Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Árni Sæberg skrifar 26. ágúst 2025 10:21 María Sjöfn Árnadóttir lagði ríkið í morgun. Sýn Íslenska ríkið gerðist brotlegt við mannréttindasáttmála Evrópu, með því að lögregla hafi látið tilkynningu konu um heimilisofbeldi á hendur fyrrverandi kærasta sínum fyrnast. Maðurinn var ekki yfirheyrður fyrr en eftir að málin voru fyrnd. Önnur kona tapaði sambærilegu máli fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í morgun. Dómar voru kveðnir upp í málunum tveimur í Strassborg í morgun en málin voru tvö níu mála sem jafnmargar konur höfðuðu á hendur ríkinu árið 2021. Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í mars árið 2021 þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Konurnar sem kærðu mál sín til Mannréttindadómstóls Evrópu höfðu allar kært kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða kynbundið áreiti til lögreglu en mál þeirra voru felld niður eftir rannsókn og niðurfellingarnar staðfestar af Ríkissaksóknara. Fékk taugaáfall eftir að málið fyrndist Ríkisútvarpið greinir frá því að konan sem bar sigur úr býtum í morgun heiti María Sjöfn Árnadóttir, en hún sagði í samtali við Ríkisútvarpið árið 2021 að hún hefði fengið alvarlegt taugaáfall í kjölfar þess að mál hennar var fellt niður. Í dóminum segir að hún hafi kært fyrrverandi kærasta sinn fyrir tvær líkamsárásir og fyrir hótun um að dreifa af henni kynferðislegum myndum. Hún hafi lagt fram kæru 17 og 22 mánuðum eftir líkamsárásirnar. Maðurinn hefði aftur á móti ekki verið yfirheyrður fyrr en eftir tveggja ára fyrningarfrests meintra líkamsárása. Málið var því látið niður falla sökum fyrningar og að ekki væri talið líklegt til sakfellingar að ákæra manninn fyrir brot í nánu sambandi. Fyrningafrestur slíkra brota er lengri en líkamsárása. Niðurstaða dómsins var sú að brotið hefði verið gegn rétti Maríu Sjafnar til friðhelgis einkalífs og heimilis með því að leyfa máli hennar að fyrnast. Henni voru dæmdar 7.500 evrur, sem samsvarar um einni milljón króna, í miskabætur. Ríkið var aftur á móti sýknað af skaðabótakröfu hennar vegna sálfræðikostnaðar á þeim grundvelli að ekki væri sannað að hún hefði sótt sálfræðitíma vegna þess að málið hefði fyrnst. Þá stefndi María Sjöfn ríkinu einnig vegna ætlaðra brota á banni við mismunun. Það gerði hún á grundvelli þess að mismunað hefði verið gegn henni vegna kyns við meðferð málsins. Rétturinn féllst ekki á málatilbúnað hennar varðandi þann hluta málsins. Ekki brotið á hinni Hitt málið varðar mál konu sem kærði fyrrverandi sambýlismann sinn árið 2017 fyrir ítrekað heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi á árunum 2011 til 2014. Mál hennar var endanlega fellt niður árið 2019 á vegna þess að ekki var talið líklegt að maðurinn yrði sakfelldur. Sönnunargögn og framburður konunnar væri ekki næg eða líkleg til að leiða til sönnunar þess að maðurinn hefði brotið gegn henni, gegn eindreginni neitun hans. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins var sú, að virtum gögnum málsins, að rannsókn lögreglu hefði verið fullnægjandi og því hefði ríkið hvorki brotið gegn rétti konunnar til friðhelgis einkalífs né mismunað gegn henni á grundvelli kyns. Mannréttindadómstóll Evrópu Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Frakkland Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Dómar voru kveðnir upp í málunum tveimur í Strassborg í morgun en málin voru tvö níu mála sem jafnmargar konur höfðuðu á hendur ríkinu árið 2021. Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í mars árið 2021 þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Konurnar sem kærðu mál sín til Mannréttindadómstóls Evrópu höfðu allar kært kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða kynbundið áreiti til lögreglu en mál þeirra voru felld niður eftir rannsókn og niðurfellingarnar staðfestar af Ríkissaksóknara. Fékk taugaáfall eftir að málið fyrndist Ríkisútvarpið greinir frá því að konan sem bar sigur úr býtum í morgun heiti María Sjöfn Árnadóttir, en hún sagði í samtali við Ríkisútvarpið árið 2021 að hún hefði fengið alvarlegt taugaáfall í kjölfar þess að mál hennar var fellt niður. Í dóminum segir að hún hafi kært fyrrverandi kærasta sinn fyrir tvær líkamsárásir og fyrir hótun um að dreifa af henni kynferðislegum myndum. Hún hafi lagt fram kæru 17 og 22 mánuðum eftir líkamsárásirnar. Maðurinn hefði aftur á móti ekki verið yfirheyrður fyrr en eftir tveggja ára fyrningarfrests meintra líkamsárása. Málið var því látið niður falla sökum fyrningar og að ekki væri talið líklegt til sakfellingar að ákæra manninn fyrir brot í nánu sambandi. Fyrningafrestur slíkra brota er lengri en líkamsárása. Niðurstaða dómsins var sú að brotið hefði verið gegn rétti Maríu Sjafnar til friðhelgis einkalífs og heimilis með því að leyfa máli hennar að fyrnast. Henni voru dæmdar 7.500 evrur, sem samsvarar um einni milljón króna, í miskabætur. Ríkið var aftur á móti sýknað af skaðabótakröfu hennar vegna sálfræðikostnaðar á þeim grundvelli að ekki væri sannað að hún hefði sótt sálfræðitíma vegna þess að málið hefði fyrnst. Þá stefndi María Sjöfn ríkinu einnig vegna ætlaðra brota á banni við mismunun. Það gerði hún á grundvelli þess að mismunað hefði verið gegn henni vegna kyns við meðferð málsins. Rétturinn féllst ekki á málatilbúnað hennar varðandi þann hluta málsins. Ekki brotið á hinni Hitt málið varðar mál konu sem kærði fyrrverandi sambýlismann sinn árið 2017 fyrir ítrekað heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi á árunum 2011 til 2014. Mál hennar var endanlega fellt niður árið 2019 á vegna þess að ekki var talið líklegt að maðurinn yrði sakfelldur. Sönnunargögn og framburður konunnar væri ekki næg eða líkleg til að leiða til sönnunar þess að maðurinn hefði brotið gegn henni, gegn eindreginni neitun hans. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins var sú, að virtum gögnum málsins, að rannsókn lögreglu hefði verið fullnægjandi og því hefði ríkið hvorki brotið gegn rétti konunnar til friðhelgis einkalífs né mismunað gegn henni á grundvelli kyns.
Mannréttindadómstóll Evrópu Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Frakkland Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira