Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. september 2025 06:00 Íbúar í fjölbýlishúsinu að Fossvegi hafa áhyggjur af endurteknum eldsvoðum. Vísir/Vilhelm Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi segjast dauðhrædd en eldur hefur í þrígang komið upp í húsinu undanfarna viku. Lögregla segir málið til rannsóknar, grunur leiki á að um íkveikju sé að ræða. „Ég er 68 ára og konan mín er 73 ára. Hún á erfitt með gang og er með göngugrind. Við búum á þriðju hæð og þú getur rétt ímyndað þér hvað við erum hrædd,“ segir Kjartan Már Niemenen íbúi að Fossvegi 10. Þar hefur kviknað eldur í þrígang undanfarna viku. Fyrst kom upp eldsvoði í geymslugangi hússins fyrir sléttri viku og héldu íbúar þá að kviknað hefði í út frá rafmagni. Daginn eftir kviknaði hinsvegar í ruslageymslunni og síðan aftur í hádeginu í dag, mánudag. Að sögn Kjartans var ekki um lítinn eld að ræða. Fjöldi fólks býr í húsinu sem kviknað hefur í í þrígang síðustu viku. Já.is Enginn smávegis eldur „Hér í þessu húsi eru tuttugu og tvær íbúðir. Þau ræddu það að þau myndu setja á vakt við húsið, þetta er allt yndislegt fólk og slökkviliðsmönnunum var öllum brugðið að þurfa að koma hingað aftur,“ segir Kjartan sem segist ekki geta ímyndað sér um að hreina tilviljun sé að ræða, þarna hljóti að vera á ferðinni íkveikja. „Þetta getur ekki verið neitt annað en meðvitað og þetta er enginn smávegis eldur. Að hugsa sér að gera þetta, þetta getur orðið að fjöldamorði. Þetta eru ekki neinir krakkar, þetta er ekki eins og þegar maður var lítill að fikta með eldspýtur. Þetta er gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Kjartan. Hann segist hafa látið slökkviliðið sérstaklega vita af þeim hjónum, svo óttaslegin séu þau um að eldur muni koma upp aftur í húsinu. Þorsteinn M. Kristinsson varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við Vísi að málið sé til rannsóknar. Hann segir það litið alvarlegum augum þegar slíkt komi aftur og aftur upp í fjölbýlishúsi. Grunur sé að um íkveikju sé að ræða. Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira
„Ég er 68 ára og konan mín er 73 ára. Hún á erfitt með gang og er með göngugrind. Við búum á þriðju hæð og þú getur rétt ímyndað þér hvað við erum hrædd,“ segir Kjartan Már Niemenen íbúi að Fossvegi 10. Þar hefur kviknað eldur í þrígang undanfarna viku. Fyrst kom upp eldsvoði í geymslugangi hússins fyrir sléttri viku og héldu íbúar þá að kviknað hefði í út frá rafmagni. Daginn eftir kviknaði hinsvegar í ruslageymslunni og síðan aftur í hádeginu í dag, mánudag. Að sögn Kjartans var ekki um lítinn eld að ræða. Fjöldi fólks býr í húsinu sem kviknað hefur í í þrígang síðustu viku. Já.is Enginn smávegis eldur „Hér í þessu húsi eru tuttugu og tvær íbúðir. Þau ræddu það að þau myndu setja á vakt við húsið, þetta er allt yndislegt fólk og slökkviliðsmönnunum var öllum brugðið að þurfa að koma hingað aftur,“ segir Kjartan sem segist ekki geta ímyndað sér um að hreina tilviljun sé að ræða, þarna hljóti að vera á ferðinni íkveikja. „Þetta getur ekki verið neitt annað en meðvitað og þetta er enginn smávegis eldur. Að hugsa sér að gera þetta, þetta getur orðið að fjöldamorði. Þetta eru ekki neinir krakkar, þetta er ekki eins og þegar maður var lítill að fikta með eldspýtur. Þetta er gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Kjartan. Hann segist hafa látið slökkviliðið sérstaklega vita af þeim hjónum, svo óttaslegin séu þau um að eldur muni koma upp aftur í húsinu. Þorsteinn M. Kristinsson varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við Vísi að málið sé til rannsóknar. Hann segir það litið alvarlegum augum þegar slíkt komi aftur og aftur upp í fjölbýlishúsi. Grunur sé að um íkveikju sé að ræða.
Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira