„Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2025 14:00 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks. Vísir/Sigurjón Eftir átta leiki í röð án sigurs eru Íslandsmeistarar Breiðabliks þó í þeirri stöðu að geta með góðum úrslitum í kvöld tekið stórt skref í átt að aðalkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson segir menn staðráðna í að gera betur en að undanförnu. Mótherji kvöldsins á Kópavogsvelli er lið Virtus frá San Marínó og liðin eigast svo við aftur ytra eftir viku. Sigurliðið í einvíginu tryggir sér hundruð milljóna króna og Evrópuleiki fram að jólum, mögulega við lið á borð Crystal Palace og Fiorentina. „Menn eru bara staðráðnir í að eiga hörku kröftuga frammistöðu hér á Kópavogsvelli [í kvöld]. Ég finn þannig stemningu hjá liðinu, að henda í alvöru frammistöðu á Kópavogsvelli,“ segir Höskuldur en Blikar hafa tapað tveimur leikjum á síðustu sjö dögum á vellinum - fyrir Zrinjski Mostar síðasta fimmtudag og fyrir FH á sunnudag. Það er þróun sem Blikar freista að breyta í kvöld. „Við viljum snúa því við og stoppa í það gat sem fyrst. Það er ekki eitthvað sem maður hefur verið vanur hérna undanfarin ár eða eitthvað sem við ætlum að venjast yfirhöfuð. Það er bara tilvalið tækifæri að koma taktinum aftur í gang,“ segir Höskuldur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Höskuldur ræðir sigurleysið, Kópavogsvöllinn og leik kvöldsins „Blessunarlega er það stutt á milli verkefni að þú hefur ekki tíma til að fara of langt niður eftir töp. Ekki það að við lítum ekki á þau og lærum ekki af þeim. En það er fínt að fá tækifæri í Evrópukeppninni til að fá smá innspýtingu og jákvæðni á Kópavogsvöll, fyrir okkar stuðningsmenn og til frambúðar inn í haust,“ segir Höskuldur. Virtus er lægra skrifað en Blikar og kveðst Höskuldur ekki þekkja liðið sérlega vel. Sem geti komið sér ágætlega. „Það er oft fínt að vera ekkert að pæla of mikið í því hvernig andstæðingurinn er – fyrir utan eitthvað strategískt. Að fókusa bara á að gera það sem við getum gert upp á okkar besta. Að vera með sterka sjálfsmynd; kraftmikla og orkumikla. Í því tilfelli er gott að vita ekki of mikið um andstæðinginn heldur einblína bara á okkur sjálfa,“ segir Höskuldur en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. 21. ágúst 2025 09:30 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Mótherji kvöldsins á Kópavogsvelli er lið Virtus frá San Marínó og liðin eigast svo við aftur ytra eftir viku. Sigurliðið í einvíginu tryggir sér hundruð milljóna króna og Evrópuleiki fram að jólum, mögulega við lið á borð Crystal Palace og Fiorentina. „Menn eru bara staðráðnir í að eiga hörku kröftuga frammistöðu hér á Kópavogsvelli [í kvöld]. Ég finn þannig stemningu hjá liðinu, að henda í alvöru frammistöðu á Kópavogsvelli,“ segir Höskuldur en Blikar hafa tapað tveimur leikjum á síðustu sjö dögum á vellinum - fyrir Zrinjski Mostar síðasta fimmtudag og fyrir FH á sunnudag. Það er þróun sem Blikar freista að breyta í kvöld. „Við viljum snúa því við og stoppa í það gat sem fyrst. Það er ekki eitthvað sem maður hefur verið vanur hérna undanfarin ár eða eitthvað sem við ætlum að venjast yfirhöfuð. Það er bara tilvalið tækifæri að koma taktinum aftur í gang,“ segir Höskuldur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Höskuldur ræðir sigurleysið, Kópavogsvöllinn og leik kvöldsins „Blessunarlega er það stutt á milli verkefni að þú hefur ekki tíma til að fara of langt niður eftir töp. Ekki það að við lítum ekki á þau og lærum ekki af þeim. En það er fínt að fá tækifæri í Evrópukeppninni til að fá smá innspýtingu og jákvæðni á Kópavogsvöll, fyrir okkar stuðningsmenn og til frambúðar inn í haust,“ segir Höskuldur. Virtus er lægra skrifað en Blikar og kveðst Höskuldur ekki þekkja liðið sérlega vel. Sem geti komið sér ágætlega. „Það er oft fínt að vera ekkert að pæla of mikið í því hvernig andstæðingurinn er – fyrir utan eitthvað strategískt. Að fókusa bara á að gera það sem við getum gert upp á okkar besta. Að vera með sterka sjálfsmynd; kraftmikla og orkumikla. Í því tilfelli er gott að vita ekki of mikið um andstæðinginn heldur einblína bara á okkur sjálfa,“ segir Höskuldur en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. 21. ágúst 2025 09:30 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
„Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. 21. ágúst 2025 09:30