Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Smári Jökull Jónsson skrifar 12. september 2025 20:02 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Vísir/Ívar Fannar Áformað er að afnema áminningarskyldu opinbera starfsmanna. Formaður BSRB segir að ef jafna eigi réttindi á milli almenna og opinbera markaðarins þurfi að jafna upp á við en ekki skerða réttindi eins hóps. Fjármálaráðherra hefur birt áform um lagasetningu í samráðsgátt stjórnvalda þar sem til stendur að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna. Formaður BSRB segir það fordæmalaust að leggja til skerðingar á réttindum launafólks án samtals og fordæmir að ríkisstjórnin líti á birtingu í samráðsgátt sem samráð. Vinnumarkaðskerfið byggi á nánu samtali aðila vinnumarkaðarins til að komast að bestri niðurstöðu. „Þessi áminningarskylda hún tíðkast á bæði almennum og opinberum vinnumarkaði á hinum Norðurlöndunum og það er enginn að fetta fingur út í það þar. Sömuleiðis ef við ætlum að jafna réttindi á milli markaða sem er sjálfsagður hlutur þá þurfum við að jafna upp á við en ekki skerða einhvern hóp,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB í kvöldfréttum Sýnar. „Svolítið harður tónn“ Í áformunum segir að með samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda árið 2016 hafi verið tekið skref í að jafna réttindi á milli markaða. Þar segir einnig að við kjarasamningaborðið hafi kröfur stéttarfélaganna einkum snúið að því að jafna laun og því sé eðlilegt að skoða í hvaða tilvikum tilefni sé til að jafna einnig réttindi og skyldur. „Mér fannst þetta áhugaverð framsetning og lýsing þeirra á þessu og svolítið harður tónn og jafnvel eins og það sé einhver vilji til að ýfa upp málið.“ Umræddar breytingar á lífeyrisréttindum hafi verið gerðar með samkomulagi og að lítil og hógvær skref hafi verið tekin við kjarasamningsborðið í jöfnun launa. „Það er auðvitað ekki þannig að ríkisstjórnin geti bara orðið þreytt á biðinni og farið að skerða einhliða réttindi af því að þeim finnist þetta ekki ganga nægilega hratt.“ Segir lögin gera ráð fyrir uppsögnum Hún segir mannauðsstjórnun á opinberum markaði verr setta en á einkamarkaði og lýsir vandanum í raun sem stjórnunarvanda. „Það er lykilatriði að þetta sé fullreynt því lögin gera alveg ráð fyrir að það sé hægt að segja upp fólki sem eru ekki að standa sig sem þetta virðist snúast um en stjórnendur eru ekki að nýta það.“ Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur birt áform um lagasetningu í samráðsgátt stjórnvalda þar sem til stendur að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna. Formaður BSRB segir það fordæmalaust að leggja til skerðingar á réttindum launafólks án samtals og fordæmir að ríkisstjórnin líti á birtingu í samráðsgátt sem samráð. Vinnumarkaðskerfið byggi á nánu samtali aðila vinnumarkaðarins til að komast að bestri niðurstöðu. „Þessi áminningarskylda hún tíðkast á bæði almennum og opinberum vinnumarkaði á hinum Norðurlöndunum og það er enginn að fetta fingur út í það þar. Sömuleiðis ef við ætlum að jafna réttindi á milli markaða sem er sjálfsagður hlutur þá þurfum við að jafna upp á við en ekki skerða einhvern hóp,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB í kvöldfréttum Sýnar. „Svolítið harður tónn“ Í áformunum segir að með samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda árið 2016 hafi verið tekið skref í að jafna réttindi á milli markaða. Þar segir einnig að við kjarasamningaborðið hafi kröfur stéttarfélaganna einkum snúið að því að jafna laun og því sé eðlilegt að skoða í hvaða tilvikum tilefni sé til að jafna einnig réttindi og skyldur. „Mér fannst þetta áhugaverð framsetning og lýsing þeirra á þessu og svolítið harður tónn og jafnvel eins og það sé einhver vilji til að ýfa upp málið.“ Umræddar breytingar á lífeyrisréttindum hafi verið gerðar með samkomulagi og að lítil og hógvær skref hafi verið tekin við kjarasamningsborðið í jöfnun launa. „Það er auðvitað ekki þannig að ríkisstjórnin geti bara orðið þreytt á biðinni og farið að skerða einhliða réttindi af því að þeim finnist þetta ekki ganga nægilega hratt.“ Segir lögin gera ráð fyrir uppsögnum Hún segir mannauðsstjórnun á opinberum markaði verr setta en á einkamarkaði og lýsir vandanum í raun sem stjórnunarvanda. „Það er lykilatriði að þetta sé fullreynt því lögin gera alveg ráð fyrir að það sé hægt að segja upp fólki sem eru ekki að standa sig sem þetta virðist snúast um en stjórnendur eru ekki að nýta það.“
Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira