Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2025 07:30 Sævar Atli Magnússon tryggði Brann Evrópusigur í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmarkið á móti hollenska liðinu Utrecht. EPA/Paul S. Amundsen Sævar Atli Magnússon tryggði Brann langþráðan og dýrmætan Evrópusigur í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmarkið á móti hollenska liðinu Utrecht. Brann vann þá Utrecht 1-0 í aðalkeppni Evrópudeildarinnar en sigurmark Sævars Atla kom á 41. mínútu leiksins. Þetta var fyrsti sigur Brann í aðalhluta Evrópukeppni í átján ár. Brann gerði vel í fyrsta leiknum á móti Lille (tapaðist 2-1) en nú tókst liðinu að landa frábærum sigri undir stjórn Freys Alexanderssonar. „Hann sendir alla Bergen upp í sjöunda himinn,“ sagði Kasper Wikestad í norskri sjónvarpslýsingu frá leiknum. „Þetta er svo mikilvægt mark. Þeir hafa átt í erfiðleikum með að skapa færi og svo skora þeir úr fyrsta færinu sínu. Hann sýndi þarna gæði en hafði einnig heppnina með sér og setti boltann niðri í bláhornið,“ sagði Nils Johan Semb, sérfræðingur Viaplay. Norska ríkisútvarpið fjallar um Íslendingana sem eru nú í aðalhlutverki hjá Brann og rifjaði líka upp gamlar íslenskar hetjur. Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson voru í aðalhlutverki þegar Brann varð norskur meistari 2007: „Nú er Brann komið með nýjar hetjur frá nágrönnum okkar á Íslandi,“ segir í fréttinni. Eggert Aron Guðmundsson spilar með Brann auk Sævars en Freyr Alexandersson hefur síðan gert frábæra hluti í Evrópu sem þjálfari liðsins. Sævar Atli hefur staðið sig frábærlega með norska félaginu síðan að hann kom þangað frá danska félaginu Lyngby um mitt sumar. Hann er nú kominn með níu mörk í fimmtán leikjum á leiktíðinni í öllum keppnum. Sævar hefur skorað í báðum leikjum Brann í aðalkeppni Evrópudeildarinnar. „Magnússon er nú kominn mjög ofarlega á listanum yfir bestu kaup Brann frá upphafi,“ sagði Jonas Grønner, knattspyrnusérfræðingur BA og fyrrum leikmaður Brann. Fréttin um Sævar Atla og Íslendingana í Brann sem birtist á vef NRK Sport.NRK Sport Norski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Brann vann þá Utrecht 1-0 í aðalkeppni Evrópudeildarinnar en sigurmark Sævars Atla kom á 41. mínútu leiksins. Þetta var fyrsti sigur Brann í aðalhluta Evrópukeppni í átján ár. Brann gerði vel í fyrsta leiknum á móti Lille (tapaðist 2-1) en nú tókst liðinu að landa frábærum sigri undir stjórn Freys Alexanderssonar. „Hann sendir alla Bergen upp í sjöunda himinn,“ sagði Kasper Wikestad í norskri sjónvarpslýsingu frá leiknum. „Þetta er svo mikilvægt mark. Þeir hafa átt í erfiðleikum með að skapa færi og svo skora þeir úr fyrsta færinu sínu. Hann sýndi þarna gæði en hafði einnig heppnina með sér og setti boltann niðri í bláhornið,“ sagði Nils Johan Semb, sérfræðingur Viaplay. Norska ríkisútvarpið fjallar um Íslendingana sem eru nú í aðalhlutverki hjá Brann og rifjaði líka upp gamlar íslenskar hetjur. Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson voru í aðalhlutverki þegar Brann varð norskur meistari 2007: „Nú er Brann komið með nýjar hetjur frá nágrönnum okkar á Íslandi,“ segir í fréttinni. Eggert Aron Guðmundsson spilar með Brann auk Sævars en Freyr Alexandersson hefur síðan gert frábæra hluti í Evrópu sem þjálfari liðsins. Sævar Atli hefur staðið sig frábærlega með norska félaginu síðan að hann kom þangað frá danska félaginu Lyngby um mitt sumar. Hann er nú kominn með níu mörk í fimmtán leikjum á leiktíðinni í öllum keppnum. Sævar hefur skorað í báðum leikjum Brann í aðalkeppni Evrópudeildarinnar. „Magnússon er nú kominn mjög ofarlega á listanum yfir bestu kaup Brann frá upphafi,“ sagði Jonas Grønner, knattspyrnusérfræðingur BA og fyrrum leikmaður Brann. Fréttin um Sævar Atla og Íslendingana í Brann sem birtist á vef NRK Sport.NRK Sport
Norski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira