Erfið endurkoma hjá De Bruyne 18. september 2025 21:00 De Bruyne átti enga draumaendurkomu. Image Photo Agency/Getty Images Manchester City tók á móti Napoli og vann 2-0 í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. City sýndi yfirburði snemma og Napoli missti mann af velli eftir aðeins tuttugu mínútur þegar Giovanni Di Lorenzo tæklaði Erling Haaland niður og rændi hann upplögðu marktækifæri. Antonio Conte, þjálfari Napoli, brást við með breytingu og tók Kevin De Bruyne af velli. Belginn spilaði því ekki nema um tuttugu mínútur í endurkomu sinni til Manchester. Þrátt fyrir að vera manni fleiri og skapa sér fjölmörg færi tókst City ekki að skora í fyrri hálfleik en Erling Haaland bætti úr því snemma í seinni hálfleik þegar hann skallaði boltann í netið eftir skemmtilega vippusendingu frá Phil Foden. Jeremy Doku skoraði svo annað mark City skömmu síðar og gulltryggði stigin þrjú. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Manchester City tók á móti Napoli og vann 2-0 í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. City sýndi yfirburði snemma og Napoli missti mann af velli eftir aðeins tuttugu mínútur þegar Giovanni Di Lorenzo tæklaði Erling Haaland niður og rændi hann upplögðu marktækifæri. Antonio Conte, þjálfari Napoli, brást við með breytingu og tók Kevin De Bruyne af velli. Belginn spilaði því ekki nema um tuttugu mínútur í endurkomu sinni til Manchester. Þrátt fyrir að vera manni fleiri og skapa sér fjölmörg færi tókst City ekki að skora í fyrri hálfleik en Erling Haaland bætti úr því snemma í seinni hálfleik þegar hann skallaði boltann í netið eftir skemmtilega vippusendingu frá Phil Foden. Jeremy Doku skoraði svo annað mark City skömmu síðar og gulltryggði stigin þrjú.