Halla og Þorbjörg á leið til Kína Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. október 2025 08:04 Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Anton Brink/Ívar Fannar Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá forsetaembættinu en þar segir að auk þeirra tveggja verði Sif Gunnarsdóttir forsetaritari, Steinunn Valdís Óskarsdóttir skrifstofustjóri í ráðuneytinu og Þórdís Valsdóttir upplýsingafulltrúi í ráðuneytinu með í för. Þar segir að forseti Íslands hafi ekki heimsótt Kína frá því 2010 og forsætisráðherra Íslands ekki síðan 2013. Síðast hafi utanríkisráðherra Íslands sótt Kína heim árið 2018. „Forseta er boðið sem heiðursgesti að ávarpa 30 ára hátíðarfund kvennaráðstefnunnar í Peking sem haldinn er á vegum kínverskra stjórnvalda og UN Women mánudaginn 13. október. Forseti mun jafnframt eiga fund með forseta Kína. Þar gefst tækifæri til að ræða mikilvægi 30 ára hátíðarafundarins, tvíhliða samskipti ríkjanna og helstu áherslumál Íslands, m.a. á sviði loftslagsmála, mannréttinda og friðar,“ segir í tilkynningu. Á þriðjudaginn muni forseti svo taka þátt í opinberum fundi í sendiráði Íslands í Peking, þar sem höfuðefni fundarins verður mikilvægi jarðvarma sem orkugjafa og samstarf Íslands og Kína. Sendiráðið, sem fagnar 30 ára afmæli á árinu, eigi von á um 150 fundargestum úr stjórnsýslu Kína, atvinnulífinu, háskólasamfélaginu, alþjóðastofnunum og diplómatasamfélaginu. „Miðvikudaginn 15. október ferðast forseti til Shanghai. Þar mun hún meðal annars eiga fundi með leiðtogum borgarinnar og með fulltrúum íslenskra fyrirtækja. Fimmtudaginn 16. október ávarpar forseti ráðstefnu forystufólks í viðskiptum, stjórnmálum og alþjóðastofnunum og ræðir þar um ábyrg viðskipti og góða stjórnarhætti.“ „Einnig heimsækir hún íslenskan kynningarbás á sýningu um grænan iðnað og sjálfbæra neyslu. Föstudaginn 17. október tekur forseti m.a. þátt í samtali við nemendur CEIBS viðskiptaháskólans í Shanghai og heimsækir norrænu deildina við Fudan háskólann. Um kvöldið fer hún á tónleika City Chamber Orchestra of Hong Kong en á efnisskránni eru m.a. verk eftir íslensk samtímatónskáld.“ Í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í síðasta mánuði sagði Halla að Kínverjar litu til okkar með mikilli virðingu, og þeir hefðu mögulega áhuga á samstarfi við Íslendinga á sviði jarðvarma. Þá hefðu Bandaríkin auk þess gefið upp forystustöðu sína í alþjóðasamfélaginu. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslendingar erlendis Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá forsetaembættinu en þar segir að auk þeirra tveggja verði Sif Gunnarsdóttir forsetaritari, Steinunn Valdís Óskarsdóttir skrifstofustjóri í ráðuneytinu og Þórdís Valsdóttir upplýsingafulltrúi í ráðuneytinu með í för. Þar segir að forseti Íslands hafi ekki heimsótt Kína frá því 2010 og forsætisráðherra Íslands ekki síðan 2013. Síðast hafi utanríkisráðherra Íslands sótt Kína heim árið 2018. „Forseta er boðið sem heiðursgesti að ávarpa 30 ára hátíðarfund kvennaráðstefnunnar í Peking sem haldinn er á vegum kínverskra stjórnvalda og UN Women mánudaginn 13. október. Forseti mun jafnframt eiga fund með forseta Kína. Þar gefst tækifæri til að ræða mikilvægi 30 ára hátíðarafundarins, tvíhliða samskipti ríkjanna og helstu áherslumál Íslands, m.a. á sviði loftslagsmála, mannréttinda og friðar,“ segir í tilkynningu. Á þriðjudaginn muni forseti svo taka þátt í opinberum fundi í sendiráði Íslands í Peking, þar sem höfuðefni fundarins verður mikilvægi jarðvarma sem orkugjafa og samstarf Íslands og Kína. Sendiráðið, sem fagnar 30 ára afmæli á árinu, eigi von á um 150 fundargestum úr stjórnsýslu Kína, atvinnulífinu, háskólasamfélaginu, alþjóðastofnunum og diplómatasamfélaginu. „Miðvikudaginn 15. október ferðast forseti til Shanghai. Þar mun hún meðal annars eiga fundi með leiðtogum borgarinnar og með fulltrúum íslenskra fyrirtækja. Fimmtudaginn 16. október ávarpar forseti ráðstefnu forystufólks í viðskiptum, stjórnmálum og alþjóðastofnunum og ræðir þar um ábyrg viðskipti og góða stjórnarhætti.“ „Einnig heimsækir hún íslenskan kynningarbás á sýningu um grænan iðnað og sjálfbæra neyslu. Föstudaginn 17. október tekur forseti m.a. þátt í samtali við nemendur CEIBS viðskiptaháskólans í Shanghai og heimsækir norrænu deildina við Fudan háskólann. Um kvöldið fer hún á tónleika City Chamber Orchestra of Hong Kong en á efnisskránni eru m.a. verk eftir íslensk samtímatónskáld.“ Í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í síðasta mánuði sagði Halla að Kínverjar litu til okkar með mikilli virðingu, og þeir hefðu mögulega áhuga á samstarfi við Íslendinga á sviði jarðvarma. Þá hefðu Bandaríkin auk þess gefið upp forystustöðu sína í alþjóðasamfélaginu.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslendingar erlendis Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira