„Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2025 21:39 Arnar Gunnlaugsson var að vonum ánægður með sína sveit eftir leikinn í kvöld. vísir/anton Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson kvaðst afar stoltur af íslenska liðinu eftir jafnteflið við það franska, 2-2, í undankeppni HM 2026 í kvöld. Hann hrósaði sínum mönnum fyrir mikla baráttu, dugnað og góða leikstjórn. „Þetta var ótrúlegt framlag frá strákunum í kvöld. Hver maður barðist til síðasta blóðdropa. Þetta var erfiður leikur gegn frábæru liði, ekki bara fótboltaliði heldur líka líkamlega sterku liði, en við börðumst fram á síðustu mínútu og sýndum sterkan karakter og lærðum líka svolítið af síðasta leik,“ sagði Arnar í samtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. „Við vorum agaðir og skipulagðir. Auðvitað kom það einstaka sinnum fyrir að þeir náðu að brjóta okkur á bak aftur enda fljótir og leiknir. En við héldum okkur alltaf inni í augnablikinu og ég var ánægðastur með það. Þú vilt að liðið sé að bæta sig leik frá leik.“ Skömmu fyrir jöfnunarmark Frakka gerði Arnar skiptingu, setti Jón Dag Þorsteinsson inn á fyrir Loga Tómasson og færði Mikael Egil Ellertsson yfir á vinstri kantinn. Það virtist riðla varnarleik Íslands. Þeirra gír er kraftmeiri en okkar „Maður sá að um leið og við skoruðum í fyrri hálfleik skiptu þeir um gír. Boltinn gekk hraðar, þeir voru sterkari í návígum og í hálfleik töluðum við um að við þyrftum að bæta okkur um gír líka. En þeirra gír er aðeins kraftmeiri en okkar. Síðan er oft happa og glappa hvernig þær takast til en svo kom jöfnunarmarkið upp hægra megin. Það var frábært mark,“ sagði Arnar. „Ég var ánægður með það. Það er einmanalegt úti á velli þegar þú lendir svona undir og ég þekki þessa tilfinningu sjálfur, þegar þú ert að spila á móti sterku liði getur þér liðið mjög illa. En þeir sem komu inn á stóðu sig allir hrikalega vel, voru fljótir að koma sér inn í leikinn og við þurftum líka að skipta þar sem menn voru gjörsamlega búnir á því. Við þurftum að fá ferskar lappir inn og ég gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum.“ Hefðum tapað 12-0 Arnar var ánægður með hvernig Ísland svaraði fyrir sig eftir að hafa lent undir. „Það sem ég var ánægðastur með í kvöld var að inn á milli náðum við góðum pressuköflum. En það sáu það allir að ef við hefðum gert það í níutíu mínútur hefðum við tapað þessum leik 12-0. Við áttum okkar augnablik sem er nauðsynlegt því ef við hefðum setið í lágblokk allan leikinn hefði þetta endað illa,“ sagði Arnar. „Við náðum allt í lagi spilköflum, sérstaklega í fyrri hálfleik en minna í þeim seinni. En ég held að það hafi verið út af því að kollegi minn [Didier Deschamps] hafi öskrað aðeins á þá í hálfleik og beðið þá um að ýta liðinu ofar, taka meira á því og fá meiri hraða. En leikstjórn okkar í kvöld var virkilega til fyrirmyndar.“ Frábært stig í kvöld Ísland fékk eitt stig út úr leikjunum tveimur í þessum landsleikjaglugga. Arnar hefði viljað hafa þau fleiri en gengur sáttur frá borði með frammistöðu íslenska liðsins. „Hver leikur er ótrúlega mikilvægur og erfiður og allir þurfa að vera með einbeitinguna í lagi; ég, leikmenn og þjóðin þannig að við séum samstíga í þessu. Þessi gluggi fór ekki alveg jafn vel og við vonuðumst eftir stigalega séð en við fengum frábæra frammistöðu á móti Úkraínu og frábært stig í kvöld. Aldrei gleyma því,“ sagði Arnar. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir „Pirraður því við áttum meira skilið“ Eduardo Camavinga, stjörnuleikmaður Real Madrid og franska landsliðsins, fór svekktur af Laugardalsvelli í kvöld og sagði Frakka hafa verðskuldað sigur gegn Íslandi. 13. október 2025 21:37 „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Það er ekki oft sem maður nær í úrslit á móti einu besta liði heims. Þetta er aðeins önnur tilfinning en á föstudaginn“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson glaður í bragði eftir 2-2 jafntefli Íslands við Frakkland í undankeppni HM. 13. október 2025 21:37 Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 2-2 jafntefli við Frakkland á Laugardalsvelli í kvöld og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins, að mati íþróttadeildar Sýnar. 13. október 2025 21:13 Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Tuttugu og sjö árum eftir jafnteflið fræga við heimsmeistara Frakka á Laugardalsvelli gerði íslenska karlalandsliðið í fótbolta annað jafntefli við Frakka á sama velli í kvöld. Lokatölur 2-2. 13. október 2025 21:00 Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Ísland og Frakkland áttust við í afar mikilvægum leik á Laugardalsvelli, í undankeppni HM karla í fótbolta sem lauk með 2-2 jafntefli. 13. október 2025 19:41 X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar Ísland gerði 2-2 jafntefli við Frakkland í háspennuleik á Laugardalsvelli og landsmenn tjáðu skoðanir sínar á samfélagsmiðlinum X. 13. október 2025 20:58 „Ég vildi bara reyna að setja annað“ „Geggjuð tilfinning. Maður fékk gæsahúð við að sjá boltann í netinu,“ sagði Kristian Hlynsson eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið sem tryggði Íslandi stig gegn franska stórliðinu í Laugardalnum í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 13. október 2025 20:55 Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Úkraína er áfram í 2. sæti í riðli Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta, eftir 2-1 sigur gegn Aserbaísjan á heimavelli sínum í Póllandi. 13. október 2025 20:42 Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Fleiri fréttir Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Sjá meira
„Þetta var ótrúlegt framlag frá strákunum í kvöld. Hver maður barðist til síðasta blóðdropa. Þetta var erfiður leikur gegn frábæru liði, ekki bara fótboltaliði heldur líka líkamlega sterku liði, en við börðumst fram á síðustu mínútu og sýndum sterkan karakter og lærðum líka svolítið af síðasta leik,“ sagði Arnar í samtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. „Við vorum agaðir og skipulagðir. Auðvitað kom það einstaka sinnum fyrir að þeir náðu að brjóta okkur á bak aftur enda fljótir og leiknir. En við héldum okkur alltaf inni í augnablikinu og ég var ánægðastur með það. Þú vilt að liðið sé að bæta sig leik frá leik.“ Skömmu fyrir jöfnunarmark Frakka gerði Arnar skiptingu, setti Jón Dag Þorsteinsson inn á fyrir Loga Tómasson og færði Mikael Egil Ellertsson yfir á vinstri kantinn. Það virtist riðla varnarleik Íslands. Þeirra gír er kraftmeiri en okkar „Maður sá að um leið og við skoruðum í fyrri hálfleik skiptu þeir um gír. Boltinn gekk hraðar, þeir voru sterkari í návígum og í hálfleik töluðum við um að við þyrftum að bæta okkur um gír líka. En þeirra gír er aðeins kraftmeiri en okkar. Síðan er oft happa og glappa hvernig þær takast til en svo kom jöfnunarmarkið upp hægra megin. Það var frábært mark,“ sagði Arnar. „Ég var ánægður með það. Það er einmanalegt úti á velli þegar þú lendir svona undir og ég þekki þessa tilfinningu sjálfur, þegar þú ert að spila á móti sterku liði getur þér liðið mjög illa. En þeir sem komu inn á stóðu sig allir hrikalega vel, voru fljótir að koma sér inn í leikinn og við þurftum líka að skipta þar sem menn voru gjörsamlega búnir á því. Við þurftum að fá ferskar lappir inn og ég gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum.“ Hefðum tapað 12-0 Arnar var ánægður með hvernig Ísland svaraði fyrir sig eftir að hafa lent undir. „Það sem ég var ánægðastur með í kvöld var að inn á milli náðum við góðum pressuköflum. En það sáu það allir að ef við hefðum gert það í níutíu mínútur hefðum við tapað þessum leik 12-0. Við áttum okkar augnablik sem er nauðsynlegt því ef við hefðum setið í lágblokk allan leikinn hefði þetta endað illa,“ sagði Arnar. „Við náðum allt í lagi spilköflum, sérstaklega í fyrri hálfleik en minna í þeim seinni. En ég held að það hafi verið út af því að kollegi minn [Didier Deschamps] hafi öskrað aðeins á þá í hálfleik og beðið þá um að ýta liðinu ofar, taka meira á því og fá meiri hraða. En leikstjórn okkar í kvöld var virkilega til fyrirmyndar.“ Frábært stig í kvöld Ísland fékk eitt stig út úr leikjunum tveimur í þessum landsleikjaglugga. Arnar hefði viljað hafa þau fleiri en gengur sáttur frá borði með frammistöðu íslenska liðsins. „Hver leikur er ótrúlega mikilvægur og erfiður og allir þurfa að vera með einbeitinguna í lagi; ég, leikmenn og þjóðin þannig að við séum samstíga í þessu. Þessi gluggi fór ekki alveg jafn vel og við vonuðumst eftir stigalega séð en við fengum frábæra frammistöðu á móti Úkraínu og frábært stig í kvöld. Aldrei gleyma því,“ sagði Arnar.