Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. október 2025 18:33 Svandís segist þekkja þjónustu Ljóssins vel. Hún hafi nýtt sér hana bæði sem krabbameinssjúklingur og aðstandandi og hafi áður kynnst henni sem heilbrigðisráðherra. Hún segir starfsemi samtakanna gríðarlega mikilvæga. Vilhelm/Anton Brink Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og formaður Vinstri grænna segir ummæli forsætisráðherra um að Ljósið séu samtök úti í bæ óvirðingu. Hún segist sammála ráðherra um að framlög til samtakanna ættu að ráðast í gegnum langtímasamninga frekar en í fjárlögum en hefur áhyggjur af lækkun framlaga til þjónustu sem sé krabbameinsgreindum nauðsynleg. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að henni þætti starf Ljóssins mikilvægt en hún vildi frekar að framlög til samtakanna yrðu tryggð með langtímasamningum. Tilefnið var nýleg umfjöllun um að samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir 200 milljón króna viðbótarframlagi til Ljóssins. Framlagið var einskiptisframlag, „ekki framlag sem er búið að vera hér í mörg ár,“ sagði Kristrún meðal annars í svarinu sínu. Svandís Svavarsdóttir gegndi embætti heilbrigðisráðherra árin 2017 til 2021 og segist í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis þá hafa kynnst starfsemi Ljóssins. Síðar hafi hún nýtt sér þjónustu samtakanna, bæði sem sjúklingur og sem aðstandandi en hún glímdi við brjóstakrabbamein í fyrra. Henni þykir að samtökunum vegið með því að kalla þau „samtök úti í bæ“ og segir að þau séu hreinlega hluti af heilbrigðiskerfinu. „Þetta er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, starfar með leyfi frá embætti Landlæknis og er í mjög nánu samstarfi við Landspítalann. Það er öllum krabbameinsgreindum vísað þangað í endurhæfingu. Þetta er viðurkennt heilbrigðisúrræði og starfsemi sem sparar ríkinu verulegan kostnað,“ segir Svandís. Ekki spurning um að bjarga góðgerðarsamtökum Hún bendir á að endurhæfing sé hvergi annars staðar veitt á grundvelli iðjuþjálfunar. Þar sé sjúkraþjálfun, sálfræðiþjónusta, næringarráðgjöf og fleira aðgengilegt. Endurhæfingin sé studd og viðurkennd af opinberum aðilum og hlekkur í þjónustu við krabbameinsgreinda. „Og það er ótækt að tala um það eins og það sé hvaða samtök sem er úti í bæ,“ segir Svandís. Hún segir fjárhagsvanda Ljóssins beina afleiðingu af því að þjónustusamningur við samtökin sé útrunninn. Við gerð fjárlaga síðasta árs hafi þáverandi formaður fjárlaganefndar reiknað með að framlagið yrði hærra í ár. Í fjárlagafrumvarpi þessa árs sé gert ráð fyrir 283 milljónum til Ljóssins, fjörutíu prósent minna en í fyrra. Svandís bendir á að krabbameinsgreiningum fjölgi verulega milli ára og því þurfi að búa vel að þjónustu Ljóssins. „Þetta er ekki spurning um að bjarga góðgerðarsamtökum heldur að tryggja að fólk sem greinist með krabbamein fái þá endurhæfingu sem íslenskt heilbrigðiskerfi hefur sjálft viðurkennt og undirstrikað að sé nauðsynleg. Og það er óvirðing gagnvart fólki sem vinnur í ljósinu og gagnvart sjúklingum að tala þannig að heilbrigðisþjónusta sem Landspítalinn sjálfur hefur byggt á sé fjármögnun samtaka úti í bæ.“ Krabbamein Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Vinstri græn Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagasamtök Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að henni þætti starf Ljóssins mikilvægt en hún vildi frekar að framlög til samtakanna yrðu tryggð með langtímasamningum. Tilefnið var nýleg umfjöllun um að samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir 200 milljón króna viðbótarframlagi til Ljóssins. Framlagið var einskiptisframlag, „ekki framlag sem er búið að vera hér í mörg ár,“ sagði Kristrún meðal annars í svarinu sínu. Svandís Svavarsdóttir gegndi embætti heilbrigðisráðherra árin 2017 til 2021 og segist í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis þá hafa kynnst starfsemi Ljóssins. Síðar hafi hún nýtt sér þjónustu samtakanna, bæði sem sjúklingur og sem aðstandandi en hún glímdi við brjóstakrabbamein í fyrra. Henni þykir að samtökunum vegið með því að kalla þau „samtök úti í bæ“ og segir að þau séu hreinlega hluti af heilbrigðiskerfinu. „Þetta er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, starfar með leyfi frá embætti Landlæknis og er í mjög nánu samstarfi við Landspítalann. Það er öllum krabbameinsgreindum vísað þangað í endurhæfingu. Þetta er viðurkennt heilbrigðisúrræði og starfsemi sem sparar ríkinu verulegan kostnað,“ segir Svandís. Ekki spurning um að bjarga góðgerðarsamtökum Hún bendir á að endurhæfing sé hvergi annars staðar veitt á grundvelli iðjuþjálfunar. Þar sé sjúkraþjálfun, sálfræðiþjónusta, næringarráðgjöf og fleira aðgengilegt. Endurhæfingin sé studd og viðurkennd af opinberum aðilum og hlekkur í þjónustu við krabbameinsgreinda. „Og það er ótækt að tala um það eins og það sé hvaða samtök sem er úti í bæ,“ segir Svandís. Hún segir fjárhagsvanda Ljóssins beina afleiðingu af því að þjónustusamningur við samtökin sé útrunninn. Við gerð fjárlaga síðasta árs hafi þáverandi formaður fjárlaganefndar reiknað með að framlagið yrði hærra í ár. Í fjárlagafrumvarpi þessa árs sé gert ráð fyrir 283 milljónum til Ljóssins, fjörutíu prósent minna en í fyrra. Svandís bendir á að krabbameinsgreiningum fjölgi verulega milli ára og því þurfi að búa vel að þjónustu Ljóssins. „Þetta er ekki spurning um að bjarga góðgerðarsamtökum heldur að tryggja að fólk sem greinist með krabbamein fái þá endurhæfingu sem íslenskt heilbrigðiskerfi hefur sjálft viðurkennt og undirstrikað að sé nauðsynleg. Og það er óvirðing gagnvart fólki sem vinnur í ljósinu og gagnvart sjúklingum að tala þannig að heilbrigðisþjónusta sem Landspítalinn sjálfur hefur byggt á sé fjármögnun samtaka úti í bæ.“
Krabbamein Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Vinstri græn Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagasamtök Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Sjá meira