Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. september 2025 23:56 Kjartan segir það forgangsmál hjá Sjálfstæðisflokknum að breyta þessu aftur komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda. Vísir/Einar og Sigurjón Íbúar í Árbænum óttast að umdeildar vegaframkvæmdir við Höfðabakka leiði til mikilla tafa í umferð og öngþveitis á háannatíma. Framkvæmdirnar eru á fimm stöðum við Höfðabakka. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við ökumenn á gatnamótunum á háannatíma, um klukkan fjögur, og sögðu flestir að breytingarnar væru afleitar og umferðin hefði stóraukist. „Umferðin er ömurleg á þessum tíma,“ sagði einn og að framkvæmdirnar væru gerðar á vitlausum tíma. Annar sagði fólki væri að fjölga í hverfinu en á sama tíma væri verið að reyna að draga úr umferð. Það færi ekki saman. Bjarki ræddi einnig við Kjartan Magnússon, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn lagði fram tillögu í ágúst um að borgaryfirvöld myndu hætta við framkvæmdirnar. Þá lagðist flokkurinn einnig gegn þrengingum sem er að finna í breytingunum og vöruðu við því að það myndi valda töfum. Kjartan segir þetta nú búið að raungerast og borgin ætti því að hverfa frá breytingunum. Kjartan sagðist eiga von á því að tillagan yrði tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á morgun. „Ég þori ekki að segja um það,“ segir Kjartan um það þegar hann er spurður um afdrif tillögunnar á morgun. Líklegt sé að það verði ekki orðið við henni. Framkvæmdirnar séu komnar það langt á veg. Um framkvæmdirnar segir á vef borgarinnar: „Framkvæmdin felur í sér endurnýjun umferðarljósa á 5 gatnamótum á Höfðabakka, við Stórhöfða, Dvergshöfða, Bíldshöfða, Vesturlandsveg og Bæjarháls. Einnig verða gerðar endurbætur með tilliti til umferðaröryggis á gatnamótunum. Við Stórhöfða, Dvergshöfða og Bíldshöfða verða gerðar endurbætur á umferðarljósum og á gönguleiðum, miðeyjur á Höfðabakka breikkaðar og götulýsing bætt. Á Höfðabakkabrú við Vesturlandsveg verða gerðar endurbætur á gönguleiðum og götulýsing bætt. Gálgastaurar umferðarljósa verða fjarlægðir og umferðarljósastaurar staðsettir á nýjum stöðum. Austan megin á Höfðabakka eru vinstribeygjureinar aðskildar frá akreinum til norðurs með eyju. Yfirlitsmynd frá Reykjavíkurborg sem sýnir hvar framkvæmdirnar eru. Reykjavíkurborg Við Bæjarháls verða gerðar endurbætur á umferðarljósum og á gönguleiðum, miðeyjur á Höfðabakka breikkaðar, hægribeygjuframhjáhlaup fjarlægð og götulýsing bætt. Á hægribeygjuframhjáhlaup sem ekki verða með umferðarljósum verða settar malbikaðar upphækkanir. Gert er ráð fyrir að unnið sé við ein gatnamót í einu þó að möguleiki sé á að skörun verði á milli gatnamóta með einhverja verkhluta.“ Borga ósýnilegan skatt vegna umferðartafa Kjartan segist skilja gremju íbúa afar vel. „Höfðabakkinn og þessi gatnamót eru mjög mikilvæg fyrir umferð, ekki bara fyrir Árbæinn, heldur fyrir stórt svæði hérna í austurhluta borgarinnar. Grafarvog, Breiðholt, Grafarholt og svo framvegis. Það er ekki á tafirnar bætandi. Fólk er að borga nú þegar mjög háan ósýnilegan skatt af völdum umferðartafa og borgin á auðvitað að leggja sig fram um að hafa þessar tafir sem minnstar,“ segir Kjartan. Því miður stefni meirihlutinn frekar að því að þrengja að umferð og auka tafatíma og þannig kostnað borgarbúa. Hann segir það forgangsmál hjá Sjálfstæðisflokknum að breyta þessu aftur og liðka aftur fyrir umferð á þessum gatnamótum og fleirum. Það sé hægt að tryggja öryggi gangandi vegfarenda með öðrum hætti en þessum. Umferð Reykjavík Umferðaröryggi Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við ökumenn á gatnamótunum á háannatíma, um klukkan fjögur, og sögðu flestir að breytingarnar væru afleitar og umferðin hefði stóraukist. „Umferðin er ömurleg á þessum tíma,“ sagði einn og að framkvæmdirnar væru gerðar á vitlausum tíma. Annar sagði fólki væri að fjölga í hverfinu en á sama tíma væri verið að reyna að draga úr umferð. Það færi ekki saman. Bjarki ræddi einnig við Kjartan Magnússon, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn lagði fram tillögu í ágúst um að borgaryfirvöld myndu hætta við framkvæmdirnar. Þá lagðist flokkurinn einnig gegn þrengingum sem er að finna í breytingunum og vöruðu við því að það myndi valda töfum. Kjartan segir þetta nú búið að raungerast og borgin ætti því að hverfa frá breytingunum. Kjartan sagðist eiga von á því að tillagan yrði tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á morgun. „Ég þori ekki að segja um það,“ segir Kjartan um það þegar hann er spurður um afdrif tillögunnar á morgun. Líklegt sé að það verði ekki orðið við henni. Framkvæmdirnar séu komnar það langt á veg. Um framkvæmdirnar segir á vef borgarinnar: „Framkvæmdin felur í sér endurnýjun umferðarljósa á 5 gatnamótum á Höfðabakka, við Stórhöfða, Dvergshöfða, Bíldshöfða, Vesturlandsveg og Bæjarháls. Einnig verða gerðar endurbætur með tilliti til umferðaröryggis á gatnamótunum. Við Stórhöfða, Dvergshöfða og Bíldshöfða verða gerðar endurbætur á umferðarljósum og á gönguleiðum, miðeyjur á Höfðabakka breikkaðar og götulýsing bætt. Á Höfðabakkabrú við Vesturlandsveg verða gerðar endurbætur á gönguleiðum og götulýsing bætt. Gálgastaurar umferðarljósa verða fjarlægðir og umferðarljósastaurar staðsettir á nýjum stöðum. Austan megin á Höfðabakka eru vinstribeygjureinar aðskildar frá akreinum til norðurs með eyju. Yfirlitsmynd frá Reykjavíkurborg sem sýnir hvar framkvæmdirnar eru. Reykjavíkurborg Við Bæjarháls verða gerðar endurbætur á umferðarljósum og á gönguleiðum, miðeyjur á Höfðabakka breikkaðar, hægribeygjuframhjáhlaup fjarlægð og götulýsing bætt. Á hægribeygjuframhjáhlaup sem ekki verða með umferðarljósum verða settar malbikaðar upphækkanir. Gert er ráð fyrir að unnið sé við ein gatnamót í einu þó að möguleiki sé á að skörun verði á milli gatnamóta með einhverja verkhluta.“ Borga ósýnilegan skatt vegna umferðartafa Kjartan segist skilja gremju íbúa afar vel. „Höfðabakkinn og þessi gatnamót eru mjög mikilvæg fyrir umferð, ekki bara fyrir Árbæinn, heldur fyrir stórt svæði hérna í austurhluta borgarinnar. Grafarvog, Breiðholt, Grafarholt og svo framvegis. Það er ekki á tafirnar bætandi. Fólk er að borga nú þegar mjög háan ósýnilegan skatt af völdum umferðartafa og borgin á auðvitað að leggja sig fram um að hafa þessar tafir sem minnstar,“ segir Kjartan. Því miður stefni meirihlutinn frekar að því að þrengja að umferð og auka tafatíma og þannig kostnað borgarbúa. Hann segir það forgangsmál hjá Sjálfstæðisflokknum að breyta þessu aftur og liðka aftur fyrir umferð á þessum gatnamótum og fleirum. Það sé hægt að tryggja öryggi gangandi vegfarenda með öðrum hætti en þessum.
Umferð Reykjavík Umferðaröryggi Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira