Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. september 2025 21:54 Um er að ræða aðra árásina á meinta fíkniefnasmyglara á skömmum tíma. AP Bandaríski herinn grandaði í morgun báti á alþjóðlegu hafsvæði nærri Suður-Ameríku þar sem talið var að fíkniefni væru innanborðs. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þrjá hafa fallið í árásinni en tæpar tvær vikur eru síðan ellefu voru drepnir í sams konar árás. Trump greinir frá aðgerðinni á eigin samfélagsmiðli, Truth Social, og á X. „Árásin var gerð þegar fíkniefnahryðjuverkamenn frá Venesúela voru á alþjóðahafsvæði að flytja ólögleg fíkniefni (BANVÆNT VOPN SEM EITRAR FYRIR BANDARÍKJAMÖNNUM) til Bandaríkjanna,“ segir Trump í færslunni. Hann segir fíkniefnaflutninga af þessu tagi mikla ógn við þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og hagsmuni Bandaríkjanna. Þrír „hryðjuverkamenn“ hafi fallið í árásinni og engum hermanni Bandaríkjahers hafi orðið meint af. pic.twitter.com/CvQdkW76Y7— Trump War Room (@TrumpWarRoom) September 15, 2025 Trump greindi frá því í byrjun mánaðar að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu féllu í þeirri árás en þeir eru sagðir hafa verið um borð á vegum venesúelsku fíkniefnasamtakanna Tren de Arague. Ekki kemur fram í færslu Trump hvort báturinn sem herinn hæfði í dag væri frá sömu samtökum. New York Times segir frá því að fyrirliggjandi gögn bendi til þess að bátnum, sem var grandaður fyrr í mánuðinum, hafi verið snúið við áður en herinn hóf að skjóta á hann. Áhöfnin hafi uppgötvað að herflugvélar fylgdust með ferðum bátsins og haldið til baka. Lögspekingar vestanhafs hafa sagt aðgerðina ólögmæta og að Trump hafi ekki valdheimildir til að mæta meintum fíkniefnasmyglurum með þessum hætti þar sem ekki hafi stafað nægileg ógn af þeim. Þá vegi þau rök þungt að báturinn virtist þegar hafa snúið við þegar árásin var gerð. Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Trump greinir frá aðgerðinni á eigin samfélagsmiðli, Truth Social, og á X. „Árásin var gerð þegar fíkniefnahryðjuverkamenn frá Venesúela voru á alþjóðahafsvæði að flytja ólögleg fíkniefni (BANVÆNT VOPN SEM EITRAR FYRIR BANDARÍKJAMÖNNUM) til Bandaríkjanna,“ segir Trump í færslunni. Hann segir fíkniefnaflutninga af þessu tagi mikla ógn við þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og hagsmuni Bandaríkjanna. Þrír „hryðjuverkamenn“ hafi fallið í árásinni og engum hermanni Bandaríkjahers hafi orðið meint af. pic.twitter.com/CvQdkW76Y7— Trump War Room (@TrumpWarRoom) September 15, 2025 Trump greindi frá því í byrjun mánaðar að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu féllu í þeirri árás en þeir eru sagðir hafa verið um borð á vegum venesúelsku fíkniefnasamtakanna Tren de Arague. Ekki kemur fram í færslu Trump hvort báturinn sem herinn hæfði í dag væri frá sömu samtökum. New York Times segir frá því að fyrirliggjandi gögn bendi til þess að bátnum, sem var grandaður fyrr í mánuðinum, hafi verið snúið við áður en herinn hóf að skjóta á hann. Áhöfnin hafi uppgötvað að herflugvélar fylgdust með ferðum bátsins og haldið til baka. Lögspekingar vestanhafs hafa sagt aðgerðina ólögmæta og að Trump hafi ekki valdheimildir til að mæta meintum fíkniefnasmyglurum með þessum hætti þar sem ekki hafi stafað nægileg ógn af þeim. Þá vegi þau rök þungt að báturinn virtist þegar hafa snúið við þegar árásin var gerð.
Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira