Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. október 2025 14:32 Jens Garðar var ekki ánægður með ákvörðun Höllu um að vitna til Maós í ræðu sinni á jafnréttisráðstefnu í Peking. Framkoma Höllu á ráðstefnunni var hluti af nokkurra daga opinberri heimsókn til Kína, í boði Xi Jinping, forseta landsins. Jens Garðar Helgason, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi orð Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í ræðustól Alþingis í dag. Ummælin sem Jens Garðar var ósáttur við féllu í opinberri heimsókn forseta til Kína, þar sem Halla vitnaði í Maó Zedong. Hann sagði embætti forseta mögulega þurfa leiðbeiningar frá Stjórnarráðinu vegna málsins. Jens Garðar kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar rifjaði hann upp að Halla hefði verið í opinberri heimsókn til Kína á dögunum, en hún var þar í boði Xi Jinping, forseta landsins, dagana 12. til 17. október. Einræðisríki undir stjórn kommúnista „Landið er einræðisríki og undir stjórn þarlends kommúnistaflokks. Einhver hefði nú spurt sig hvort ekki hefði verið meira tilefni fyrir forseta Íslands, með heimild ríkisstjórnarinnar, að heimsækja frekar einhvert af fjölmörgum lýðræðisríkjum heimsins, og styrkja samstöðu og samstarf milli þeirra. Ekki er vanþörf á í þeim skautunarheimi sem við búum í í dag,“ sagði Jens Garðar. Hann sagði steininn hins vegar hafa tekið úr þegar Halla vitnaði í ræðu sinni á kvennaráðstefninu í Peking til Maós Zedong, formanns kínverska kommúnistaflokksins frá 1943 til 1976. Í ræðu sinni sagði Halla: „Maó Zedong sagði eitt sinn: „Konur halda uppi helmingi himinsins.“ Nú um stundir verðum við að ganga skrefinu lengra og bæta við: Í heimi þar sem ójafnvægi ríkir hafa konur styrk til að lækna, visku til að vísa veginn og hugrekki til að ýta undir þær breytingar sem eru aðkallandi.“ Mögulega heppilegra að vitna til annarra „Maó af öllum einræðisherrum veraldarsögunnar, er líklega afkastamestur þeirra allra. Talið er að 60 til 65 milljónir manna hafi dáið undir hans harðstjórn, manngerðum hungursneyðum og pólitískum ofsóknum. Ég hefði haldið að forseti Íslands, kyndilberi frelsis, mannréttinda og lýðræðis, gæti vitnað í aðra en einræðisherra eins og Maó,“ sagði Jens Garðar. Hann sagðist jafnframt vona að um einangrað dæmi væri að ræða, en mögulega væri ástæða til þess að Stjórnarráðið færi yfir það með embætti forseta að betur færi á því að vitnað yrði til annarra en helstu einræðisherra mannkynssögunnar á opinberum vettvangi. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Kína Tengdar fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum segir ekki óeðlilegt að forseti Íslands hafi boðið forseta Kína í heimsókn á fundi þeirra í Peking í vikunni. Eðlilegt sé að boðið veki spurningar en slík heimsókn þurfi ekki að vera pólitísk. 16. október 2025 14:10 Halla og Þorbjörg á leið til Kína Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar. 11. október 2025 08:04 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Jens Garðar kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar rifjaði hann upp að Halla hefði verið í opinberri heimsókn til Kína á dögunum, en hún var þar í boði Xi Jinping, forseta landsins, dagana 12. til 17. október. Einræðisríki undir stjórn kommúnista „Landið er einræðisríki og undir stjórn þarlends kommúnistaflokks. Einhver hefði nú spurt sig hvort ekki hefði verið meira tilefni fyrir forseta Íslands, með heimild ríkisstjórnarinnar, að heimsækja frekar einhvert af fjölmörgum lýðræðisríkjum heimsins, og styrkja samstöðu og samstarf milli þeirra. Ekki er vanþörf á í þeim skautunarheimi sem við búum í í dag,“ sagði Jens Garðar. Hann sagði steininn hins vegar hafa tekið úr þegar Halla vitnaði í ræðu sinni á kvennaráðstefninu í Peking til Maós Zedong, formanns kínverska kommúnistaflokksins frá 1943 til 1976. Í ræðu sinni sagði Halla: „Maó Zedong sagði eitt sinn: „Konur halda uppi helmingi himinsins.“ Nú um stundir verðum við að ganga skrefinu lengra og bæta við: Í heimi þar sem ójafnvægi ríkir hafa konur styrk til að lækna, visku til að vísa veginn og hugrekki til að ýta undir þær breytingar sem eru aðkallandi.“ Mögulega heppilegra að vitna til annarra „Maó af öllum einræðisherrum veraldarsögunnar, er líklega afkastamestur þeirra allra. Talið er að 60 til 65 milljónir manna hafi dáið undir hans harðstjórn, manngerðum hungursneyðum og pólitískum ofsóknum. Ég hefði haldið að forseti Íslands, kyndilberi frelsis, mannréttinda og lýðræðis, gæti vitnað í aðra en einræðisherra eins og Maó,“ sagði Jens Garðar. Hann sagðist jafnframt vona að um einangrað dæmi væri að ræða, en mögulega væri ástæða til þess að Stjórnarráðið færi yfir það með embætti forseta að betur færi á því að vitnað yrði til annarra en helstu einræðisherra mannkynssögunnar á opinberum vettvangi.
Í ræðu sinni sagði Halla: „Maó Zedong sagði eitt sinn: „Konur halda uppi helmingi himinsins.“ Nú um stundir verðum við að ganga skrefinu lengra og bæta við: Í heimi þar sem ójafnvægi ríkir hafa konur styrk til að lækna, visku til að vísa veginn og hugrekki til að ýta undir þær breytingar sem eru aðkallandi.“
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Kína Tengdar fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum segir ekki óeðlilegt að forseti Íslands hafi boðið forseta Kína í heimsókn á fundi þeirra í Peking í vikunni. Eðlilegt sé að boðið veki spurningar en slík heimsókn þurfi ekki að vera pólitísk. 16. október 2025 14:10 Halla og Þorbjörg á leið til Kína Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar. 11. október 2025 08:04 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum segir ekki óeðlilegt að forseti Íslands hafi boðið forseta Kína í heimsókn á fundi þeirra í Peking í vikunni. Eðlilegt sé að boðið veki spurningar en slík heimsókn þurfi ekki að vera pólitísk. 16. október 2025 14:10
Halla og Þorbjörg á leið til Kína Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar. 11. október 2025 08:04