Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2025 23:13 FIFA hóf rannsókn sína eftir 4-0 sigur Malasíu gegn Víetnam. Hér er einn hinna seku, Joao Vitor Figueiredo, með boltann í þeim leik. Getty/How Foo Yeen FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur sett sjö fótboltamenn í árs bann og veitt malasíska knattspyrnusambandinu háa sekt fyrir að falsa fæðingarvottorð leikmannanna svo að þeir mættu spila fyrir hönd Malasíu. Rannsókn FIFA leiddi í ljós að malasíska knattspyrnusambandið hefði breytt fæðingarvottorðum til þess að láta líta út fyrir að afar eða ömmur leikmannanna hefðu fæðst í Malasíu. Segir FIFA að þannig hafi verið um hreint og klárt svindl að ræða. Reglur FIFA leyfa það að leikmenn spili landsleiki fyrir þjóð foreldra sinna eða þá þjóð sem að afar þeirra eða ömmur eru frá. Landslið geta hins vegar ekki sótt sér hvaða leikmann sem er, það er að segja leikmenn sem ekki eiga nánustu ættir að rekja til viðkomandi lands, eins og malasíska sambandið virðist þarna hafa gert. FIFA hóf rannsóknina eftir 4-0 sigur Malasíu gegn Víetnam í júní í sumar, þegar grunur vaknaði um að leikmennirnir sjö væru ólöglegir. Þeir heita Gabriel Felipe Arrocha, Facundo Tomas Garces og Jon Irazabal Iraurgui, allir þrír fæddir á Spáni, Rodrigo Julian Holgado og Imanol Javier Machuca fæddir í Argentínu, Hector Alejandro Hevel Serrano fæddur í Hollandi og Joao Vitor Brandao Figueiredo fæddur í Brasilíu. Þeir voru dæmdir í árs bann í september og fengu hver um sig sekt upp á 2.000 svissneska franka, eða jafnvirði um 300.000 króna. FIFA beið hins vegar þar til nú með að skýra nákvæmlega frá því hverju bannið sætti. Malasíska knattspyrnusambandið, sem hefur hafnað sök og sagst ætla að áfrýja dómnum, var sektað um 350.000 franka eða um rúmar 50 milljónir íslenskra króna. Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Rannsókn FIFA leiddi í ljós að malasíska knattspyrnusambandið hefði breytt fæðingarvottorðum til þess að láta líta út fyrir að afar eða ömmur leikmannanna hefðu fæðst í Malasíu. Segir FIFA að þannig hafi verið um hreint og klárt svindl að ræða. Reglur FIFA leyfa það að leikmenn spili landsleiki fyrir þjóð foreldra sinna eða þá þjóð sem að afar þeirra eða ömmur eru frá. Landslið geta hins vegar ekki sótt sér hvaða leikmann sem er, það er að segja leikmenn sem ekki eiga nánustu ættir að rekja til viðkomandi lands, eins og malasíska sambandið virðist þarna hafa gert. FIFA hóf rannsóknina eftir 4-0 sigur Malasíu gegn Víetnam í júní í sumar, þegar grunur vaknaði um að leikmennirnir sjö væru ólöglegir. Þeir heita Gabriel Felipe Arrocha, Facundo Tomas Garces og Jon Irazabal Iraurgui, allir þrír fæddir á Spáni, Rodrigo Julian Holgado og Imanol Javier Machuca fæddir í Argentínu, Hector Alejandro Hevel Serrano fæddur í Hollandi og Joao Vitor Brandao Figueiredo fæddur í Brasilíu. Þeir voru dæmdir í árs bann í september og fengu hver um sig sekt upp á 2.000 svissneska franka, eða jafnvirði um 300.000 króna. FIFA beið hins vegar þar til nú með að skýra nákvæmlega frá því hverju bannið sætti. Malasíska knattspyrnusambandið, sem hefur hafnað sök og sagst ætla að áfrýja dómnum, var sektað um 350.000 franka eða um rúmar 50 milljónir íslenskra króna.
Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira