„Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2025 11:45 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, og Donald Trump, forseti. AP/Evan Vucci Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. Talið er mögulegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætli sér að reyna að koma Nicolás Maduro, einræðisherra landsins, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Sprengjuflugvélarnar sem flogið var í gær voru af gerðinni B-1B Lancer en það eru þær sprengjuflugvélar Bandaríkjanna sem geta borið flestar sprengjur. Sjá einnig: Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sprengjuvélarnar í gær voru ekki einar á ferð en flugmenn landgönguliðs Bandaríkjanna á F-35B herþotum fylgdu þeim eftir. B-1B sprengjuflugvél á flugi yfir Kyrrhafinu.Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna/Bennie J. Davis AP fréttaveitan segir að flugvélunum hafi verið flogið frá Texas í gær og svo hafi þeim verið flogið upp að ströndum Venesúela. The @usairforce (🇺🇸) B-1Bs are dangerously close to Venezuelan coastline, approximately 50 miles (80 Km) from the Venezuelan (🇻🇪) mainland and 6 miles (9.6 Km) from Los Testigos. https://t.co/f48OGbP2nZ pic.twitter.com/nTsLfJQsSq— SA Defensa (@SA_Defensa) October 23, 2025 Á því svæði hafa Bandaríkjamenn gert banvænar árásir á báta sem ráðamenn segja notaða til að smygla fíkniefnum. Að minnsta kosti níu slíkar árásir hafa verið gerðar og að minnsta kosti 37 hafa dáið í þeim. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var spurður út í þessar árásir af blaðamönnum í gær. Þá sagðist hann ekki telja að hann þyrfti einhverskonar heimild frá þinginu til að gera árásirnar. Hann hefði heimild til að gera þær. „Ég held að við munum ekki biðja um stríðsyfirlýsingu,“ sagði Trump. „Ég held við munum bara drepa fólk sem er að flytja fíkniefni inn í landið okkar. Okei? Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir.“ Þá sagðist Trump tilbúinn til að gera einnig árásir gegn smygli yfir landleiðina. Nýtt stríð gegn hryðjuverkum? Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur líkt árásum gegn fíkniefnasmygli við hryðjuverkastríðið svokallaða i kjölfar árásanna á Tvíburaturnana 2021. Þá talar hann um glæpasamtök sem framleiða og smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök. „Okkar skilaboð til þessara hryðjuverkasamtaka eru að við munum koma fram við ykkur eins og al-Qaeda,“ sagði Hegseth í gær. „Við munum finna ykkur. Kortleggja samtök ykkar, við munum elta ykkur uppi og við munum drepa ykkur.“ Bandaríkin Venesúela Donald Trump Hernaður Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Talið er mögulegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætli sér að reyna að koma Nicolás Maduro, einræðisherra landsins, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Sprengjuflugvélarnar sem flogið var í gær voru af gerðinni B-1B Lancer en það eru þær sprengjuflugvélar Bandaríkjanna sem geta borið flestar sprengjur. Sjá einnig: Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sprengjuvélarnar í gær voru ekki einar á ferð en flugmenn landgönguliðs Bandaríkjanna á F-35B herþotum fylgdu þeim eftir. B-1B sprengjuflugvél á flugi yfir Kyrrhafinu.Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna/Bennie J. Davis AP fréttaveitan segir að flugvélunum hafi verið flogið frá Texas í gær og svo hafi þeim verið flogið upp að ströndum Venesúela. The @usairforce (🇺🇸) B-1Bs are dangerously close to Venezuelan coastline, approximately 50 miles (80 Km) from the Venezuelan (🇻🇪) mainland and 6 miles (9.6 Km) from Los Testigos. https://t.co/f48OGbP2nZ pic.twitter.com/nTsLfJQsSq— SA Defensa (@SA_Defensa) October 23, 2025 Á því svæði hafa Bandaríkjamenn gert banvænar árásir á báta sem ráðamenn segja notaða til að smygla fíkniefnum. Að minnsta kosti níu slíkar árásir hafa verið gerðar og að minnsta kosti 37 hafa dáið í þeim. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var spurður út í þessar árásir af blaðamönnum í gær. Þá sagðist hann ekki telja að hann þyrfti einhverskonar heimild frá þinginu til að gera árásirnar. Hann hefði heimild til að gera þær. „Ég held að við munum ekki biðja um stríðsyfirlýsingu,“ sagði Trump. „Ég held við munum bara drepa fólk sem er að flytja fíkniefni inn í landið okkar. Okei? Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir.“ Þá sagðist Trump tilbúinn til að gera einnig árásir gegn smygli yfir landleiðina. Nýtt stríð gegn hryðjuverkum? Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur líkt árásum gegn fíkniefnasmygli við hryðjuverkastríðið svokallaða i kjölfar árásanna á Tvíburaturnana 2021. Þá talar hann um glæpasamtök sem framleiða og smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök. „Okkar skilaboð til þessara hryðjuverkasamtaka eru að við munum koma fram við ykkur eins og al-Qaeda,“ sagði Hegseth í gær. „Við munum finna ykkur. Kortleggja samtök ykkar, við munum elta ykkur uppi og við munum drepa ykkur.“
Bandaríkin Venesúela Donald Trump Hernaður Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira