Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. október 2025 14:32 Jens Garðar var ekki ánægður með ákvörðun Höllu um að vitna til Maós í ræðu sinni á jafnréttisráðstefnu í Peking. Framkoma Höllu á ráðstefnunni var hluti af nokkurra daga opinberri heimsókn til Kína, í boði Xi Jinping, forseta landsins. Jens Garðar Helgason, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi orð Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í ræðustól Alþingis í dag. Ummælin sem Jens Garðar var ósáttur við féllu í opinberri heimsókn forseta til Kína, þar sem Halla vitnaði í Maó Zedong. Hann sagði embætti forseta mögulega þurfa leiðbeiningar frá Stjórnarráðinu vegna málsins. Jens Garðar kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar rifjaði hann upp að Halla hefði verið í opinberri heimsókn til Kína á dögunum, en hún var þar í boði Xi Jinping, forseta landsins, dagana 12. til 17. október. Einræðisríki undir stjórn kommúnista „Landið er einræðisríki og undir stjórn þarlends kommúnistaflokks. Einhver hefði nú spurt sig hvort ekki hefði verið meira tilefni fyrir forseta Íslands, með heimild ríkisstjórnarinnar, að heimsækja frekar einhvert af fjölmörgum lýðræðisríkjum heimsins, og styrkja samstöðu og samstarf milli þeirra. Ekki er vanþörf á í þeim skautunarheimi sem við búum í í dag,“ sagði Jens Garðar. Hann sagði steininn hins vegar hafa tekið úr þegar Halla vitnaði í ræðu sinni á kvennaráðstefninu í Peking til Maós Zedong, formanns kínverska kommúnistaflokksins frá 1943 til 1976. Í ræðu sinni sagði Halla: „Maó Zedong sagði eitt sinn: „Konur halda uppi helmingi himinsins.“ Nú um stundir verðum við að ganga skrefinu lengra og bæta við: Í heimi þar sem ójafnvægi ríkir hafa konur styrk til að lækna, visku til að vísa veginn og hugrekki til að ýta undir þær breytingar sem eru aðkallandi.“ Mögulega heppilegra að vitna til annarra „Maó af öllum einræðisherrum veraldarsögunnar, er líklega afkastamestur þeirra allra. Talið er að 60 til 65 milljónir manna hafi dáið undir hans harðstjórn, manngerðum hungursneyðum og pólitískum ofsóknum. Ég hefði haldið að forseti Íslands, kyndilberi frelsis, mannréttinda og lýðræðis, gæti vitnað í aðra en einræðisherra eins og Maó,“ sagði Jens Garðar. Hann sagðist jafnframt vona að um einangrað dæmi væri að ræða, en mögulega væri ástæða til þess að Stjórnarráðið færi yfir það með embætti forseta að betur færi á því að vitnað yrði til annarra en helstu einræðisherra mannkynssögunnar á opinberum vettvangi. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Kína Tengdar fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum segir ekki óeðlilegt að forseti Íslands hafi boðið forseta Kína í heimsókn á fundi þeirra í Peking í vikunni. Eðlilegt sé að boðið veki spurningar en slík heimsókn þurfi ekki að vera pólitísk. 16. október 2025 14:10 Halla og Þorbjörg á leið til Kína Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar. 11. október 2025 08:04 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira
Jens Garðar kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar rifjaði hann upp að Halla hefði verið í opinberri heimsókn til Kína á dögunum, en hún var þar í boði Xi Jinping, forseta landsins, dagana 12. til 17. október. Einræðisríki undir stjórn kommúnista „Landið er einræðisríki og undir stjórn þarlends kommúnistaflokks. Einhver hefði nú spurt sig hvort ekki hefði verið meira tilefni fyrir forseta Íslands, með heimild ríkisstjórnarinnar, að heimsækja frekar einhvert af fjölmörgum lýðræðisríkjum heimsins, og styrkja samstöðu og samstarf milli þeirra. Ekki er vanþörf á í þeim skautunarheimi sem við búum í í dag,“ sagði Jens Garðar. Hann sagði steininn hins vegar hafa tekið úr þegar Halla vitnaði í ræðu sinni á kvennaráðstefninu í Peking til Maós Zedong, formanns kínverska kommúnistaflokksins frá 1943 til 1976. Í ræðu sinni sagði Halla: „Maó Zedong sagði eitt sinn: „Konur halda uppi helmingi himinsins.“ Nú um stundir verðum við að ganga skrefinu lengra og bæta við: Í heimi þar sem ójafnvægi ríkir hafa konur styrk til að lækna, visku til að vísa veginn og hugrekki til að ýta undir þær breytingar sem eru aðkallandi.“ Mögulega heppilegra að vitna til annarra „Maó af öllum einræðisherrum veraldarsögunnar, er líklega afkastamestur þeirra allra. Talið er að 60 til 65 milljónir manna hafi dáið undir hans harðstjórn, manngerðum hungursneyðum og pólitískum ofsóknum. Ég hefði haldið að forseti Íslands, kyndilberi frelsis, mannréttinda og lýðræðis, gæti vitnað í aðra en einræðisherra eins og Maó,“ sagði Jens Garðar. Hann sagðist jafnframt vona að um einangrað dæmi væri að ræða, en mögulega væri ástæða til þess að Stjórnarráðið færi yfir það með embætti forseta að betur færi á því að vitnað yrði til annarra en helstu einræðisherra mannkynssögunnar á opinberum vettvangi.
Í ræðu sinni sagði Halla: „Maó Zedong sagði eitt sinn: „Konur halda uppi helmingi himinsins.“ Nú um stundir verðum við að ganga skrefinu lengra og bæta við: Í heimi þar sem ójafnvægi ríkir hafa konur styrk til að lækna, visku til að vísa veginn og hugrekki til að ýta undir þær breytingar sem eru aðkallandi.“
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Kína Tengdar fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum segir ekki óeðlilegt að forseti Íslands hafi boðið forseta Kína í heimsókn á fundi þeirra í Peking í vikunni. Eðlilegt sé að boðið veki spurningar en slík heimsókn þurfi ekki að vera pólitísk. 16. október 2025 14:10 Halla og Þorbjörg á leið til Kína Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar. 11. október 2025 08:04 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira
Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum segir ekki óeðlilegt að forseti Íslands hafi boðið forseta Kína í heimsókn á fundi þeirra í Peking í vikunni. Eðlilegt sé að boðið veki spurningar en slík heimsókn þurfi ekki að vera pólitísk. 16. október 2025 14:10
Halla og Þorbjörg á leið til Kína Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar. 11. október 2025 08:04