Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2025 23:01 Gianluigi Buffon er á meðal þeirra sem sent hafa hinum unga Thomasi batakveðjur og stuðning. Samsett/Getty/Twitter Markverðirnir Gianluigi Donnarumma og Gianluigi Buffon eru á meðal þeirra sem sent hafa þrettán ára ítölskum markverði hlýjar kveðjur eftir skelfilegt atvik á leik í yngri flokkum á Ítalíu, þar sem fertugur maður kýldi strákinn unga. Þetta óhemju hneykslanlega atvik átti sér stað eftir leik á U14 ára fótboltamóti í Collegno, nærri Tórínó. Upp úr sauð á milli leikmanna liðanna og komu þá fleiri að til að skakka leikinn en einnig fertugur faðir eins leikmannanna. Sá hljóp úr stúkunni og beint að hinum 13 ára gamla Thomas, og kýldi markvörðinn illa. Rissa in campo a Collegno, il video in cui un papà aggredisce un giocatore 13enne avversario 👉 https://t.co/wBOk8sSnem pic.twitter.com/g4xyoqFYKM— Tg La7 (@TgLa7) September 3, 2025 Thomas endaði á sjúkrahúsi en það mun þó ekki hafa verið bara vegna hnefahöggsins heldur einnig vegna beinbrots í rist. Ofbeldismaðurinn hefur nú verið kærður en pabbi Thomasar segir að markvörðurinn ungi hafi nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi og sé á batavegi. Hann sé hins vegar hræddur og óttist að eitthvað þessu líkt gæti gerst aftur. Í algjöru sjokki og umfram allt ráðvilltur Ítölsku markmannsgoðsagnirnar Buffon og Donnarumma hafa hvatt hinn unga kollega sinn til þess að láta þetta atvik ekki stöðva sig. „Ég er orðlaus,“ sagði Buffon við Gazzetta. „Ég er í algjöru áfalli yfir því sem gerðist og umfram allt ráðvilltur því svona hegðun á sér stað allt of oft á fótboltavöllum, eða á hliðarlínunni, og kallar á mikla naflaskoðun frekar en eðlislæga og eðlilega reiði,“ sagði Buffon og hélt áfram: „Ég vil senda stórt faðmlag og bestu óskir um skjótan bata til markmannsfélaga míns og hvet hann til að bregðast við ofbeldi með fyrirgefningu, því aðeins með slíkri ákvörðun í andstöðu við verknaðinn getum við vonast til að útrýma slíkri grimmd og skapa betri heim og umhverfi.“ Donnarumma tók í sama streng á blaðamannafundi ítalska landsliðsins í dag og sagði: „Við stöndum allir með Thomas. Við erum allir með honum og ég sendi honum stórt faðmlag. Við hlökkum til að sjá hann brátt hér í Coverciano,“ en þar er æfingasvæði ítalska landsliðsins. Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Þetta óhemju hneykslanlega atvik átti sér stað eftir leik á U14 ára fótboltamóti í Collegno, nærri Tórínó. Upp úr sauð á milli leikmanna liðanna og komu þá fleiri að til að skakka leikinn en einnig fertugur faðir eins leikmannanna. Sá hljóp úr stúkunni og beint að hinum 13 ára gamla Thomas, og kýldi markvörðinn illa. Rissa in campo a Collegno, il video in cui un papà aggredisce un giocatore 13enne avversario 👉 https://t.co/wBOk8sSnem pic.twitter.com/g4xyoqFYKM— Tg La7 (@TgLa7) September 3, 2025 Thomas endaði á sjúkrahúsi en það mun þó ekki hafa verið bara vegna hnefahöggsins heldur einnig vegna beinbrots í rist. Ofbeldismaðurinn hefur nú verið kærður en pabbi Thomasar segir að markvörðurinn ungi hafi nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi og sé á batavegi. Hann sé hins vegar hræddur og óttist að eitthvað þessu líkt gæti gerst aftur. Í algjöru sjokki og umfram allt ráðvilltur Ítölsku markmannsgoðsagnirnar Buffon og Donnarumma hafa hvatt hinn unga kollega sinn til þess að láta þetta atvik ekki stöðva sig. „Ég er orðlaus,“ sagði Buffon við Gazzetta. „Ég er í algjöru áfalli yfir því sem gerðist og umfram allt ráðvilltur því svona hegðun á sér stað allt of oft á fótboltavöllum, eða á hliðarlínunni, og kallar á mikla naflaskoðun frekar en eðlislæga og eðlilega reiði,“ sagði Buffon og hélt áfram: „Ég vil senda stórt faðmlag og bestu óskir um skjótan bata til markmannsfélaga míns og hvet hann til að bregðast við ofbeldi með fyrirgefningu, því aðeins með slíkri ákvörðun í andstöðu við verknaðinn getum við vonast til að útrýma slíkri grimmd og skapa betri heim og umhverfi.“ Donnarumma tók í sama streng á blaðamannafundi ítalska landsliðsins í dag og sagði: „Við stöndum allir með Thomas. Við erum allir með honum og ég sendi honum stórt faðmlag. Við hlökkum til að sjá hann brátt hér í Coverciano,“ en þar er æfingasvæði ítalska landsliðsins.
Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira