Rooney er ósammála Gerrard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2025 09:00 Wayne Rooney og Steven Gerrard léku 71 landsleik saman á sínum tíma með enska landsliðinu. Getty/Stuart Franklin Wayne Rooney er alls ekki á því að núverandi enska landsliðið í fótbolta hafi betra hugarfar en „gullkynslóðin“ hans eins og fyrrum landsliðsfélagi hans Steven Gerrard hélt fram í vikunni. Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins, olli miklu fjaðrafoki í vikunni þegar hann sagði að skort þeirra á titlum mætti rekja til þess að lykilleikmenn hafi verið „sjálfhverfir lúserar.“ Gerrard, sem sjálfur spilaði 114 landsleiki fyrir England á árunum 2000 til 2014, sagði: „Við vorum ekki lið.“ Rooney taldi ástæðu til að svara þessum ummælum í hlaðvarpi sínu The Wayne Rooney Show. Roy Keane and Wayne Rooney respond to Steven Gerrard's "egotistical losers" comment 🗣️ pic.twitter.com/9JdBI5INam— ESPN UK (@ESPNUK) October 10, 2025 Manchester United-goðsögnin er ekki sammála Gerrard, en þeir spiluðu saman í hæfileikaríkri kynslóð sem innihélt leikmenn á borð við Paul Scholes, David Beckham og Michael Owen. Rooney spilaði 120 landsleiki fyrir England á fimmtán árum og skoraði 53 mörk en aðeins Harry Kane hefur skorað fleiri mörk fyrir enska landsliðið. Hvorugur komst í undanúrslit Hvorki Gerrard né Rooney komust lengra en í undanúrslit á stórmóti með Englandi, á meðan þessi kynslóð sem er í liðinu í dag komst í úrslitaleiki EM 2020 og 2024 og undanúrslit HM 2022. „Við unnum auðvitað ekkert. Ég myndi ekki orða þetta alveg svona en ég skil hvað hann er að meina. Það voru margir stórir karakterar í búningsklefanum,“ sagði Rooney. „Ég myndi ekki segja að núverandi enska landsliðið hafi betra hugarfar. Það er vanvirðing við okkur sem leikmenn því við lögðum hart að okkur, við reyndum. Okkur tókst bara ekki að ná því,“ sagði Rooney. Við hefðum getað það „Jafnvel þegar maður lítur til baka með þá leikmenn sem við höfðum, hefðum við getað gert betur? Við hefðum getað það en það átti ekki að verða,“ sagði Rooney. Fyrrverandi framherji Manchester United útskýrði enn fremur að samband leikmanna frá keppinautaliðum í deildinni hafi batnað. „Það sem við sjáum núna eru [keppinautar] sem æfa saman áður en þeir fara saman aftur á undirbúningstímabilið, til dæmis Phil Foden og Marcus Rashford. Þetta er önnur kynslóð. Stóra málið er að fjölmiðlaumfjöllunin er miklu betri. Leikmennirnir ná betur til fjölmiðla. Utan frá gefur það betri tilfinningu,“ sagði Rooney. Erfitt samband við leikmenn Liverpool Gerrard sagði að sumir leikmenn Manchester United og Liverpool hefðu betra samband sem sparkspekingar en þeir höfðu þegar þeir spiluðu fyrir England. „Mér fannst ég ekki vera hluti af liði. Mér fannst ég ekki tengjast liðsfélögum mínum, með Englandi,“ sagði Gerrard í hlaðvarpinu Rio Ferdinand Presents. Rooney tók undir með Liverpool-goðsögninni og bætti við: „Það var erfitt að hafa þetta samband við leikmenn Liverpool og Man Utd. Það er auðveldara núna,“ sagði Rooney. Enski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins, olli miklu fjaðrafoki í vikunni þegar hann sagði að skort þeirra á titlum mætti rekja til þess að lykilleikmenn hafi verið „sjálfhverfir lúserar.“ Gerrard, sem sjálfur spilaði 114 landsleiki fyrir England á árunum 2000 til 2014, sagði: „Við vorum ekki lið.“ Rooney taldi ástæðu til að svara þessum ummælum í hlaðvarpi sínu The Wayne Rooney Show. Roy Keane and Wayne Rooney respond to Steven Gerrard's "egotistical losers" comment 🗣️ pic.twitter.com/9JdBI5INam— ESPN UK (@ESPNUK) October 10, 2025 Manchester United-goðsögnin er ekki sammála Gerrard, en þeir spiluðu saman í hæfileikaríkri kynslóð sem innihélt leikmenn á borð við Paul Scholes, David Beckham og Michael Owen. Rooney spilaði 120 landsleiki fyrir England á fimmtán árum og skoraði 53 mörk en aðeins Harry Kane hefur skorað fleiri mörk fyrir enska landsliðið. Hvorugur komst í undanúrslit Hvorki Gerrard né Rooney komust lengra en í undanúrslit á stórmóti með Englandi, á meðan þessi kynslóð sem er í liðinu í dag komst í úrslitaleiki EM 2020 og 2024 og undanúrslit HM 2022. „Við unnum auðvitað ekkert. Ég myndi ekki orða þetta alveg svona en ég skil hvað hann er að meina. Það voru margir stórir karakterar í búningsklefanum,“ sagði Rooney. „Ég myndi ekki segja að núverandi enska landsliðið hafi betra hugarfar. Það er vanvirðing við okkur sem leikmenn því við lögðum hart að okkur, við reyndum. Okkur tókst bara ekki að ná því,“ sagði Rooney. Við hefðum getað það „Jafnvel þegar maður lítur til baka með þá leikmenn sem við höfðum, hefðum við getað gert betur? Við hefðum getað það en það átti ekki að verða,“ sagði Rooney. Fyrrverandi framherji Manchester United útskýrði enn fremur að samband leikmanna frá keppinautaliðum í deildinni hafi batnað. „Það sem við sjáum núna eru [keppinautar] sem æfa saman áður en þeir fara saman aftur á undirbúningstímabilið, til dæmis Phil Foden og Marcus Rashford. Þetta er önnur kynslóð. Stóra málið er að fjölmiðlaumfjöllunin er miklu betri. Leikmennirnir ná betur til fjölmiðla. Utan frá gefur það betri tilfinningu,“ sagði Rooney. Erfitt samband við leikmenn Liverpool Gerrard sagði að sumir leikmenn Manchester United og Liverpool hefðu betra samband sem sparkspekingar en þeir höfðu þegar þeir spiluðu fyrir England. „Mér fannst ég ekki vera hluti af liði. Mér fannst ég ekki tengjast liðsfélögum mínum, með Englandi,“ sagði Gerrard í hlaðvarpinu Rio Ferdinand Presents. Rooney tók undir með Liverpool-goðsögninni og bætti við: „Það var erfitt að hafa þetta samband við leikmenn Liverpool og Man Utd. Það er auðveldara núna,“ sagði Rooney.
Enski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira