Innlent

Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaða­vegi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Mikil gufa er á svæðinu vegna lekans.
Mikil gufa er á svæðinu vegna lekans. Aðsend

Leki er úr heitavatnslögn á Bústaðavegi við bensínstöðina nærri Hlíðunum. Loka  þarf fyrir heitt vatn á meðan aðstæður eru kannaðar og lekinn lagaður. Búið er að stöðva lekann og unnið er að viðgerð. 

„Starfsfólk Veitna er á vettvangi og verður lokað fyrir heita vatnið á meðan aðstæður eru kannaðar,“ segir Rún Ingvarsdóttir upplýsingafulltrúi Veitna í samtali við Vísi.

Einungis örfá hús verða heitavatnslaus á meðan viðgerð stendur en íbúar í Hlíðunum gætu fundið fyrir minni þrýstingi á heita vatninu á meðan viðgerð stendur.

Gufan stígur langt upp til himins. Aðsend

Hér er hægt að fylgjast með uppfærslu af viðgerðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×