Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2025 12:03 Blikar þurfa að forðast tap í San Marínó í kvöld því þeir eru aðeins með 2-1 forskot gegn Virtus. Það verða 36 lið í pottinum þegar dregið verður í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta á morgun, í beinni útsendingu á Vísi, og Íslandsmeistarar Breiðabliks ætla sér að vera í þeim hópi. Þá mega þeir ekki tapa í San Marínó í kvöld. Liðin 36 sem komast inn í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar tryggja sér væna summu. Á síðustu leiktíð fengust fyrir það að lágmarki 3,17 milljónir evra, eða hátt í hálfur milljarður króna. Meira er svo í boði með því að vinna leiki þar auk þess sem liðin hafa þegar tryggt sér fé með því að spila í undankeppnum. Samkvæmt ársreikningi Víkinga, sem komust í Sambandsdeildina í fyrrra, fékk félagið til að mynda alls 837 milljónir króna í tekjur af Evrópukeppni á síðasta ári. Með naumt forskot Breiðablik er með eins marks forskot fyrir seinni leik sinn við Virtus frá San Marínó, eftir 2-1 sigur á Kópavogsvelli fyrir viku. Leikurinn í San Marínó í kvöld hefst klukkan 19 og er sýndur á Sýn Sport Ísland. Ef Breiðabliki tekst að forðast tap í kvöld verður liðið svo með þegar dregið verður í Sambandsdeildina við hátíðlega athöfn klukkan 11 á morgun að íslenskum tíma. Leikdagar í október, nóvember og desember Líkt og í fyrra er deildinni ekki skipt í riðla heldur verða öll 36 liðin saman í einni deild og spila sex leiki hvert, við eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki. Það skýrist eftir leiki dagsins hvaða lið verða í hverjum styrkleikaflokki en á meðal liða sem Breiðablik gæti mætt eru Crystal Palace, Fiorentina, Rayo Vallecano og fleiri sterk lið. Leikið verður á fimmtudögum og eru leikdagarnir 2. og 23. október, 6. og 27. nóvember, og 11. og 18. desember. Breiðablik gæti því átt eftir að spila að minnsta kosti fram að jólum ef allt gengur að óskum í kvöld. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Sjá meira
Liðin 36 sem komast inn í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar tryggja sér væna summu. Á síðustu leiktíð fengust fyrir það að lágmarki 3,17 milljónir evra, eða hátt í hálfur milljarður króna. Meira er svo í boði með því að vinna leiki þar auk þess sem liðin hafa þegar tryggt sér fé með því að spila í undankeppnum. Samkvæmt ársreikningi Víkinga, sem komust í Sambandsdeildina í fyrrra, fékk félagið til að mynda alls 837 milljónir króna í tekjur af Evrópukeppni á síðasta ári. Með naumt forskot Breiðablik er með eins marks forskot fyrir seinni leik sinn við Virtus frá San Marínó, eftir 2-1 sigur á Kópavogsvelli fyrir viku. Leikurinn í San Marínó í kvöld hefst klukkan 19 og er sýndur á Sýn Sport Ísland. Ef Breiðabliki tekst að forðast tap í kvöld verður liðið svo með þegar dregið verður í Sambandsdeildina við hátíðlega athöfn klukkan 11 á morgun að íslenskum tíma. Leikdagar í október, nóvember og desember Líkt og í fyrra er deildinni ekki skipt í riðla heldur verða öll 36 liðin saman í einni deild og spila sex leiki hvert, við eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki. Það skýrist eftir leiki dagsins hvaða lið verða í hverjum styrkleikaflokki en á meðal liða sem Breiðablik gæti mætt eru Crystal Palace, Fiorentina, Rayo Vallecano og fleiri sterk lið. Leikið verður á fimmtudögum og eru leikdagarnir 2. og 23. október, 6. og 27. nóvember, og 11. og 18. desember. Breiðablik gæti því átt eftir að spila að minnsta kosti fram að jólum ef allt gengur að óskum í kvöld.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Sjá meira