Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. október 2025 14:10 Halla Tómasdóttir forseti Íslands fundaði með Xi Jinping forseta Kína í heimsókn sinni til landsins í vikunni. Fréttastofa Xinhua Sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum segir ekki óeðlilegt að forseti Íslands hafi boðið forseta Kína í heimsókn á fundi þeirra í Peking í vikunni. Eðlilegt sé að boðið veki spurningar en slík heimsókn þurfi ekki að vera pólitísk. Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur undanfarna daga heimsótt Kína, þar sem hún dvaldi meðal annars í þrjá daga í Peking. Á þriðjudag fundaði hún með Xi Jinping forseta landsins í þrjátíu mínútur og á mánudag snæddi hún með honum hádegisverð, þar sem kollegarnir ræddu saman í eina og hálfa klukkustund. Boðið á óformlegum nótum Fjallað var um heimsókn Höllu og rætt við hana í Morgunblaðinu í gærmorgun. Í viðtalinu greinir Halla frá því að þau Xi hefðu rætt Íslandsheimsóknir þeirra hjóna árin 1979 og 1980 og heimsókn dóttur þeirra til landsins. Halla segist í kjölfarið hafa sagt við Xi að vildu þau heimsækja Ísland aftur yrði tekið vel á móti þeim. „Það er í raun ekkert óvenjulegt að forseti bjóði forseta. Miðað við það sem kom fram í þessari grein í Morgunblaðinu hljómar eins og þetta hafi verið á óformlegum nótum,“ segir Helgi Steinar Gunnlaugsson blaðamaður og alþjóðastjórnmálafræðingur. Heimsæki Xi Evrópu eigi hann allt eins erindi hingað eins og annað. Þyggi hann boðið yrði heimsóknin stór í sögulegu samhengi. „Þá verður þetta í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Kína heimsækir landið síðan 2002 þegar Jiang Zemin kom hingað. Þannig að það myndi vissulega marka ákveðin tímamót. Ég held að það yrði til marks um aukið samstarf og þátttöku Íslands, þó við séum smáþjóð þá munum við hafa meiri aðkomu í framtíðinni að löndum eins og Kína,“ segir Helgi. Ekki endilega Tróju-hestur Kínverjar hafa á undanförnum árum reynt að komast til meiri áhrifa á Norðurslóðum og fjárfestingar þeirra hérlendis verið harðlega gagnrýndar af mörgum. Helgi segir heimsókn Kínaforseta þrátt fyrir það ekki endilega pólitíska. „Það fer eftir samhenginu.Ef hún er bara að bjóða forsetanum í svona velvildarheimsókn þá er það ekkert frávik frá hlutverki forseta. Á komandi árum erum við að fara að sjá meiri pólitískar deilur á Norðurslóðum, ekki bara þegar kemur að Kína heldur líka með Rússland og Indverja,“ segir Helgi. „Allt sem Kína gerir er ekki endilega Tróju-hestur. Oftar en ekki sjá þeir líka fyrir sér að þeir græði meira á því að vera í góðu samstarfi við þær þjóðir sem eru með eitthvað, sem þeir vilja, heldur en að grafa undan trúverðugleika sínum með því að vera með einhver hliðaráhorf sem gætu haft neikvæð áhrif á samskiptin síðar meir.“ Kína Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur undanfarna daga heimsótt Kína, þar sem hún dvaldi meðal annars í þrjá daga í Peking. Á þriðjudag fundaði hún með Xi Jinping forseta landsins í þrjátíu mínútur og á mánudag snæddi hún með honum hádegisverð, þar sem kollegarnir ræddu saman í eina og hálfa klukkustund. Boðið á óformlegum nótum Fjallað var um heimsókn Höllu og rætt við hana í Morgunblaðinu í gærmorgun. Í viðtalinu greinir Halla frá því að þau Xi hefðu rætt Íslandsheimsóknir þeirra hjóna árin 1979 og 1980 og heimsókn dóttur þeirra til landsins. Halla segist í kjölfarið hafa sagt við Xi að vildu þau heimsækja Ísland aftur yrði tekið vel á móti þeim. „Það er í raun ekkert óvenjulegt að forseti bjóði forseta. Miðað við það sem kom fram í þessari grein í Morgunblaðinu hljómar eins og þetta hafi verið á óformlegum nótum,“ segir Helgi Steinar Gunnlaugsson blaðamaður og alþjóðastjórnmálafræðingur. Heimsæki Xi Evrópu eigi hann allt eins erindi hingað eins og annað. Þyggi hann boðið yrði heimsóknin stór í sögulegu samhengi. „Þá verður þetta í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Kína heimsækir landið síðan 2002 þegar Jiang Zemin kom hingað. Þannig að það myndi vissulega marka ákveðin tímamót. Ég held að það yrði til marks um aukið samstarf og þátttöku Íslands, þó við séum smáþjóð þá munum við hafa meiri aðkomu í framtíðinni að löndum eins og Kína,“ segir Helgi. Ekki endilega Tróju-hestur Kínverjar hafa á undanförnum árum reynt að komast til meiri áhrifa á Norðurslóðum og fjárfestingar þeirra hérlendis verið harðlega gagnrýndar af mörgum. Helgi segir heimsókn Kínaforseta þrátt fyrir það ekki endilega pólitíska. „Það fer eftir samhenginu.Ef hún er bara að bjóða forsetanum í svona velvildarheimsókn þá er það ekkert frávik frá hlutverki forseta. Á komandi árum erum við að fara að sjá meiri pólitískar deilur á Norðurslóðum, ekki bara þegar kemur að Kína heldur líka með Rússland og Indverja,“ segir Helgi. „Allt sem Kína gerir er ekki endilega Tróju-hestur. Oftar en ekki sjá þeir líka fyrir sér að þeir græði meira á því að vera í góðu samstarfi við þær þjóðir sem eru með eitthvað, sem þeir vilja, heldur en að grafa undan trúverðugleika sínum með því að vera með einhver hliðaráhorf sem gætu haft neikvæð áhrif á samskiptin síðar meir.“
Kína Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira