Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2025 11:42 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir ætlar að láta gott heita í borgarmálunum eftir kjörtímabilið, sem lýkur í maí á næsta ári. Vísir/Vilhelm Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir vendingar í febrúar síðastliðnum, þegar Viðreisn endaði utan meirihluta, ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig ekki fram í komandi kosningum. Hún útilokar ekki frekari afskipti af stjórnmálum þegar fram líða stundir. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurborg, greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram í komandi borgarstjórnarkosningum í maí næstkomandi. Kosningar nálgist hratt Í samtali fréttastofu segir Þórdís að sér hafi þótt mikilvægt að kynna ákvörðunina með góðum fyrirvara. „Þannig að flokkurinn og kollegar mínir gætu byrjað að endurskoða uppröðun fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þetta nálgast hratt og ég finn alveg að það er verið að spá og spegulera í borgarstjórnarkosningunum nú þegar,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Í lok kjörtímabils mun hún hafa gegnt embætti borgarfulltrúa fyrir Viðreisn í tvö kjörtímabil. „Mér finnst átta ár nægur tími. Ég hef unnið eftir því að skipta um vettvang á átta til tólf ára fresti. Nú er bara komið að nýjum kafla.“ Ekki liggi fyrir hvort Viðreisn fari í prófkjör í borginni, uppstillingu eða valið verði á lista með öðrum hætti. Vendingar í febrúar hafi engin áhrif Viðreisn var í meirihluta í borginni frá kosningum 2018, þar til í febrúar 2025, þegar Einar Þorsteinsson þáverandi borgarstjóri Framsóknar sleit samstarfi við Viðreisn, Pírata og Samfylkingu. Í kjölfarið bauð hann Viðreisn, Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins til viðræðna sem báru ekki árangur. Viðreisn hefur síðan verið í minnihluta í borginni. Hefur það einhver áhrif á ákvörðun þína eða stöðu þína innan flokksins? „Nei, nei. Það hefur engin áhrif á þetta. Þetta er bara persónuleg ákvörðun sem ég er að taka fyrir mitt líf. Nú þarf ég, og þurfum við öll sem erum í borgarstjórn á þessum tímapunkti, að átta okkur á því hvort við viljum fara áfram. Ég var bara mjög hreinskilin með það að ég held að þetta sé bara orðið fínt.“ Til greina komi að halda áfram í stjórnmálum, þrátt fyrir að tímanum í borgarmálunum sé að ljúka. „Ég mun alveg halda áfram starfi innan Viðreisnar, og það er allt opið í áframhaldandi pólitík, það verður bara að koma í ljós.“ Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurborg, greindi í morgun frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram í komandi borgarstjórnarkosningum í maí næstkomandi. Kosningar nálgist hratt Í samtali fréttastofu segir Þórdís að sér hafi þótt mikilvægt að kynna ákvörðunina með góðum fyrirvara. „Þannig að flokkurinn og kollegar mínir gætu byrjað að endurskoða uppröðun fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þetta nálgast hratt og ég finn alveg að það er verið að spá og spegulera í borgarstjórnarkosningunum nú þegar,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Í lok kjörtímabils mun hún hafa gegnt embætti borgarfulltrúa fyrir Viðreisn í tvö kjörtímabil. „Mér finnst átta ár nægur tími. Ég hef unnið eftir því að skipta um vettvang á átta til tólf ára fresti. Nú er bara komið að nýjum kafla.“ Ekki liggi fyrir hvort Viðreisn fari í prófkjör í borginni, uppstillingu eða valið verði á lista með öðrum hætti. Vendingar í febrúar hafi engin áhrif Viðreisn var í meirihluta í borginni frá kosningum 2018, þar til í febrúar 2025, þegar Einar Þorsteinsson þáverandi borgarstjóri Framsóknar sleit samstarfi við Viðreisn, Pírata og Samfylkingu. Í kjölfarið bauð hann Viðreisn, Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins til viðræðna sem báru ekki árangur. Viðreisn hefur síðan verið í minnihluta í borginni. Hefur það einhver áhrif á ákvörðun þína eða stöðu þína innan flokksins? „Nei, nei. Það hefur engin áhrif á þetta. Þetta er bara persónuleg ákvörðun sem ég er að taka fyrir mitt líf. Nú þarf ég, og þurfum við öll sem erum í borgarstjórn á þessum tímapunkti, að átta okkur á því hvort við viljum fara áfram. Ég var bara mjög hreinskilin með það að ég held að þetta sé bara orðið fínt.“ Til greina komi að halda áfram í stjórnmálum, þrátt fyrir að tímanum í borgarmálunum sé að ljúka. „Ég mun alveg halda áfram starfi innan Viðreisnar, og það er allt opið í áframhaldandi pólitík, það verður bara að koma í ljós.“
Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira