIVIER MATTHYS Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Sjá meira
Spánverjar lögðu Svíþjóð 1-0 þökk sé marki Alexiu Putellas þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Claudia Pina, samherji Putellas hjá Barcelona, með stoðsendinguna. Putellas fagnar sigurmarki kvöldsins.EPA/Daniel Pérez Þar sem um var að ræða síðari leik liðanna þá var spennan lítil en Spánn vann fyrri leikinn 4-0 og einvígið því 5-0 samanlagt. Talsvert meiri spenna var fyrir einvígi Frakklands og Þýskalands. Þar leiddu gestirnir 1-0 eftir fyrri leik liðanna í Düsseldorf. Melvine Malard, framherji Manchester United, kom Frakklandi yfir snemma leiks og jafnaði þar með metin í einvíginu. Þýskar létu það ekki á sig fá og hafði Nicole Anyomi jafnað metin í leik kvöldsins aðeins nokkrum mínútum síðar. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt fram á 50. mínútu. Þá skoraði Klara Bühl annað mark Þýskalands og fór langleiðina með að tryggja sætið í úrslitum. Anyomi hélt hún hefði bætt við öðru marki síðar í síðari hálfleik en markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Clara Mateo jafnaði svo metin í leiknum undir lok venjulegs leiktíma og mikil spenna í uppbótatíma. Anyomi hélt hún hefði skorað tvö.Catherine Steenkeste/Getty Images Allt kom fyrir ekki, lokatölur í Caen 2-2 og Þýskaland vinnur því einvígið 3-2. Það verða því Spánn og Þýskaland sem mætast í úrslitum Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Tvenna frá þeirri markahæstu dugði ekki til Eftir 4-2 tap í Írlandi þurfti Belgía, sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar, þriggja marka sigur til að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þrátt fyrir að markadrottningin Tessa Wullaert hafi komið Belgíu í 2-0 í fyrri hálfleik - og hefur þar með skorað 97 mörk fyrir belgíska A-landsliðið - þá dugði það ekki til. Hin tvítuga Abbie Larkin skoraði fyrir gestina í uppbótatíma. Lokatölur í Heverlee 2-1 Belgíu í vil en Írland vann einvígið 5-4. Beta á hliðarlínunni í kvöld.EPA/OLIVIER MATTHYS
Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Sjá meira