Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Árni Sæberg skrifar 8. október 2025 15:54 Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Sjötugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að draga sér fjörutíu milljónir króna úr dánarbúi móður sinnar. Hann lagði meðal annars fimm milljónir króna inn á dóttur sína af reikningi búsins. Í ákæru Héraðssaksóknara á hendur manninum segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir fjárdrátt, en til vara umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem umboðsmaður erfingja í einkaskiptum á dánarbúi móður sinnar. Móðirin lést árið 2018 Hann hafi dregið sér í sjö tilvikum og notað heimildarlaust, í eigin þágu og annarra, fjármuni af bankareikningi dánarbúsins, samtals 40,3 milljónir króna, með reiðufjárúttektum og millifærslum. Móðir hans hafi látist í desember árið 2018 og Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið tilkynnt um andlátið með tilkynningu í janúar 2019. Sýslumaður hafi veitt erfingjum leyfi til einkaskipta með bréfi dagsettu í maí sama ár. Umboðsmaður erfingja hafi verið maðurinn. Dánarbúið hafi samkvæmt kröfu sýslumanns verið tekið til opinberra skipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavikur í janúar 2022. Lagði inn á dóttur sína Þá hafi hann verið ákærður fyrir peningaþvætti með því að nýta sér eða öðrum og ráðstafa ávinningi af brotum sem honum var gefin að sök samkvæmt fyrsta lið ákærunnar. Það hafi hann gert með því að leggja fimm milljónir króna inn á reikning dóttur sinnar og að hafa millifært fjórtán milljónir króna af eigin reikningi yfir á annan eigin reikning. Játaði skýlaust Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í dag, segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm í fyrradag og játað háttsemi sína skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Með játningu hans teljist sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann hafi ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Litið yrði til þessa við ákvörðun refsingar, til greiðrar játningar hans fyrir dómi og þess að langt sé um liðið frá því brotin voru framin. Á hinn bóginn verði ekki fram hjá því horft að hann dró sér verulegar fjárhæðir úr dánarbúi móður sinnar á kostnað annarra erfingja. Refsing hans sé hæfilega metin sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá skulu hann greiða þóknun lögmanns síns, eina milljón króna. Dómsmál Efnahagsbrot Fjölskyldumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Í ákæru Héraðssaksóknara á hendur manninum segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir fjárdrátt, en til vara umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem umboðsmaður erfingja í einkaskiptum á dánarbúi móður sinnar. Móðirin lést árið 2018 Hann hafi dregið sér í sjö tilvikum og notað heimildarlaust, í eigin þágu og annarra, fjármuni af bankareikningi dánarbúsins, samtals 40,3 milljónir króna, með reiðufjárúttektum og millifærslum. Móðir hans hafi látist í desember árið 2018 og Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið tilkynnt um andlátið með tilkynningu í janúar 2019. Sýslumaður hafi veitt erfingjum leyfi til einkaskipta með bréfi dagsettu í maí sama ár. Umboðsmaður erfingja hafi verið maðurinn. Dánarbúið hafi samkvæmt kröfu sýslumanns verið tekið til opinberra skipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavikur í janúar 2022. Lagði inn á dóttur sína Þá hafi hann verið ákærður fyrir peningaþvætti með því að nýta sér eða öðrum og ráðstafa ávinningi af brotum sem honum var gefin að sök samkvæmt fyrsta lið ákærunnar. Það hafi hann gert með því að leggja fimm milljónir króna inn á reikning dóttur sinnar og að hafa millifært fjórtán milljónir króna af eigin reikningi yfir á annan eigin reikning. Játaði skýlaust Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í dag, segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm í fyrradag og játað háttsemi sína skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Með játningu hans teljist sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann hafi ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Litið yrði til þessa við ákvörðun refsingar, til greiðrar játningar hans fyrir dómi og þess að langt sé um liðið frá því brotin voru framin. Á hinn bóginn verði ekki fram hjá því horft að hann dró sér verulegar fjárhæðir úr dánarbúi móður sinnar á kostnað annarra erfingja. Refsing hans sé hæfilega metin sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá skulu hann greiða þóknun lögmanns síns, eina milljón króna.
Dómsmál Efnahagsbrot Fjölskyldumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira