Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. september 2025 16:31 Jon Dahl Tomasson spilar hápressu fótbolta sem ekki allir Svíar eru ánægðir með, en Kim Kallström er sáttur. Michael Campanella/Getty Images Svíar nötra af reiði og upplifa sig niðurlægða eftir að hafa aðeins náð í eitt stig gegn Slóveníu og Kósovó í fyrstu tveimur leikjunum í undankeppni HM. Stjörnum prýtt liðið er í hættu á að komast ekki á næsta stórmót en þrátt fyrir áhættusaman leikstíl er starf danska þjálfarans Jons Dahl Tomasson ekki í hættu. Svíþjóð tapaði 2-0 gegn Kósovó í gærkvöldi og sænska knattspyrnusambandið þurfti að slökkva á ummælum á Instagram, svo slæm voru viðbrögð stuðningsmanna. Í sænskum miðlum er tapinu lýst sem algjörri niðurlægingu fyrir sænskan fótbolta. „Heimurinn hæðist að sænska landsliðinu... Það versta er að þeir áttu skilið að tapa“ skrifar Aftonbladet. Svo gott sem allt fór úrskeiðis hjá Svíþjóð í Kósovó í gærkvöldi, eins og Ísland fékk að upplifa fyrir ekki svo löngu. „Gulblátt HM partý breyttist í biksvarta martröð“ skrifar Expressen. Þá er einnig dregin er upp mynd af nágrannalöndunum gera grín að Svíþjóð. Danmörk í efsta sæti síns riðils eftir tvo leiki, Noregur með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, Finnland í fínum séns með sjö stig eftir fimm leiki og Ísland í efsta sæti í sínum riðli, en á vissulega eftir að spila gegn Frakklandi. Isak í áflogum Stærsta stjarna liðsins og dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, Alexander Isak, spilaði sínar fyrstu mínútur en tókst engan veginn að komast inn í leikinn. Hans eftirminnilegasta stund var þegar hann lenti í áflogum við annan leikmann. Alexander Isak fékk gult spjald fyrir sinn þátt í stympingunum. Með aðeins eitt stig eftir tvo leiki eru svartsýnustu Svíar strax farnir að gefa HM drauminn upp á bátinn. Sviss er í efsta sæti riðilsins með fullt hús og í mjög góðri stöðu, en annað sætið er vissulega vel innan seilingar og gefur umspilsmöguleika. Önnur tegund af fótbolta Leikstíllinn sem Jon Dahl Tomasson leggur upp með virðist þó ekki hafa heillað. Hann spilar áhættusaman fótbolta, pressar stíft og lætur mann elta annan hátt upp völlinn. Svíar stóðu gáttaðir eftir að galopin vörnin hafði gefið tvö mörk. Armando Babani/Getty Images Í viðtölum eftir leik þurfti Tomasson að taka til varna við gagnrýni. „Ef þú skoðar síðustu tólf leiki fyrir þennan, síðan í september 2024, höfum við unnið átta, tapað tveimur og gert tvö jafntefli. Þeir geta svo sannarlega spilað svona. Við sjáum hvernig leikmenn við erum með, hvernig fótbolta þeir spila með sínum félagsliðum. Þetta er fótboltinn sem þeir spila, þetta er fótboltinn sem þeir vilja spila“ sagði Jon Dahl Tomasson, greinilega ómeðvitaður um að landsliðsfótbolti er önnur tegund af fótbolta, eins og Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands hefur ítrekað bent á. Heldur ró meðan báturinn ruggar Þrátt fyrir umlykjandi storm stendur sænska knattspyrnusambandið með sínum manni og leikstílnum sem hann leggur upp með. Kim Kallström kom Tomasson til varna eftir tapið í gær og sagði þröngsýni að kenna leikstílnum um eitt tap, það gæti gerst af ýmsum ástæðum. „Við getum ekki bara breytt öllu og kastað hlutum til hliðar þegar eitthvað fer aðeins úrskeiðis. Mitt starf er að halda ró á meðan báturinn ruggar“ sagði Kallström einnig. HM 2026 í fótbolta Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Svíþjóð tapaði 2-0 gegn Kósovó í gærkvöldi og sænska knattspyrnusambandið þurfti að slökkva á ummælum á Instagram, svo slæm voru viðbrögð stuðningsmanna. Í sænskum miðlum er tapinu lýst sem algjörri niðurlægingu fyrir sænskan fótbolta. „Heimurinn hæðist að sænska landsliðinu... Það versta er að þeir áttu skilið að tapa“ skrifar Aftonbladet. Svo gott sem allt fór úrskeiðis hjá Svíþjóð í Kósovó í gærkvöldi, eins og Ísland fékk að upplifa fyrir ekki svo löngu. „Gulblátt HM partý breyttist í biksvarta martröð“ skrifar Expressen. Þá er einnig dregin er upp mynd af nágrannalöndunum gera grín að Svíþjóð. Danmörk í efsta sæti síns riðils eftir tvo leiki, Noregur með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, Finnland í fínum séns með sjö stig eftir fimm leiki og Ísland í efsta sæti í sínum riðli, en á vissulega eftir að spila gegn Frakklandi. Isak í áflogum Stærsta stjarna liðsins og dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, Alexander Isak, spilaði sínar fyrstu mínútur en tókst engan veginn að komast inn í leikinn. Hans eftirminnilegasta stund var þegar hann lenti í áflogum við annan leikmann. Alexander Isak fékk gult spjald fyrir sinn þátt í stympingunum. Með aðeins eitt stig eftir tvo leiki eru svartsýnustu Svíar strax farnir að gefa HM drauminn upp á bátinn. Sviss er í efsta sæti riðilsins með fullt hús og í mjög góðri stöðu, en annað sætið er vissulega vel innan seilingar og gefur umspilsmöguleika. Önnur tegund af fótbolta Leikstíllinn sem Jon Dahl Tomasson leggur upp með virðist þó ekki hafa heillað. Hann spilar áhættusaman fótbolta, pressar stíft og lætur mann elta annan hátt upp völlinn. Svíar stóðu gáttaðir eftir að galopin vörnin hafði gefið tvö mörk. Armando Babani/Getty Images Í viðtölum eftir leik þurfti Tomasson að taka til varna við gagnrýni. „Ef þú skoðar síðustu tólf leiki fyrir þennan, síðan í september 2024, höfum við unnið átta, tapað tveimur og gert tvö jafntefli. Þeir geta svo sannarlega spilað svona. Við sjáum hvernig leikmenn við erum með, hvernig fótbolta þeir spila með sínum félagsliðum. Þetta er fótboltinn sem þeir spila, þetta er fótboltinn sem þeir vilja spila“ sagði Jon Dahl Tomasson, greinilega ómeðvitaður um að landsliðsfótbolti er önnur tegund af fótbolta, eins og Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands hefur ítrekað bent á. Heldur ró meðan báturinn ruggar Þrátt fyrir umlykjandi storm stendur sænska knattspyrnusambandið með sínum manni og leikstílnum sem hann leggur upp með. Kim Kallström kom Tomasson til varna eftir tapið í gær og sagði þröngsýni að kenna leikstílnum um eitt tap, það gæti gerst af ýmsum ástæðum. „Við getum ekki bara breytt öllu og kastað hlutum til hliðar þegar eitthvað fer aðeins úrskeiðis. Mitt starf er að halda ró á meðan báturinn ruggar“ sagði Kallström einnig.
HM 2026 í fótbolta Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira