„Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. september 2025 19:20 Helgi Magnús segist efast það mjög að Kourani komi ekki aftur til landsins eftir að honum verður vísað í burt. Vísir/Lýður Valberg Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari segir það hafa reynt á taugakerfið að sitja undir áreiti og hótunum Mohamad Khourani. Hann hafi óttast um líf fjölskyldu sinnar en segist hafa mætt fálæti yfirmanna. Hann óttast að Kourani muni eiga auðvelt með að snúa aftur til landsins. Mohamad Kourani sem hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir rúmu ári hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og verður vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar og hann settur í endurkomubann til landsins í þrjátíu ár. Kourani hefur ítrekað komist í kast við lögin fyrir margvísleg brot. Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari sat undir líflátshótunum Kourani í þrjú ár eftir að hafa staðfest niðurfellingu á kæru Kourani á hendur annars manns. Hótanirnar beindust ekki bara að Helga heldur fjölskyldu hans. „Ég ætla nú ekki að segja að ég hafi sofið með haglabyssuna undir rúmi en maður gerði ráðstafanir til þess að geta mætt því ef einhver bankaði upp á og maður varaði börnin sín við að fara til dyra án þess að vita hver væri við dyrnar, ég setti upp myndavélakerfi.“ Kerfið verji ekki sitt fólk Hann segir dómskerfið ekki verja sitt starfsfólk, fá úrræði standi því til boða þegar því berist ítrekaðar hótanir. „Ég fann frekar fyrir því hjá mínum yfirmanni að gera lítið úr þessu bara.“ Er það? „Já já, frekar en að taka þetta alvarlega og hafa einhvern viðbúnað.“ Lögmaður Kourani hefur sagt við fréttastofu að hann telji að Kourani hafi ekki áhuga á að koma aftur hingað til lands. Helgi segist efins. Mörg dæmi séu um að erlendir brotamenn hafi ekki fylgt slíku banni. „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka? Breyti bara einum staf í nafninu sínu þannig það komi ekki fram í einhverju tékki á farþegalistum? Þú þarft ekkert að sýna vegabréf til að bóka far með flugi til Íslands.“ Stjórnvöld verði að taka á málum Formaður Afstöðu hefur lagt til að Kourani verði strax náðaður og sendur úr landi svo spara megi fjármuni. Helgi segir það eina sem dugi sé harðari afstaða stjórnvalda í útlendingamálum. „Þá er það þannig að ef menn eru dæmdir og þeir klína saur og þvagi út um allan klefa hjá sér og ráðast á alla fangaverði sem þeir hitta, þá fái þeir að fara fyrr því það spari svo mikinn pening, af því það sé svo mikið vesen að hafa þig í fangelsi. Nei nei við eigum bara að búa til einhvern þægilegan gám fyrir þennan mann og hafa hann þar og rétta honum svo eitthvað inn um lúgu ef það er það sem hann vill og vill ekkert meira.“ Lögreglumál Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Mohamad Kourani sem hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir rúmu ári hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og verður vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar og hann settur í endurkomubann til landsins í þrjátíu ár. Kourani hefur ítrekað komist í kast við lögin fyrir margvísleg brot. Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari sat undir líflátshótunum Kourani í þrjú ár eftir að hafa staðfest niðurfellingu á kæru Kourani á hendur annars manns. Hótanirnar beindust ekki bara að Helga heldur fjölskyldu hans. „Ég ætla nú ekki að segja að ég hafi sofið með haglabyssuna undir rúmi en maður gerði ráðstafanir til þess að geta mætt því ef einhver bankaði upp á og maður varaði börnin sín við að fara til dyra án þess að vita hver væri við dyrnar, ég setti upp myndavélakerfi.“ Kerfið verji ekki sitt fólk Hann segir dómskerfið ekki verja sitt starfsfólk, fá úrræði standi því til boða þegar því berist ítrekaðar hótanir. „Ég fann frekar fyrir því hjá mínum yfirmanni að gera lítið úr þessu bara.“ Er það? „Já já, frekar en að taka þetta alvarlega og hafa einhvern viðbúnað.“ Lögmaður Kourani hefur sagt við fréttastofu að hann telji að Kourani hafi ekki áhuga á að koma aftur hingað til lands. Helgi segist efins. Mörg dæmi séu um að erlendir brotamenn hafi ekki fylgt slíku banni. „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka? Breyti bara einum staf í nafninu sínu þannig það komi ekki fram í einhverju tékki á farþegalistum? Þú þarft ekkert að sýna vegabréf til að bóka far með flugi til Íslands.“ Stjórnvöld verði að taka á málum Formaður Afstöðu hefur lagt til að Kourani verði strax náðaður og sendur úr landi svo spara megi fjármuni. Helgi segir það eina sem dugi sé harðari afstaða stjórnvalda í útlendingamálum. „Þá er það þannig að ef menn eru dæmdir og þeir klína saur og þvagi út um allan klefa hjá sér og ráðast á alla fangaverði sem þeir hitta, þá fái þeir að fara fyrr því það spari svo mikinn pening, af því það sé svo mikið vesen að hafa þig í fangelsi. Nei nei við eigum bara að búa til einhvern þægilegan gám fyrir þennan mann og hafa hann þar og rétta honum svo eitthvað inn um lúgu ef það er það sem hann vill og vill ekkert meira.“
Lögreglumál Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira