Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2025 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson var skiljanlega ósáttur við það að vera tekinn af velli. Sýn Sport Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn af velli í toppslag Víkings og Breiðabliks í síðustu umferð í Bestu deild karla í fótbolta og sérfræðingar Stúkunnar gagnrýndu þá ákvörðun. Víkingar voru þá 2-1 yfir og manni fleiri en misstu leikinn niður í jafntefli eftir að Gylfi fór af velli. Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stúkunnar, fór yfir það hvernig Gylfi var mjög áberandi í öllu því góða sem Víkingarnir voru að búa til í sókninni. Hann sýndi margar góðar sendingar hjá Gylfa og nokkur ágæt skot. „Mér fannst hann vera allt í öllu í leik Víkinga á þessum kafla. Þegar hann er tekinn út af þá veltir maður fyri sér: Var eitthvað að plaga hann,“ spurði Ólafur. Hlýtur að vera einhver ástæða Guðmundur Benediktsson benti á það að Gylfi hefði misst af leik á undan. „Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að þú takir Gylfa Þór Sigurðsson út af í leik þar sem þú ert einum fleiri og ætlast til þess að taka þrjú stig,“ sagði Guðmundur. Klippa: Stúkan: Umræða um skiptinguna á Gylfa „Og leikmyndin var eins og hún er. Ég segi ekki það að þessi sókn Blikana og þetta mark sem kemur eftir hornspyrnu sé afleiðing af því að Gylfi fór út af. Það sem gerðist fannst mér að þeir misstu svolítið tökin á þessu spili sem þeir voru búnir að ná upp,“ sagði Ólafur. „Það komu aðrir leikmenn inn, fínir leikmenn en ekki með sömu gæði og sama auga fyrir sendingum eins og Gylfi er með,“ sagði Ólafur. „Horfandi á þetta þá fékk ég minni trú á því að Víkingur myndi finna sigurmarkið af því að Gylfi var ekki inn á. Þá ímyndaði maður sér kannski líka aðeins að samherjarnir, trúin þeirra hefur kannski líka aðeins minnkað,“ sagði Guðmundur. Ekkert að fara í einhvern feluleik „Þetta eru góðar eftir á skýringar sem við getum auðvitað komið með. Ég var svolítið að bíða eftir því hvernig Sölvi myndi svara þessu. Hann talaði um að að það væri gula spjaldið. Hann tekur þessa ákvörðun sem þjálfari og svarar því bara ágætlega. Hann er ekkert að fara í einhvern feluleik með það,“ sagði Ólafur. Gylfi var kominn með gult spjald og annað spjald hefði þýtt rautt spjald og tveggja leikja bann af því að hann er búinn að fá rautt spjald á tímabilinu. „Þarna var möguleiki til að stinga í Blikana eins og leikmyndin var orðin. Þarna höfðu Víkingar virkilega möguleika og auðvitað vonaðist Sölvi til þess að það myndi halda áfram. Þegar maður horfir í baksýnisspegilinn á leikinn aftur og sér hvernig hann þróaðist eftir þetta þá fannst mér þá vanta leikmann með þessa sendingagetu, yfirvegun og skilning á spilinu,“ sagði Ólafur. Þetta eru mistök hjá Sölva Sigurbjörn Hreiðarsson tók undir þessa gagnrýni Ólafs á meðferðinni á Gylfa í þessum aðstæðum. „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt, algjörlega. Þetta eru mistök hjá Sölva og þjálfarateyminu að mínu viti nema að hann sé eitthvað meiddur,“ sagði Sigurbjörn. „Hann gæti fengið gult spjald og þetta bann en þessi leikur skiptir gríðarlega miklu máli. Þetta er einn af úrslitaleikjunum og það er hálfur mánuður í næsta leik. Þeir leysa það ef hann fer í eitthvað leikbann,“ sagði Sigurbjörn. Kjöraðstæður fyrir Gylfa „Þarna verður þú bara að vinna. Þarna ertu með leikmann eins og Óli var að tala um. Í þessu mómenti, einum fleiri, ertu með kjöraðstæður fyrir Gylfa. Ég myndi alltaf segja að það er þessi leikur sem skiptir öllu máli,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá allt spjallið fyrir ofan. Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stúkunnar, fór yfir það hvernig Gylfi var mjög áberandi í öllu því góða sem Víkingarnir voru að búa til í sókninni. Hann sýndi margar góðar sendingar hjá Gylfa og nokkur ágæt skot. „Mér fannst hann vera allt í öllu í leik Víkinga á þessum kafla. Þegar hann er tekinn út af þá veltir maður fyri sér: Var eitthvað að plaga hann,“ spurði Ólafur. Hlýtur að vera einhver ástæða Guðmundur Benediktsson benti á það að Gylfi hefði misst af leik á undan. „Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að þú takir Gylfa Þór Sigurðsson út af í leik þar sem þú ert einum fleiri og ætlast til þess að taka þrjú stig,“ sagði Guðmundur. Klippa: Stúkan: Umræða um skiptinguna á Gylfa „Og leikmyndin var eins og hún er. Ég segi ekki það að þessi sókn Blikana og þetta mark sem kemur eftir hornspyrnu sé afleiðing af því að Gylfi fór út af. Það sem gerðist fannst mér að þeir misstu svolítið tökin á þessu spili sem þeir voru búnir að ná upp,“ sagði Ólafur. „Það komu aðrir leikmenn inn, fínir leikmenn en ekki með sömu gæði og sama auga fyrir sendingum eins og Gylfi er með,“ sagði Ólafur. „Horfandi á þetta þá fékk ég minni trú á því að Víkingur myndi finna sigurmarkið af því að Gylfi var ekki inn á. Þá ímyndaði maður sér kannski líka aðeins að samherjarnir, trúin þeirra hefur kannski líka aðeins minnkað,“ sagði Guðmundur. Ekkert að fara í einhvern feluleik „Þetta eru góðar eftir á skýringar sem við getum auðvitað komið með. Ég var svolítið að bíða eftir því hvernig Sölvi myndi svara þessu. Hann talaði um að að það væri gula spjaldið. Hann tekur þessa ákvörðun sem þjálfari og svarar því bara ágætlega. Hann er ekkert að fara í einhvern feluleik með það,“ sagði Ólafur. Gylfi var kominn með gult spjald og annað spjald hefði þýtt rautt spjald og tveggja leikja bann af því að hann er búinn að fá rautt spjald á tímabilinu. „Þarna var möguleiki til að stinga í Blikana eins og leikmyndin var orðin. Þarna höfðu Víkingar virkilega möguleika og auðvitað vonaðist Sölvi til þess að það myndi halda áfram. Þegar maður horfir í baksýnisspegilinn á leikinn aftur og sér hvernig hann þróaðist eftir þetta þá fannst mér þá vanta leikmann með þessa sendingagetu, yfirvegun og skilning á spilinu,“ sagði Ólafur. Þetta eru mistök hjá Sölva Sigurbjörn Hreiðarsson tók undir þessa gagnrýni Ólafs á meðferðinni á Gylfa í þessum aðstæðum. „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt, algjörlega. Þetta eru mistök hjá Sölva og þjálfarateyminu að mínu viti nema að hann sé eitthvað meiddur,“ sagði Sigurbjörn. „Hann gæti fengið gult spjald og þetta bann en þessi leikur skiptir gríðarlega miklu máli. Þetta er einn af úrslitaleikjunum og það er hálfur mánuður í næsta leik. Þeir leysa það ef hann fer í eitthvað leikbann,“ sagði Sigurbjörn. Kjöraðstæður fyrir Gylfa „Þarna verður þú bara að vinna. Þarna ertu með leikmann eins og Óli var að tala um. Í þessu mómenti, einum fleiri, ertu með kjöraðstæður fyrir Gylfa. Ég myndi alltaf segja að það er þessi leikur sem skiptir öllu máli,“ sagði Sigurbjörn. Það má sjá allt spjallið fyrir ofan.
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Sjá meira