Fótbolti

Sjáðu marka­veislu Arsenal og full­komna byrjun Totten­ham

Siggeir Ævarsson skrifar
Viktor Gyökeres skoraði fyrstu mörk sín fyrir Arsenal í gær
Viktor Gyökeres skoraði fyrstu mörk sín fyrir Arsenal í gær EPA/ANDY RAIN

Fimm leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær. Bar þar helst til tíðinda að Viktor Gyökeres er byrjaður að skora og Manchester City fataðist heldur betur flugið gegn Tottenham sem hefur tímabilið á fljúgandi ferð.

Tottenham hefur ekki fengið á sig mark á leiktíðinni en liðið vann Burnley 3-0 í fyrstu umferðinni en á sama tíma vann City 4-0 gegn Wolves.

Bæði mörkin í dag komu í fyrri hálflfeiknum en seinna markið kom eftir skelfileg mistök James Trafford í marki City. 

Klippa: Manchester City - Tottenham

Arsenal tók á móti nýliðum Leeds og eftir ágæta varnarframmistöðu gestanna í 34 mínútur brustu flóðgáttirnar og mörkin urðu að lokum fimm, þarf af tvö frá sænska framherjanum Viktor Gyökeres.

Það eru þrír leikir á dagskrá í 2. umferð deildarinnar í dag og eru þeir að sjálfsögðu allir í beinni útsendingu á Sýn Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×