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir „Pirraður því við áttum meira skilið“ Eduardo Camavinga, stjörnuleikmaður Real Madrid og franska landsliðsins, fór svekktur af Laugardalsvelli í kvöld og sagði Frakka hafa verðskuldað sigur gegn Íslandi. 13. október 2025 21:37 „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Það er ekki oft sem maður nær í úrslit á móti einu besta liði heims. Þetta er aðeins önnur tilfinning en á föstudaginn“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson glaður í bragði eftir 2-2 jafntefli Íslands við Frakkland í undankeppni HM. 13. október 2025 21:37 Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 2-2 jafntefli við Frakkland á Laugardalsvelli í kvöld og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins, að mati íþróttadeildar Sýnar. 13. október 2025 21:13 Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Tuttugu og sjö árum eftir jafnteflið fræga við heimsmeistara Frakka á Laugardalsvelli gerði íslenska karlalandsliðið í fótbolta annað jafntefli við Frakka á sama velli í kvöld. Lokatölur 2-2. 13. október 2025 21:00 Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Ísland og Frakkland áttust við í afar mikilvægum leik á Laugardalsvelli, í undankeppni HM karla í fótbolta sem lauk með 2-2 jafntefli. 13. október 2025 19:41 X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar Ísland gerði 2-2 jafntefli við Frakkland í háspennuleik á Laugardalsvelli og landsmenn tjáðu skoðanir sínar á samfélagsmiðlinum X. 13. október 2025 20:58 „Ég vildi bara reyna að setja annað“ „Geggjuð tilfinning. Maður fékk gæsahúð við að sjá boltann í netinu,“ sagði Kristian Hlynsson eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið sem tryggði Íslandi stig gegn franska stórliðinu í Laugardalnum í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 13. október 2025 20:55 Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Úkraína er áfram í 2. sæti í riðli Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta, eftir 2-1 sigur gegn Aserbaísjan á heimavelli sínum í Póllandi. 13. október 2025 20:42 Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Fleiri fréttir Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Sjá meira
„Pirraður því við áttum meira skilið“ Eduardo Camavinga, stjörnuleikmaður Real Madrid og franska landsliðsins, fór svekktur af Laugardalsvelli í kvöld og sagði Frakka hafa verðskuldað sigur gegn Íslandi. 13. október 2025 21:37
„Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Það er ekki oft sem maður nær í úrslit á móti einu besta liði heims. Þetta er aðeins önnur tilfinning en á föstudaginn“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson glaður í bragði eftir 2-2 jafntefli Íslands við Frakkland í undankeppni HM. 13. október 2025 21:37
Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 2-2 jafntefli við Frakkland á Laugardalsvelli í kvöld og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins, að mati íþróttadeildar Sýnar. 13. október 2025 21:13
Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Tuttugu og sjö árum eftir jafnteflið fræga við heimsmeistara Frakka á Laugardalsvelli gerði íslenska karlalandsliðið í fótbolta annað jafntefli við Frakka á sama velli í kvöld. Lokatölur 2-2. 13. október 2025 21:00
Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Ísland og Frakkland áttust við í afar mikilvægum leik á Laugardalsvelli, í undankeppni HM karla í fótbolta sem lauk með 2-2 jafntefli. 13. október 2025 19:41
X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar Ísland gerði 2-2 jafntefli við Frakkland í háspennuleik á Laugardalsvelli og landsmenn tjáðu skoðanir sínar á samfélagsmiðlinum X. 13. október 2025 20:58
„Ég vildi bara reyna að setja annað“ „Geggjuð tilfinning. Maður fékk gæsahúð við að sjá boltann í netinu,“ sagði Kristian Hlynsson eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið sem tryggði Íslandi stig gegn franska stórliðinu í Laugardalnum í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. 13. október 2025 20:55
Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Úkraína er áfram í 2. sæti í riðli Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta, eftir 2-1 sigur gegn Aserbaísjan á heimavelli sínum í Póllandi. 13. október 2025 20:42