„Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2025 22:31 Srdjan Tufagdzic, Túfa, þjálfari Vals. Vísir/Diego Valur tapaði gegn Fram í 21. Umferð Bestu deildar karla í kvöld þegar Fram skoraði sigurmarkið í uppbótartíma úr vítaspyrnu. Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals ræddi við Vísi eftir leik og var sársvekktur. Hann viðurkenndi að tilfinningin væru mjög súr eftir leik: „Sérstaklega því mér fannst við ekki eiga að tapa þessum leik. Hörkuleikur og það eru kaflar í leiknum þar sem við erum bara miklu betri. Er mest ósáttur við byrjunina í seinni hálfleik, þá hættum við að gera það við vorum að gera vel í fyrri hálfleik. Leyfum Fram að taka aðeins yfir leikinn. Heilt yfir fannst mér við þó eiga skilið að vinna þennan leik,“ sagði Tufa. Valur vann Aftureldingu í síðustu umferð þar sem liðið var frábært í seinni hálfleik eftir slakan fyrri hálfleik. Tufa sagði það ekki áhyggjuefni að Valur væri að spila einn hálfleik vel þessa dagana. „Ég held að þetta var ekki leikur tveggja hálfleik ef þú horfir á það útfrá frammistöðu, bara miðað við mörk. Mér finnst eftir að þeir jafna þá tökum við leikinn yfir aftur og erum að skapa færi. Mér fannst við spila vel eftir það,“ sagði Túfa. Túfa sagði sitt lið kannski hafa komið of varfærið inní fyrstu mínútur seinni hálfleiksins: „Það var ekki planið okkar eða ætlun. Við vildum bara halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik. Ýta þeim ofar og þrýsta þeim í langa bolta. Fram gerir líka vel.“ Dómaratríó dagsins var umdeilt og voru Valsarar allt annað en sáttir við þeirra ákvarðanir í dag. „Mér finnst dómarinn með nokkra ranga dóma í dag. Fyrst þegar Tryggvi sleppur í gegn, er búinn að sjá það aftur og það var ekki rangstaða. Hefðum getað komist í 2-0 þar. Mér finnst við geta fengið víti líka þegar var brotið á Marius (Lundemo) og miðað við viðbrögð minna leikmanna og Sigga sjálfs var þetta ekki víti sem við fáum á okkur. Alltof harður dómur og þetta hefur mikil áhrif á úrslitin. Mér finnst við mjög óheppnir með dómgæslu í dag,“ sagði Túfa og bætti við: „Öðruvísi þegar dómarar gera mistök sem hafa ekki áhrif á niðurstöðuna en í dag höfðu þeir mikil áhrif á úrslitin.“ Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Hann viðurkenndi að tilfinningin væru mjög súr eftir leik: „Sérstaklega því mér fannst við ekki eiga að tapa þessum leik. Hörkuleikur og það eru kaflar í leiknum þar sem við erum bara miklu betri. Er mest ósáttur við byrjunina í seinni hálfleik, þá hættum við að gera það við vorum að gera vel í fyrri hálfleik. Leyfum Fram að taka aðeins yfir leikinn. Heilt yfir fannst mér við þó eiga skilið að vinna þennan leik,“ sagði Tufa. Valur vann Aftureldingu í síðustu umferð þar sem liðið var frábært í seinni hálfleik eftir slakan fyrri hálfleik. Tufa sagði það ekki áhyggjuefni að Valur væri að spila einn hálfleik vel þessa dagana. „Ég held að þetta var ekki leikur tveggja hálfleik ef þú horfir á það útfrá frammistöðu, bara miðað við mörk. Mér finnst eftir að þeir jafna þá tökum við leikinn yfir aftur og erum að skapa færi. Mér fannst við spila vel eftir það,“ sagði Túfa. Túfa sagði sitt lið kannski hafa komið of varfærið inní fyrstu mínútur seinni hálfleiksins: „Það var ekki planið okkar eða ætlun. Við vildum bara halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik. Ýta þeim ofar og þrýsta þeim í langa bolta. Fram gerir líka vel.“ Dómaratríó dagsins var umdeilt og voru Valsarar allt annað en sáttir við þeirra ákvarðanir í dag. „Mér finnst dómarinn með nokkra ranga dóma í dag. Fyrst þegar Tryggvi sleppur í gegn, er búinn að sjá það aftur og það var ekki rangstaða. Hefðum getað komist í 2-0 þar. Mér finnst við geta fengið víti líka þegar var brotið á Marius (Lundemo) og miðað við viðbrögð minna leikmanna og Sigga sjálfs var þetta ekki víti sem við fáum á okkur. Alltof harður dómur og þetta hefur mikil áhrif á úrslitin. Mér finnst við mjög óheppnir með dómgæslu í dag,“ sagði Túfa og bætti við: „Öðruvísi þegar dómarar gera mistök sem hafa ekki áhrif á niðurstöðuna en í dag höfðu þeir mikil áhrif á úrslitin.“
Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira