Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2025 09:30 Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið þjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta síðan í janúar og stefnir á HM 2027. Vísir/Getty Elísabet Gunnarsdóttir var ósátt við svör KSÍ þegar gengið var framhjá henni við val á landsliðsþjálfara kvenna í ársbyrjun 2021. Í dag er hún þó sátt í Belgíu og stefnir á HM eftir tvö ár. KSÍ leitaði landsliðsþjálfara eftir að Jóni Þór Haukssyni var sagt upp störfum í árslok 2020. Elísabet fór í starfsviðtal hjá KSÍ en tjáði sambandinu að hún gæti ekki horfið frá félagsliði sínu Kristianstad fyrr en um vorið. Hún gæti stýrt báðum samhliða fyrst um sinn. Ekki var fallist á það og Þorsteinn Halldórsson var í hennar stað ráðinn í janúar 2021. Elísabet ræddi ferlið við Helenu Ólafsdóttur í Bestu mörkunum. „Ég fór í tvö viðtöl. Ef ég man þetta rétt þá var þetta þannig að það var Covid ár. Það voru eitt eða tvö landsliðsverkefni eftir það ár. Því það var ekkert í gangi á þessum tíma og maður gat ekki farið í nein ferðalög,“ segir Elísabet sem stýrði þá liði Kristianstad í Svíþjóð í fyrsta sinn á stóra sviðinu í Evrópu. „Við [í Kristianstad] vorum að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti. Ég sagði að það kæmi ekki til greina fyrir mig að sleppa því. Ég vildi taka við landsliðinu en fá að klára tímabilið með Kristianstad og síðan myndi ég hætta með liðið og fara alfarið í landsliðið. Það var sá möguleiki sem var til staðar frá minni hendi,“ Mark Parsons ásamt Lieke Mertens er hann stýrir Hollandi. Stjórnendum hjá KNVB, hollenska knattspyrnusambandinu, þótti ekki líta illa út að hann stýrði liðinu samhliða Portland Thorns um nokkurra mánaða skeið.Getty/Rico Brouwer „Svörin voru einfaldlega þannig að það myndi líta illa út, út á við, að landsliðsþjálfari Íslands væri ekki í 100 prósent starfi fyrir landsliðið. Á sama tíma var Mark Parsons að þjálfa eitt stærsta lið í heimi í Portland og tók við Hollandi. Hann kláraði tímabilið með Portland og tók við Hollandi sem voru Evrópumeistarar á þeim tíma,“ segir Elísabet sem sætti sig því illa við svörin frá stjórn KSÍ, sem var þá undir formennsku Guðna Bergssonar. „Þannig að ég var ekki sátt við þessi svör, ég get alveg verið hreinskilin með það. Ég hefði viljað að útkoman væri önnur.“ Ætlar að koma Belgum á HM í fyrsta sinn Elísabet hætti hjá Kristianstad eftir 15 ára veru hjá félaginu í fyrra. Í kjölfarið átti hún í viðræðum meðal annars við Chelsea á Englandi og norska kvennalandsliðið en tók svo við liði Belga í byrjun þessa árs. Margur hefur kallað eftir henni í landsliðsþjálfarastarf Íslands undanfarin ár og var heitt undir sitjandi landsliðsþjálfara, Þorsteini Halldórssyni, eftir EM í sumar þar sem árangur var undir væntingum. Aðstoðarþjálfarar hans voru látnir taka poka sinn eftir mótið en Elísabet segist engan áhuga hafa á starfinu eins og sakir standa. Ef þú yrðir beðin um að taka við íslenska landsliðinu í dag, myndirðu taka því? „Ég er þannig sem persóna og þjálfari að ég er all in í því sem ég er að gera. Nú er ég að þjálfa Belgíu og elska þetta lið út af lífinu nú þegar. Finnst æðislegt að vinna með leikmönnum og mínu starfsliði og númer 1, 2 og 3 í mínum huga er að koma Belgíu á HM í fyrsta skipti. Þjóðin hefur aldrei komist á HM, ég var ráðin til að gera það. Þannig að ég er bara á fullu í því,“ segir Elísabet. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild má sjá í Bestu mörkunum á Sýn Sport Ísland klukkan 20:00 í kvöld. KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Sænski boltinn Belgíski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
KSÍ leitaði landsliðsþjálfara eftir að Jóni Þór Haukssyni var sagt upp störfum í árslok 2020. Elísabet fór í starfsviðtal hjá KSÍ en tjáði sambandinu að hún gæti ekki horfið frá félagsliði sínu Kristianstad fyrr en um vorið. Hún gæti stýrt báðum samhliða fyrst um sinn. Ekki var fallist á það og Þorsteinn Halldórsson var í hennar stað ráðinn í janúar 2021. Elísabet ræddi ferlið við Helenu Ólafsdóttur í Bestu mörkunum. „Ég fór í tvö viðtöl. Ef ég man þetta rétt þá var þetta þannig að það var Covid ár. Það voru eitt eða tvö landsliðsverkefni eftir það ár. Því það var ekkert í gangi á þessum tíma og maður gat ekki farið í nein ferðalög,“ segir Elísabet sem stýrði þá liði Kristianstad í Svíþjóð í fyrsta sinn á stóra sviðinu í Evrópu. „Við [í Kristianstad] vorum að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti. Ég sagði að það kæmi ekki til greina fyrir mig að sleppa því. Ég vildi taka við landsliðinu en fá að klára tímabilið með Kristianstad og síðan myndi ég hætta með liðið og fara alfarið í landsliðið. Það var sá möguleiki sem var til staðar frá minni hendi,“ Mark Parsons ásamt Lieke Mertens er hann stýrir Hollandi. Stjórnendum hjá KNVB, hollenska knattspyrnusambandinu, þótti ekki líta illa út að hann stýrði liðinu samhliða Portland Thorns um nokkurra mánaða skeið.Getty/Rico Brouwer „Svörin voru einfaldlega þannig að það myndi líta illa út, út á við, að landsliðsþjálfari Íslands væri ekki í 100 prósent starfi fyrir landsliðið. Á sama tíma var Mark Parsons að þjálfa eitt stærsta lið í heimi í Portland og tók við Hollandi. Hann kláraði tímabilið með Portland og tók við Hollandi sem voru Evrópumeistarar á þeim tíma,“ segir Elísabet sem sætti sig því illa við svörin frá stjórn KSÍ, sem var þá undir formennsku Guðna Bergssonar. „Þannig að ég var ekki sátt við þessi svör, ég get alveg verið hreinskilin með það. Ég hefði viljað að útkoman væri önnur.“ Ætlar að koma Belgum á HM í fyrsta sinn Elísabet hætti hjá Kristianstad eftir 15 ára veru hjá félaginu í fyrra. Í kjölfarið átti hún í viðræðum meðal annars við Chelsea á Englandi og norska kvennalandsliðið en tók svo við liði Belga í byrjun þessa árs. Margur hefur kallað eftir henni í landsliðsþjálfarastarf Íslands undanfarin ár og var heitt undir sitjandi landsliðsþjálfara, Þorsteini Halldórssyni, eftir EM í sumar þar sem árangur var undir væntingum. Aðstoðarþjálfarar hans voru látnir taka poka sinn eftir mótið en Elísabet segist engan áhuga hafa á starfinu eins og sakir standa. Ef þú yrðir beðin um að taka við íslenska landsliðinu í dag, myndirðu taka því? „Ég er þannig sem persóna og þjálfari að ég er all in í því sem ég er að gera. Nú er ég að þjálfa Belgíu og elska þetta lið út af lífinu nú þegar. Finnst æðislegt að vinna með leikmönnum og mínu starfsliði og númer 1, 2 og 3 í mínum huga er að koma Belgíu á HM í fyrsta skipti. Þjóðin hefur aldrei komist á HM, ég var ráðin til að gera það. Þannig að ég er bara á fullu í því,“ segir Elísabet. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild má sjá í Bestu mörkunum á Sýn Sport Ísland klukkan 20:00 í kvöld.
KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Sænski boltinn Belgíski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira