Landsþing Viðreisnar hafið Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2025 10:04 María Rut, Hanna Katrín, Daði Már og Eiríkur Björn á þinginu í morgun. Aðsend Landsþing Viðreisnar hófst í morgun og stendur yfir um helgina á Grand hótel. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, er sjálfkjörin formaður, Daði Már Kristófersson sjálfkjörinn varaformaður og Sigmar Guðmundsson sjálfkjörinn ritari. Í tilkynningu segir að á landsþinginu komi Viðreisnarfólk saman, rýni í stefnu flokksins og samþykktir. Á þinginu verði lögð fram stjórnmálaályktun auk þess sem kosið verður til forystu og embætta flokksins. Engin mótframboð hafa borist gegn sitjandi formanni, varaformanni eða ritara en framboð til stjórnar, málefnaráðs og alþjóðafulltrúa eru mörg. Framboðsfrestur rennur út þegar klukkustund áður en gengið er til atkvæða og við hafa bæst nokkur framboð til stjórnar. Fjölmennt er á þinginu sem haldið er á Grand hótel í dag og á morgun. Aðsend Þá hafa borist nokkrar tillögur til breytinga á samþykktum Viðreisnar. Meðal þeirra má nefna tillögu Jóns Gnarr um að nafni flokksins verði breytt úr „Viðreisn“ í „Viðreisn - Frjálslyndir Demókratar“, tillögu frá Jóhönnu Dýrunni Jónsdóttur og fleirum um niðurfelling á kynjakvóta og fléttulista og tillögu stjórnar um nýtt embætti alþjóðafulltrúa sem sinnir samskiptum Viðreisnar við erlenda systurflokka og Bandalag frjálslyndra flokka í Evrópu, ALDE. Fundað verður til 18 í dag. Dagskrá þingsins má sjá að neðan. Formaður ræðir við fólk á þinginu. Aðsend Þórdís Lóa borgarfulltrúi mætt á þingið. Hún tilkynnti nýlega að hún ætli ekki að sækjast eftir oddvitasæti í sveitarstjórnarkosningum næsta haust. Aðsend Þorgerður Katrín heldur ræðu klukkan 13 sem verður streymt á bæði YouTube og á Facebook-síðu Viðreisnar. Þorgerður Katrín heldur ræðu klukkan 13 sem verður streymt á bæði YouTube og á Facebook-síðu Viðreisnar. Laugardagur 8:30 Húsið opnar / skráning hefst 9:00 Dagskrá hefst: Formaður setur þing Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Kosning þingforseta og fundarritara Samþykkt fundarskapa 9.20 Kynning á drögum á breytingum á samþykktum 9.30 Drög að stjórnmálaályktun kynnt 10.00 Málefnahópar, lota 1: Efnahagsmál/ Innanríkismál/ Jafnréttismál/ Umhverfismál 13.00 Ræða formanns Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 13:40 Hringborð: Atvinnumál Sveinbjörn Finnsson ræðir við Hönnu Kötu Friðriksson og Daða Má Kristófersson um mótun atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar 14:30 Málefnahópar, lota 2 Atvinnumál/ Heilbrigðismál/ Menntamál/ Utanríkismál 16:30 Hringborð: Spurðu ráðherrana Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Daði Már Kristófersson, Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir svara spurningunum þínum. 17:30 Ræða forseta Uppreisnar, Sverrir Páll Einarsson Fundi frestað til sunnudags 19:30 Fordrykkur í anddyri og landsþingsgleði fram á nótt. Kauptu miða hér Sunnudagur 9:30 Hús opnar 10:00 Dagskrá hefst: Skýrsla framkvæmdastjóra/ kosning endurskoðanda Svanborg Sigmarsdóttir 10:10 Umræða og afgreiðsla á breytingum á samþykktum 11:00 Hringborð um ESB Sigmar Guðmundsson ræðir við Finnbjörn Hermannsson, forseta ASÍ, Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA og Guðmund Kristjánsson, forstjóra Brim um komandi þjóðaratkvæðagreiðslu og aðild að ESB. 11:45 Afgreiðsla málefnaályktana 12:15 Kosning formanns 13:15 Ræða Guy Verhofstadt, forseta Alþjóðlegu evrópuhreyfingarinnar 14:15 Afgreiðsla ályktana frh. 15:00 Kosning varaformanns og málefnaráðs 15:30 Hringborð um sveitarstjórnarmál Róbert Ragnarsson ræðir við Gylfa Ólafsson, Lovísu Jónsdóttur, Pétur Markan og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur um stöðu sveitarstjórna og komandi kosningavetur. 