Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2025 07:57 Roy Hodgson miður sín á meðan íslenski hópurinn fagnaði í Nice árið 2016. Roy Hodgson segir að hann muni aldrei alveg jafna sig á tapi Englands gegn Íslandi á Evrópumótinu í fótbolta 2016. Á tæplega hálfrar aldar ferli sínum sem knattspyrnustjóri þá sé erfiðast að lifa með því tapi. Hodgson ræddi um þetta í löngu viðtali við Gary Lineker í þættinum The Rest is Football á YouTube. Hægt er að sjá viðtalið hér að neðan. Hodgson stýrði Englandi á árunum 2012-16 en eftir 2-1 tapið fræga gegn Íslandi á EM í Frakklandi gaf hann strax út að hann myndi ekki stýra liðinu áfram. Í viðtalinu við Lineker segir hann að sér hafi einfaldlega þótt það alveg á hreinu að hann ætti ekki skilið að halda áfram eftir þetta tap. Enskir miðlar sögðu tapið gegn Íslandi, fámennustu þjóð í sögu EM, verstu niðurlægingu enska landsliðsins, að minnsta kosti síðan það tapaði á HM 1950 gegn Bandaríkjunum. Wayne Rooney kom Englandi yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Ragnar Sigurðsson jafnaði strax metin eftir langt innkast og Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið svo skömmu síðar. Eitthvað sem óþarfi er að rifja upp fyrir Íslendingum og hvað þá fyrir Hodgson greyið sem fór ekki leynt með það í viðtalinu við Lineker hve mikið tapið svíður enn. „Ég mun að sjálfsögðu aldrei alveg jafna mig á því. Þetta var einn af þessum dögum þar sem að ef það getur klikkað, þá klikkar það. Þetta byrjaði illa með meiðslunum í upphitun. Slappur völlur. Ég veit ekki. Það virtist bara allt rangt við þetta. Við fengum svo góða byrjun, með vítaspyrnunni. Þetta er tap sem ég er hræddur um að ég þurfi að lifa með og reyna að losna sem oftast við úr huga mér, svo ég geri ekki sjálfan mig of þunglyndan,“ viðurkenndi Hodgson við Lineker. Samningur Hogdson við enska knattspyrnusambandið rann út eftir EM en til stóð að hann myndi ræða við forráðamenn sambandsins um mögulegt framhald. Það kom þó aldrei til þess enda gerði Hogdson sér vel grein fyrir því að hann gæti ekki haldið áfram eftir tapið, og tilkynnti á blaðamannafundinum strax eftir leik að hann væri hættur. Hogdgson, sem hóf þjálfaraferil sinn í Svíþjóð á áttunda áratug síðustu aldar, hélt þó áfram sem knattspyrnustjóri eftir þetta og stýrði Crystal Palace árin 2017-21 og aftur 2023-24, og liði Watford í millitíðinni árið 2022, en er nú hættur, 78 ára gamall. EM 2016 í Frakklandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Sjá meira
Hodgson ræddi um þetta í löngu viðtali við Gary Lineker í þættinum The Rest is Football á YouTube. Hægt er að sjá viðtalið hér að neðan. Hodgson stýrði Englandi á árunum 2012-16 en eftir 2-1 tapið fræga gegn Íslandi á EM í Frakklandi gaf hann strax út að hann myndi ekki stýra liðinu áfram. Í viðtalinu við Lineker segir hann að sér hafi einfaldlega þótt það alveg á hreinu að hann ætti ekki skilið að halda áfram eftir þetta tap. Enskir miðlar sögðu tapið gegn Íslandi, fámennustu þjóð í sögu EM, verstu niðurlægingu enska landsliðsins, að minnsta kosti síðan það tapaði á HM 1950 gegn Bandaríkjunum. Wayne Rooney kom Englandi yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Ragnar Sigurðsson jafnaði strax metin eftir langt innkast og Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið svo skömmu síðar. Eitthvað sem óþarfi er að rifja upp fyrir Íslendingum og hvað þá fyrir Hodgson greyið sem fór ekki leynt með það í viðtalinu við Lineker hve mikið tapið svíður enn. „Ég mun að sjálfsögðu aldrei alveg jafna mig á því. Þetta var einn af þessum dögum þar sem að ef það getur klikkað, þá klikkar það. Þetta byrjaði illa með meiðslunum í upphitun. Slappur völlur. Ég veit ekki. Það virtist bara allt rangt við þetta. Við fengum svo góða byrjun, með vítaspyrnunni. Þetta er tap sem ég er hræddur um að ég þurfi að lifa með og reyna að losna sem oftast við úr huga mér, svo ég geri ekki sjálfan mig of þunglyndan,“ viðurkenndi Hodgson við Lineker. Samningur Hogdson við enska knattspyrnusambandið rann út eftir EM en til stóð að hann myndi ræða við forráðamenn sambandsins um mögulegt framhald. Það kom þó aldrei til þess enda gerði Hogdson sér vel grein fyrir því að hann gæti ekki haldið áfram eftir tapið, og tilkynnti á blaðamannafundinum strax eftir leik að hann væri hættur. Hogdgson, sem hóf þjálfaraferil sinn í Svíþjóð á áttunda áratug síðustu aldar, hélt þó áfram sem knattspyrnustjóri eftir þetta og stýrði Crystal Palace árin 2017-21 og aftur 2023-24, og liði Watford í millitíðinni árið 2022, en er nú hættur, 78 ára gamall.
EM 2016 í Frakklandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Sjá meira