Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2025 09:03 Formaður Nóbelsnefndarinnar sagði gildi Maríu og áratuga baráttu hennar samræmast gildum verðlaunanna. Vísir/Getty Norska Nóbelsnefndin tilkynnti rétt í þessu að María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. Í tilkynningu nefndarinnar kom fram að verðlaunin færu til hugrakkrar konu og hún fengi verðlaunin fyrir sleitulausa baráttu sína fyrir lýðræði í Venesúela og að tryggja friðsamleg umskipti til lýðræðis frá einræði í Venesúela. Í tilkynningunni kom fram að Maria hefði sameinað stjórnarandstöðuna í Venesúela sem áður hafði verið sundruð. Ítrekað var mikilvægi þess að verja lýðræðið. Venesúela hefði þróast frá því að vera farsælt lýðræðisríki en að í dag væri krísa þar. Allt of margir lifi í fátækt. Um átta milljónir hafi flúið og stjórnarandstaðan orðið fyrir ítrekuðum árásum og verið fangelsuð. Starf í stjórnarandstöðu í Venesúela sé gríðarlega hættulegt og sem stofnandi Sumate hafi hún ávallt staðið fyrir þeim lýðræðislegu gildum, mannréttindum og sjálfstæðum dómstólum. Hún hafi varið áratugum í að verja frelsi Venesúelabúa. Maria Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. Vísir/EPA Meinað að bjóða sig fram Machado var leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela þegar umdeildar forsetakosningar fóru fram þar í fyrra. Henni var þó sjálfri meinað að bjóða sig fram. Stjórnarandstaðan taldi sig hafa sigrað Nicolás Maduro forseta og lagði fram gögn úr kosningavélum máli sínu til stuðnings. Þrátt fyrir það lýsti opinber kjörstjórn Maduro sigurvegara. Alþjóðlegar stofnanir og vestræn ríki hafa lýst yfir miklum efasemdum um heilindi kosninganna. Machado sakaði Maduro um að hafa haft rangt við í kosningunum og fór í kjölfarið í felur. Hún tók engu að síður þátt í mótmælum vitandi að hún ætti yfir höfuð sér að vera handtekin. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela á síðasta ári hafi skort gegnsæi og heilindi. Sýnt frá fundi í morgun Sýnt var beint frá fréttamannafundinum þar sem formaður nefndarinnar tilkynnti um verðlaunahafa klukkan níu í morgun. Barátta fyrir kjarnorkulausum heimi og gegn kúgun kvenna Búið er að veita friðarverðlaun Nóbels 105 sinnum frá árinu 1901. Alls voru 338 tilnefndir til verðlaunanna í ár. Tilnefningum er haldið leyndum í fimmtíu ár eftir að verðlaunin eru veitt. Alls hafa 111 einstaklingar og 28 samtök hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels. Yngsta manneskjan til að hljóta þau er Malala Yousafzai en hún var 17 ára og elsta manneskan er Joseph Rotblat en hann var 86 ára. Japönsku samtökin Nihon Hidankyo sem voru stofnuð af eftirlifendum kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki hlutu friðarverðlaun Nóbels í fyrra. Verðlaunin fenug þau fyrir baráttu sína fyrir kjarnorkuvopnalausum heimi og fyrir að sýna með eigin vitnisburði hvers vegna aldrei megi beita kjarnavopnum aftur. Íranska baráttukonan og mannréttindafrömuðurinn Narges Mohammadi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið áður, 2023, fyrir baráttu sína gegn kúgun kvenna í Íran og baráttu fyrir mannréttindum og frelsi allra. Venesúela Nóbelsverðlaun Noregur Tengdar fréttir Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. 10. október 2025 06:56 László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Ungverski rithöfundurinn og handritshöfundurinn László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 9. október 2025 11:06 Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim Susumu Kitagawa, Richard Robson og Omar M. Yaghi Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir „þróun málmlífrænna grinda“. 8. október 2025 10:05 Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim John Clarke, Michel H. Devoret og John M. Martinis Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 7. október 2025 10:24 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Sjá meira
Í tilkynningu nefndarinnar kom fram að verðlaunin færu til hugrakkrar konu og hún fengi verðlaunin fyrir sleitulausa baráttu sína fyrir lýðræði í Venesúela og að tryggja friðsamleg umskipti til lýðræðis frá einræði í Venesúela. Í tilkynningunni kom fram að Maria hefði sameinað stjórnarandstöðuna í Venesúela sem áður hafði verið sundruð. Ítrekað var mikilvægi þess að verja lýðræðið. Venesúela hefði þróast frá því að vera farsælt lýðræðisríki en að í dag væri krísa þar. Allt of margir lifi í fátækt. Um átta milljónir hafi flúið og stjórnarandstaðan orðið fyrir ítrekuðum árásum og verið fangelsuð. Starf í stjórnarandstöðu í Venesúela sé gríðarlega hættulegt og sem stofnandi Sumate hafi hún ávallt staðið fyrir þeim lýðræðislegu gildum, mannréttindum og sjálfstæðum dómstólum. Hún hafi varið áratugum í að verja frelsi Venesúelabúa. Maria Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. Vísir/EPA Meinað að bjóða sig fram Machado var leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela þegar umdeildar forsetakosningar fóru fram þar í fyrra. Henni var þó sjálfri meinað að bjóða sig fram. Stjórnarandstaðan taldi sig hafa sigrað Nicolás Maduro forseta og lagði fram gögn úr kosningavélum máli sínu til stuðnings. Þrátt fyrir það lýsti opinber kjörstjórn Maduro sigurvegara. Alþjóðlegar stofnanir og vestræn ríki hafa lýst yfir miklum efasemdum um heilindi kosninganna. Machado sakaði Maduro um að hafa haft rangt við í kosningunum og fór í kjölfarið í felur. Hún tók engu að síður þátt í mótmælum vitandi að hún ætti yfir höfuð sér að vera handtekin. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela á síðasta ári hafi skort gegnsæi og heilindi. Sýnt frá fundi í morgun Sýnt var beint frá fréttamannafundinum þar sem formaður nefndarinnar tilkynnti um verðlaunahafa klukkan níu í morgun. Barátta fyrir kjarnorkulausum heimi og gegn kúgun kvenna Búið er að veita friðarverðlaun Nóbels 105 sinnum frá árinu 1901. Alls voru 338 tilnefndir til verðlaunanna í ár. Tilnefningum er haldið leyndum í fimmtíu ár eftir að verðlaunin eru veitt. Alls hafa 111 einstaklingar og 28 samtök hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels. Yngsta manneskjan til að hljóta þau er Malala Yousafzai en hún var 17 ára og elsta manneskan er Joseph Rotblat en hann var 86 ára. Japönsku samtökin Nihon Hidankyo sem voru stofnuð af eftirlifendum kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki hlutu friðarverðlaun Nóbels í fyrra. Verðlaunin fenug þau fyrir baráttu sína fyrir kjarnorkuvopnalausum heimi og fyrir að sýna með eigin vitnisburði hvers vegna aldrei megi beita kjarnavopnum aftur. Íranska baráttukonan og mannréttindafrömuðurinn Narges Mohammadi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið áður, 2023, fyrir baráttu sína gegn kúgun kvenna í Íran og baráttu fyrir mannréttindum og frelsi allra.
Venesúela Nóbelsverðlaun Noregur Tengdar fréttir Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. 10. október 2025 06:56 László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Ungverski rithöfundurinn og handritshöfundurinn László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 9. október 2025 11:06 Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim Susumu Kitagawa, Richard Robson og Omar M. Yaghi Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir „þróun málmlífrænna grinda“. 8. október 2025 10:05 Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim John Clarke, Michel H. Devoret og John M. Martinis Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 7. október 2025 10:24 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Sjá meira
Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. 10. október 2025 06:56
László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Ungverski rithöfundurinn og handritshöfundurinn László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 9. október 2025 11:06
Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim Susumu Kitagawa, Richard Robson og Omar M. Yaghi Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir „þróun málmlífrænna grinda“. 8. október 2025 10:05
Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim John Clarke, Michel H. Devoret og John M. Martinis Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 7. október 2025 10:24