16:15 Afgreiðsla ályktana frh 16:45 Kosning ritara, meðstjórnenda og varamanna og alþjóðafulltrúa 17:00 Stjórnmálaályktun 17:30 Ræða varaformanns 18:00 Þingslit Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Í tilkynningu segir að á landsþinginu komi Viðreisnarfólk saman, rýni í stefnu flokksins og samþykktir. Á þinginu verði lögð fram stjórnmálaályktun auk þess sem kosið verður til forystu og embætta flokksins. Engin mótframboð hafa borist gegn sitjandi formanni, varaformanni eða ritara en framboð til stjórnar, málefnaráðs og alþjóðafulltrúa eru mörg. Framboðsfrestur rennur út þegar klukkustund áður en gengið er til atkvæða og við hafa bæst nokkur framboð til stjórnar. Fjölmennt er á þinginu sem haldið er á Grand hótel í dag og á morgun. Aðsend Þá hafa borist nokkrar tillögur til breytinga á samþykktum Viðreisnar. Meðal þeirra má nefna tillögu Jóns Gnarr um að nafni flokksins verði breytt úr „Viðreisn“ í „Viðreisn - Frjálslyndir Demókratar“, tillögu frá Jóhönnu Dýrunni Jónsdóttur og fleirum um niðurfelling á kynjakvóta og fléttulista og tillögu stjórnar um nýtt embætti alþjóðafulltrúa sem sinnir samskiptum Viðreisnar við erlenda systurflokka og Bandalag frjálslyndra flokka í Evrópu, ALDE. Fundað verður til 18 í dag. Dagskrá þingsins má sjá að neðan. Formaður ræðir við fólk á þinginu. Aðsend Þórdís Lóa borgarfulltrúi mætt á þingið. Hún tilkynnti nýlega að hún ætli ekki að sækjast eftir oddvitasæti í sveitarstjórnarkosningum næsta haust. Aðsend Þorgerður Katrín heldur ræðu klukkan 13 sem verður streymt á bæði YouTube og á Facebook-síðu Viðreisnar. Þorgerður Katrín heldur ræðu klukkan 13 sem verður streymt á bæði YouTube og á Facebook-síðu Viðreisnar. Laugardagur 8:30 Húsið opnar / skráning hefst 9:00 Dagskrá hefst: Formaður setur þing Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Kosning þingforseta og fundarritara Samþykkt fundarskapa 9.20 Kynning á drögum á breytingum á samþykktum 9.30 Drög að stjórnmálaályktun kynnt 10.00 Málefnahópar, lota 1: Efnahagsmál/ Innanríkismál/ Jafnréttismál/ Umhverfismál 13.00 Ræða formanns Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 13:40 Hringborð: Atvinnumál Sveinbjörn Finnsson ræðir við Hönnu Kötu Friðriksson og Daða Má Kristófersson um mótun atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar 14:30 Málefnahópar, lota 2 Atvinnumál/ Heilbrigðismál/ Menntamál/ Utanríkismál 16:30 Hringborð: Spurðu ráðherrana Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Daði Már Kristófersson, Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir svara spurningunum þínum. 17:30 Ræða forseta Uppreisnar, Sverrir Páll Einarsson Fundi frestað til sunnudags 19:30 Fordrykkur í anddyri og landsþingsgleði fram á nótt. Kauptu miða hér Sunnudagur 9:30 Hús opnar 10:00 Dagskrá hefst: Skýrsla framkvæmdastjóra/ kosning endurskoðanda Svanborg Sigmarsdóttir 10:10 Umræða og afgreiðsla á breytingum á samþykktum 11:00 Hringborð um ESB Sigmar Guðmundsson ræðir við Finnbjörn Hermannsson, forseta ASÍ, Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA og Guðmund Kristjánsson, forstjóra Brim um komandi þjóðaratkvæðagreiðslu og aðild að ESB. 11:45 Afgreiðsla málefnaályktana 12:15 Kosning formanns 13:15 Ræða Guy Verhofstadt, forseta Alþjóðlegu evrópuhreyfingarinnar 14:15 Afgreiðsla ályktana frh. 15:00 Kosning varaformanns og málefnaráðs 15:30 Hringborð um sveitarstjórnarmál Róbert Ragnarsson ræðir við Gylfa Ólafsson, Lovísu Jónsdóttur, Pétur Markan og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur um stöðu sveitarstjórna og komandi kosningavetur. 16:15 Afgreiðsla ályktana frh 16:45 Kosning ritara, meðstjórnenda og varamanna og alþjóðafulltrúa 17:00 Stjórnmálaályktun 17:30 Ræða varaformanns 18:00 Þingslit
Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira