Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Agnar Már Másson skrifar 20. ágúst 2025 18:49 Fá þjófnaðarmál hafa vakið jafnmikla athygli og þessi tvö á síðustu árum: Gröfumálið í Mosfellsbæ og Hamraborgarmálið. Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um að stela hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrrnótt. Hann er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að hann hafi gefið sig fram til lögreglu í gærkvöldi. Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði aftur á móti við fréttastofu í morgun að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við málið. Ekki hefur náðst í hana við vinnslu fréttar. Í frétt Rúv segir að lögregla krefjist gæsluvarðhalds yfir manninum. Hann hafi enn fremur játað aðild að Hamraborgarráninu en neiti aftur á móti aðkomu að hraðbankaráninu að sögn verjanda hans, Sveins Andra Sveinssonar. Ekki hefur náðst í Svein Andra við gerð fréttar. Enn á eftir að gefa út ákærur í báðum málum. Maðurinn mun einnig hafa setið í gæsluvarðhaldi fyrr á árinu vegna meintrar aðildar að Gufunesmálinu þar sem karlmaður á sjötugsaldri lést af sárum sínum eftir að hafa verið misþyrmt af hópi manna. Hann var á endanum ekki ákærður í því máli. Lögregla hefur þó sagt að ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins en þó var ráðist í húsleit heima hjá Stefáni Blackburn, eins sakborninga í Gufunesmálinu. Hafi játað aðild að Hamraborgarmáli Þjófnaðurinn í Hamraborg átti sér stað þann 25. mars 2024 þegar að tveir menn brutust inn í bifreið og höfðu með sér þýfið. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið og var lýst eftir dökkgráum Toyota Yaris sem reyndist síðar vera með tvær mismunandi númeraplötur sem voru báðar stolnar af öðrum ökutækjum. Starfsmenn öryggismiðstöðvarinnar voru inn á Catalinu í Kópavogi að sækja pening úr spilakössunum á meðan þjófarnir aðhöfðust en sjá má myndskeið af atvikinu í spilaranum hér að neðan. Þýfið voru peningar sem komu úr spilakössum á vegum Happdrættis háskólans. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku töskur og brunuðu í burtu. Fréttin hefur verið uppfærð. Peningum stolið í Hamraborg Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Kópavogur Lögreglumál Mosfellsbær Manndráp í Gufunesi Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að hann hafi gefið sig fram til lögreglu í gærkvöldi. Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði aftur á móti við fréttastofu í morgun að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við málið. Ekki hefur náðst í hana við vinnslu fréttar. Í frétt Rúv segir að lögregla krefjist gæsluvarðhalds yfir manninum. Hann hafi enn fremur játað aðild að Hamraborgarráninu en neiti aftur á móti aðkomu að hraðbankaráninu að sögn verjanda hans, Sveins Andra Sveinssonar. Ekki hefur náðst í Svein Andra við gerð fréttar. Enn á eftir að gefa út ákærur í báðum málum. Maðurinn mun einnig hafa setið í gæsluvarðhaldi fyrr á árinu vegna meintrar aðildar að Gufunesmálinu þar sem karlmaður á sjötugsaldri lést af sárum sínum eftir að hafa verið misþyrmt af hópi manna. Hann var á endanum ekki ákærður í því máli. Lögregla hefur þó sagt að ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins en þó var ráðist í húsleit heima hjá Stefáni Blackburn, eins sakborninga í Gufunesmálinu. Hafi játað aðild að Hamraborgarmáli Þjófnaðurinn í Hamraborg átti sér stað þann 25. mars 2024 þegar að tveir menn brutust inn í bifreið og höfðu með sér þýfið. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið og var lýst eftir dökkgráum Toyota Yaris sem reyndist síðar vera með tvær mismunandi númeraplötur sem voru báðar stolnar af öðrum ökutækjum. Starfsmenn öryggismiðstöðvarinnar voru inn á Catalinu í Kópavogi að sækja pening úr spilakössunum á meðan þjófarnir aðhöfðust en sjá má myndskeið af atvikinu í spilaranum hér að neðan. Þýfið voru peningar sem komu úr spilakössum á vegum Happdrættis háskólans. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku töskur og brunuðu í burtu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Peningum stolið í Hamraborg Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Kópavogur Lögreglumál Mosfellsbær Manndráp í Gufunesi Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira