Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Smári Jökull Jónsson skrifar 22. ágúst 2025 12:02 Kristrún Frostadóttir segir utanríkisráðherra sé skoða frekari aðgerðir gagnvart Ísrael. Lögð hafi verið áhersla á að aðgerðir Íslands hafi mest áhrif í samfloti með öðrum þjóðum. Vísir/Anton/Getty Sameinuðu þjóðirnar lýstu í morgun yfir hungursneyð á Gasa og er talið að hálf milljón manna sé í hættu á að deyja úr hungri. Forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust en að frekari aðgerðir séu í skoðun í utanríkisráðuneytinu. Hungursneyð var lýst yfir á Gasa í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem Sameinuðu þjóðirnar lýsa yfir hungursneyð í Miðausturlöndum. Samkvæmt kvarða IPC, sem er samvinnuvettvangur Sameinuðu þjóðanna og hjálparstofnana, ríkir hungursneyð þegar aðgangur að mat er verulega skertur fyrir 20% íbúa, yfir 30% barna þjáist af vannæringu og fjöldi látinna á dag eru fleiri en tveir af hverjum tíu þúsund íbúum. Í skýrslu IPC kemur fram að hálf milljón manna sé í hættu á að deyja úr hungri. Í gær var greint frá því í kvöldfréttum Sýnar að yfir 80% þeirra sem látist hafa á Gasa séu almennir borgarar en það kom fram í leynilegum gögnum ísraelska hersins sem lekið var til fjölmiðla. „Erum komin á þann stað að það þarf að fara að grípa til frekari aðgerða“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að refsiaðgerðir gagnvart Ísrael hafi verið til skoðunar í utanríkisráðuneytinu. „Það eru auðvitað hörmungar að ganga yfir núna á Gasasvæðinu. Það er svo sem ekki nýtt en þetta hefur stigmagnast á undanförnum vikum og mánuðum og við erum komin á þann stað að það þarf að fara að grípa til frekari aðgerða að ég tel,“ sagði Kristrún í hádegisfréttum Bylgjunnar. Eftir að hungursneyð var lýst yfir í morgun hafa Sameinuðu þjóðirnar biðlað til Ísraela um vopnahlé svo hægt sé að koma hjálpargögnum til íbúa. Tom Fletcher, yfirmaður Sameinuðu þjóðanna í neyðaraðstoð, segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir hungursneyð ef ekki væri fyrir kerfisbundnar hindranir Ísraela. „Það er orðið of seint fyrir alltof marga en ekki alla á Gasa. Þetta orðið of mikið fyrir allt mannkynið. Hleypið okkur inn,“ sagði hann á blaðamannafundi í morgun. „Ákveðin lönd sem hafa meiri áhrif en við en Ísraelsmenn hlusta ekki á“ Forsætisráðherra segir Ísland hafa gert fjölmargt nú þegar en ef refsiaðgerðir eða þvinganir eigi að hafa alvöru áhrif þá skipti máli að slíkt sé gert með öðrum þjóðum. „Ég hef sagt það áður og get sagt það hér að ég held að alþjóðasamfélagið sé orðið hálf ráðalaust í þessu máli og þetta er orðið mjög alvarlegt. Almenningur í öllum löndum sé að horfa upp á þetta án fullnægjandi aðgerða.“ Þrýstingur eyskt nú á Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael sem hefur hafnað tvíhliða samkomulagi á milli Ísrael og Palestínu en Ísraelsmenn hafa sagst ætla að gjöreyða Gasaborg. Kristrún segir ríkisstjórnina hafa beitt sér í þeim málum sem hún telji sig hafa svigrúm til að gera. „Það eru auðvitað ákveðin lönd þarna sem hafa meiri áhrif en við en meira að segja Ísraelsmenn hlusta ekki á. Þetta er bara mjög alvarlegt ástand en við erum að gera það sem við getum. Við viljum vera í samfloti með öðrum þjóðum en ég veit að utanríkisráðherra er að skoða alvarlega frekari aðgerðir,“ sagði Kristrún Frostadóttit forsætisráðherra. Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Áttatíu og þrjú prósent þeirra sem hafa verið drepin á Gasa voru almennir borgarar. Þetta sýna tölur úr leynilegum gögnum ísraelska hersins, sem hefur verið lekið til fjölmiðla. Utanríkisráðherra Íslands segir einhliða hernað Ísraela kominn út fyrir öll mörk. 21. ágúst 2025 18:45 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Hungursneyð var lýst yfir á Gasa í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem Sameinuðu þjóðirnar lýsa yfir hungursneyð í Miðausturlöndum. Samkvæmt kvarða IPC, sem er samvinnuvettvangur Sameinuðu þjóðanna og hjálparstofnana, ríkir hungursneyð þegar aðgangur að mat er verulega skertur fyrir 20% íbúa, yfir 30% barna þjáist af vannæringu og fjöldi látinna á dag eru fleiri en tveir af hverjum tíu þúsund íbúum. Í skýrslu IPC kemur fram að hálf milljón manna sé í hættu á að deyja úr hungri. Í gær var greint frá því í kvöldfréttum Sýnar að yfir 80% þeirra sem látist hafa á Gasa séu almennir borgarar en það kom fram í leynilegum gögnum ísraelska hersins sem lekið var til fjölmiðla. „Erum komin á þann stað að það þarf að fara að grípa til frekari aðgerða“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að refsiaðgerðir gagnvart Ísrael hafi verið til skoðunar í utanríkisráðuneytinu. „Það eru auðvitað hörmungar að ganga yfir núna á Gasasvæðinu. Það er svo sem ekki nýtt en þetta hefur stigmagnast á undanförnum vikum og mánuðum og við erum komin á þann stað að það þarf að fara að grípa til frekari aðgerða að ég tel,“ sagði Kristrún í hádegisfréttum Bylgjunnar. Eftir að hungursneyð var lýst yfir í morgun hafa Sameinuðu þjóðirnar biðlað til Ísraela um vopnahlé svo hægt sé að koma hjálpargögnum til íbúa. Tom Fletcher, yfirmaður Sameinuðu þjóðanna í neyðaraðstoð, segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir hungursneyð ef ekki væri fyrir kerfisbundnar hindranir Ísraela. „Það er orðið of seint fyrir alltof marga en ekki alla á Gasa. Þetta orðið of mikið fyrir allt mannkynið. Hleypið okkur inn,“ sagði hann á blaðamannafundi í morgun. „Ákveðin lönd sem hafa meiri áhrif en við en Ísraelsmenn hlusta ekki á“ Forsætisráðherra segir Ísland hafa gert fjölmargt nú þegar en ef refsiaðgerðir eða þvinganir eigi að hafa alvöru áhrif þá skipti máli að slíkt sé gert með öðrum þjóðum. „Ég hef sagt það áður og get sagt það hér að ég held að alþjóðasamfélagið sé orðið hálf ráðalaust í þessu máli og þetta er orðið mjög alvarlegt. Almenningur í öllum löndum sé að horfa upp á þetta án fullnægjandi aðgerða.“ Þrýstingur eyskt nú á Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael sem hefur hafnað tvíhliða samkomulagi á milli Ísrael og Palestínu en Ísraelsmenn hafa sagst ætla að gjöreyða Gasaborg. Kristrún segir ríkisstjórnina hafa beitt sér í þeim málum sem hún telji sig hafa svigrúm til að gera. „Það eru auðvitað ákveðin lönd þarna sem hafa meiri áhrif en við en meira að segja Ísraelsmenn hlusta ekki á. Þetta er bara mjög alvarlegt ástand en við erum að gera það sem við getum. Við viljum vera í samfloti með öðrum þjóðum en ég veit að utanríkisráðherra er að skoða alvarlega frekari aðgerðir,“ sagði Kristrún Frostadóttit forsætisráðherra.
Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Áttatíu og þrjú prósent þeirra sem hafa verið drepin á Gasa voru almennir borgarar. Þetta sýna tölur úr leynilegum gögnum ísraelska hersins, sem hefur verið lekið til fjölmiðla. Utanríkisráðherra Íslands segir einhliða hernað Ísraela kominn út fyrir öll mörk. 21. ágúst 2025 18:45 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Áttatíu og þrjú prósent þeirra sem hafa verið drepin á Gasa voru almennir borgarar. Þetta sýna tölur úr leynilegum gögnum ísraelska hersins, sem hefur verið lekið til fjölmiðla. Utanríkisráðherra Íslands segir einhliða hernað Ísraela kominn út fyrir öll mörk. 21. ágúst 2025 18:45