Fótbolti

Val­geir Lunddal með stoðsendinguna í mikil­vægu marki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valgeir Lunddal Friðriksson átti góða innkomu inn í lið Fortuna Düsseldorf í bikarsigri í kvöld en liðið var undir þegar hann kom inn á völlinn.
Valgeir Lunddal Friðriksson átti góða innkomu inn í lið Fortuna Düsseldorf í bikarsigri í kvöld en liðið var undir þegar hann kom inn á völlinn. Getty/Frederic Scheidemann

Valgeir Lunddal Friðriksson og félagar í Fortuna Düsseldorf komust í kvöld áfram í aðra umferð þýsku bikarkeppninni eftir endurkomusigur.

Fortuna Düsseldorf vann þá 4-2 útisigur á FC Schweinfurt sem er í þýsku D-deildinni eða tveimur deildum neðar.

Schweinfurt var engu að síður 1-0 yfir í hálfleik þegar Valgeir Lunddal var sendur inn á völlinn.

Valgeir lagði upp jöfnunarmark fyrir Shinta Appelkamp á 65. mínútu og Düsseldorf bætti síðan við þremur mörkum í seinni hálfleiknum.

Düsseldorf komst í 3-1 en Schweinfurt minnkaði aftur muninn í 3-2 áður Appelkamp innsiglaði sigurinn með sínu öðru marki. Hin mörk liðsins skoruðu þeir Cedric Itten og Florent Muslija.

Það þurfti að framlengja leikinn hjá Jóni Degi Þorsteinssyni og félögum í Herthu Berlin sem voru að spila við Preussen Münster á útivelli. Staðan var markalaus eftir níutíu mínútur en bæði liðin eru í þýsku b-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×