Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2025 07:30 Sævar Atli Magnússon tryggði Brann Evrópusigur í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmarkið á móti hollenska liðinu Utrecht. EPA/Paul S. Amundsen Sævar Atli Magnússon tryggði Brann langþráðan og dýrmætan Evrópusigur í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmarkið á móti hollenska liðinu Utrecht. Brann vann þá Utrecht 1-0 í aðalkeppni Evrópudeildarinnar en sigurmark Sævars Atla kom á 41. mínútu leiksins. Þetta var fyrsti sigur Brann í aðalhluta Evrópukeppni í átján ár. Brann gerði vel í fyrsta leiknum á móti Lille (tapaðist 2-1) en nú tókst liðinu að landa frábærum sigri undir stjórn Freys Alexanderssonar. „Hann sendir alla Bergen upp í sjöunda himinn,“ sagði Kasper Wikestad í norskri sjónvarpslýsingu frá leiknum. „Þetta er svo mikilvægt mark. Þeir hafa átt í erfiðleikum með að skapa færi og svo skora þeir úr fyrsta færinu sínu. Hann sýndi þarna gæði en hafði einnig heppnina með sér og setti boltann niðri í bláhornið,“ sagði Nils Johan Semb, sérfræðingur Viaplay. Norska ríkisútvarpið fjallar um Íslendingana sem eru nú í aðalhlutverki hjá Brann og rifjaði líka upp gamlar íslenskar hetjur. Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson voru í aðalhlutverki þegar Brann varð norskur meistari 2007: „Nú er Brann komið með nýjar hetjur frá nágrönnum okkar á Íslandi,“ segir í fréttinni. Eggert Aron Guðmundsson spilar með Brann auk Sævars en Freyr Alexandersson hefur síðan gert frábæra hluti í Evrópu sem þjálfari liðsins. Sævar Atli hefur staðið sig frábærlega með norska félaginu síðan að hann kom þangað frá danska félaginu Lyngby um mitt sumar. Hann er nú kominn með níu mörk í fimmtán leikjum á leiktíðinni í öllum keppnum. Sævar hefur skorað í báðum leikjum Brann í aðalkeppni Evrópudeildarinnar. „Magnússon er nú kominn mjög ofarlega á listanum yfir bestu kaup Brann frá upphafi,“ sagði Jonas Grønner, knattspyrnusérfræðingur BA og fyrrum leikmaður Brann. Fréttin um Sævar Atla og Íslendingana í Brann sem birtist á vef NRK Sport.NRK Sport Norski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Sjá meira
Brann vann þá Utrecht 1-0 í aðalkeppni Evrópudeildarinnar en sigurmark Sævars Atla kom á 41. mínútu leiksins. Þetta var fyrsti sigur Brann í aðalhluta Evrópukeppni í átján ár. Brann gerði vel í fyrsta leiknum á móti Lille (tapaðist 2-1) en nú tókst liðinu að landa frábærum sigri undir stjórn Freys Alexanderssonar. „Hann sendir alla Bergen upp í sjöunda himinn,“ sagði Kasper Wikestad í norskri sjónvarpslýsingu frá leiknum. „Þetta er svo mikilvægt mark. Þeir hafa átt í erfiðleikum með að skapa færi og svo skora þeir úr fyrsta færinu sínu. Hann sýndi þarna gæði en hafði einnig heppnina með sér og setti boltann niðri í bláhornið,“ sagði Nils Johan Semb, sérfræðingur Viaplay. Norska ríkisútvarpið fjallar um Íslendingana sem eru nú í aðalhlutverki hjá Brann og rifjaði líka upp gamlar íslenskar hetjur. Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson voru í aðalhlutverki þegar Brann varð norskur meistari 2007: „Nú er Brann komið með nýjar hetjur frá nágrönnum okkar á Íslandi,“ segir í fréttinni. Eggert Aron Guðmundsson spilar með Brann auk Sævars en Freyr Alexandersson hefur síðan gert frábæra hluti í Evrópu sem þjálfari liðsins. Sævar Atli hefur staðið sig frábærlega með norska félaginu síðan að hann kom þangað frá danska félaginu Lyngby um mitt sumar. Hann er nú kominn með níu mörk í fimmtán leikjum á leiktíðinni í öllum keppnum. Sævar hefur skorað í báðum leikjum Brann í aðalkeppni Evrópudeildarinnar. „Magnússon er nú kominn mjög ofarlega á listanum yfir bestu kaup Brann frá upphafi,“ sagði Jonas Grønner, knattspyrnusérfræðingur BA og fyrrum leikmaður Brann. Fréttin um Sævar Atla og Íslendingana í Brann sem birtist á vef NRK Sport.NRK Sport
Norski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Sjá meira